Fótbolti

Pep: Mikil­vægt að skilja að við verjumst með boltann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep í leik kvöldsins.
Pep í leik kvöldsins. Manchester City

Pep Guardiola var mjög sáttur með sigur sinna manna. Þá segir hann meiðslaleysi sinna manna vera lykilatriði í góðu gengi Manchester City þessa dagana.

„Þetta er var góð frammistaða. Við stýrðum leiknum frá upphafi. Þessi keppni getur komið aftan að þér en eftir að við skoruðum tvisvar var allt auðveldara,“ sagði Pep að leik loknum.

„Leikmenn hreyfðu boltann fljótt. Við erum með marga gæðaleikmenn, til dæmis Phil Foden og Bernardo Silva, þeir hjálpa okkur mikið en allir voru mjög einbeittir og við erum mjög ánægðir með að vera komnir áfram á næsta stig keppninnar.“

„Við fengum aðeins á okkur eitt mark, gegn Porto. Það er magnað afrek. Þetta er ótrúlegt skref fram á við fyrir félagið. Það eru allir að hlaupa mikið, ekki aðeins framherjar. En það ver mikilvægt að skilja að við verjumst með boltann. Við verðum að vera duglegir án boltans. Þau lið sem eru eftir í keppninni hafa öll mikil gæði og geta refsað þér.“

„Eftir landsleikjahléið höfum við tíma til að hugsa. Gæðin í hverjum leik eru mjög mikil og vonandi getum við viðhaldið því. Ég held að maður eigi það alltaf skilið þegar maður kemst áfram á næsta stig. Við reynum að spila vel og við þurfum að sjá hvað gerist.“

„Það eru allir leikfærir núna. Það er ástæðan fyrir því að við getum róterað sex til sjö leikmönnum milli leikja. Ef þú vilt keppa um alla bikara þarftu að vera með ferskt lið. Þessi leiktíð er svo löng, við höfum ekki átt langa viku síðan í október,“ sagði Pep Guardiola að lokum eftir 2-0 sigur Manchester City gegn Borussia Mönchengladbach í kvöld.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×