Barn á eftir bolta fær bætur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2021 17:56 Drengurinn var í leit að bolta þegar hann fór inn á byggingarsvæðið, sem var skammt frá sparkvelli við grunnskóla. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu TM vegna líkamstjóns níu ára drengs sem slasaðist á byggingarsvæði skammt frá grunnskóla í september árið 2016. Drengurinn, sem var níu ára þegar hann slasaðist, hafði farið inn á byggingarsvæði skammt frá sparkvelli grunnskóla, til þess að leita að bolta að beiðni drengs sem hafði verið þar að leik. Þar fór hann upp á sand- og malarhrúgu til þess að freista þess að finna boltinn, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms, þar sem stórgrýti rann undan honum, og hann með, þannig að grjótið fór yfir bak hans og höfuð og hafnaði ofan á fótlegg hans. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, þar sem kom í ljós að hann hafði lærleggsbrotnað. Hann gekkst undir aðgerð og eyddi níu dögum á sjúkrahúsi. Forráðamenn drengsins kröfðust viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM í ágúst 2017, en félagið hafnaði bótaskyldu. Kröfu um viðurkenningu á bótarétti í málinu var beint að TM, þar sem verktakinn var með ábyrgðartryggingu hjá félaginu þegar atvikið átti sér stað. Móðir drengsins, sem höfðaði málið fyrir hans hönd, byggði meðal annars á því að ríkar skyldur hafi hvílt á verktakanum til að tryggja öryggi barna og að þau kæmust ekki inn á svæðið. Héraðsdómur tók meðal annars tillit til þess að drengurinn var níu ára gamall þegar slysið varð, og taldi að þótt hann hafi vitað eða hafi mátt vita að ekki væri heimilt að fara inn á byggingarsvæðið, yrði ekki talið að háttsemi hans væri frábrugðin því sem vænta mætti frá börnum á þeim aldri. Dómurinn féllst því á kröfur sem settar voru fram fyrir hönd drengsins og var því viðurkenndur réttur hans til bóta úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM. Þá var TM gert að greiða 1.200.000 milljónir króna í málskostnað, sem rennur í ríkissjóð, þar sem drengurinn fékk gjafsókn í málinu. Dómsmál Börn og uppeldi Tryggingar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Drengurinn, sem var níu ára þegar hann slasaðist, hafði farið inn á byggingarsvæði skammt frá sparkvelli grunnskóla, til þess að leita að bolta að beiðni drengs sem hafði verið þar að leik. Þar fór hann upp á sand- og malarhrúgu til þess að freista þess að finna boltinn, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms, þar sem stórgrýti rann undan honum, og hann með, þannig að grjótið fór yfir bak hans og höfuð og hafnaði ofan á fótlegg hans. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, þar sem kom í ljós að hann hafði lærleggsbrotnað. Hann gekkst undir aðgerð og eyddi níu dögum á sjúkrahúsi. Forráðamenn drengsins kröfðust viðurkenningar á bótaskyldu úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM í ágúst 2017, en félagið hafnaði bótaskyldu. Kröfu um viðurkenningu á bótarétti í málinu var beint að TM, þar sem verktakinn var með ábyrgðartryggingu hjá félaginu þegar atvikið átti sér stað. Móðir drengsins, sem höfðaði málið fyrir hans hönd, byggði meðal annars á því að ríkar skyldur hafi hvílt á verktakanum til að tryggja öryggi barna og að þau kæmust ekki inn á svæðið. Héraðsdómur tók meðal annars tillit til þess að drengurinn var níu ára gamall þegar slysið varð, og taldi að þótt hann hafi vitað eða hafi mátt vita að ekki væri heimilt að fara inn á byggingarsvæðið, yrði ekki talið að háttsemi hans væri frábrugðin því sem vænta mætti frá börnum á þeim aldri. Dómurinn féllst því á kröfur sem settar voru fram fyrir hönd drengsins og var því viðurkenndur réttur hans til bóta úr ábyrgðartryggingu verktakans hjá TM. Þá var TM gert að greiða 1.200.000 milljónir króna í málskostnað, sem rennur í ríkissjóð, þar sem drengurinn fékk gjafsókn í málinu.
Dómsmál Börn og uppeldi Tryggingar Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira