Krefjast þess að fá sæti við borðið þar sem loftslagsmálin eru rædd Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2021 12:41 Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. BSRB Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Loftslagsmál er líka hagsmunamál launþega. Þetta segir hagfræðingur BSRB. Ný skýrsla ASÍ, BHM og BSRB sem unnin er í samvinnu við norræn og þýsk bandalög stéttarfélaga varpar ljósi á stöðu Íslands og kröfur verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti. Stéttarfélögin leggja til að vinnuhópi verði komið á fót sem hafi það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB var spurð hvað fælist í réttlátum umskiptum í loftslagsmálum. „Það þarf að hámarka áhrifin af aðgerðum til að ná kolefnishlutleysi en lágmarka kostnaðinn sem launafólk og almenningur þarf að bera af þeim aðgerðum.“ Vilja koma að stefnumótun Gæta þurfi að því að kostnaður dreifist ekki með ósanngjörnum hætti. Sigríður segir að hingað til hafi verkalýðshreyfingin ekki átt sæti við borðið þar sem stefna og aðgerðir til að draga úr losun eru mótaðar. „Við teljum það algjörlega fráleitt því þarna eru ríkir hagsmunir launafólks og almennings og við eigum að sitja við borðið þar sem verið er að fjalla um slíka hagsmuni. Við erum vön því í málefnum sem varða atvinnuleysistryggingar, lífeyrismál, húsnæðismál og fæðingarorlof. Loftslagsmálin eru líka stórt hagsmunamál fyrir launafólk og almenning.“ Kalla eftir greiningu á áhrifum á vinnumarkað Stjórnvöld verði að tryggja fólki atvinnu- og afkomuöryggi. Ekki sé ljóst hvers konar áhrif breytingarnar muni hafa á vinnumarkað. „Því hefur aldrei verið gefinn gaumur af stjórnvöldum og það verður að gera greiningu á því svo við áttum okkur á þessu. Þetta tengist líka fjórðu iðnbyltingunni. Störf munu hverfa. Þetta tengist allt og þetta þarf að skoða sérstaklega og grípa til ráðstafana svo fólk styðji þær breytingar sem nauðsynlegar eru.“ Bregðast þurfi við sem allra fyrst. „Við höfum tíu ár til stefnu til að forða mestu hamförunum og það segir sig sjálft að þá þurfa að verða breytingar á framleiðsluferlum, orkunotkun og neyslumynstri en það eru líka gríðarleg tækifæri til að fjárfesta í lausnum sem eru loftslagsvænar.“ Skapa þurfi ný störf og góð störf sem séu loftslagsvæn. „Og þá skiptir máli að fólk fái tækifæri til að mennta sig fyrir ný störf og hafi atvinnu og afkomuöryggi þannig að það er alls ekki þannig að þetta beri dauðann í sér heldur verðum við að vera hugrökk og framsækin til að nýta þau tækifæri sem við höfum.“ Loftslagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Verkalýðshreyfingin þarf að eiga sæti við borðið til að hægt sé að tryggja réttlát umskipti yfir í kolefnislaust samfélag. Loftslagsmál er líka hagsmunamál launþega. Þetta segir hagfræðingur BSRB. Ný skýrsla ASÍ, BHM og BSRB sem unnin er í samvinnu við norræn og þýsk bandalög stéttarfélaga varpar ljósi á stöðu Íslands og kröfur verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti. Stéttarfélögin leggja til að vinnuhópi verði komið á fót sem hafi það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir hagfræðingur BSRB var spurð hvað fælist í réttlátum umskiptum í loftslagsmálum. „Það þarf að hámarka áhrifin af aðgerðum til að ná kolefnishlutleysi en lágmarka kostnaðinn sem launafólk og almenningur þarf að bera af þeim aðgerðum.“ Vilja koma að stefnumótun Gæta þurfi að því að kostnaður dreifist ekki með ósanngjörnum hætti. Sigríður segir að hingað til hafi verkalýðshreyfingin ekki átt sæti við borðið þar sem stefna og aðgerðir til að draga úr losun eru mótaðar. „Við teljum það algjörlega fráleitt því þarna eru ríkir hagsmunir launafólks og almennings og við eigum að sitja við borðið þar sem verið er að fjalla um slíka hagsmuni. Við erum vön því í málefnum sem varða atvinnuleysistryggingar, lífeyrismál, húsnæðismál og fæðingarorlof. Loftslagsmálin eru líka stórt hagsmunamál fyrir launafólk og almenning.“ Kalla eftir greiningu á áhrifum á vinnumarkað Stjórnvöld verði að tryggja fólki atvinnu- og afkomuöryggi. Ekki sé ljóst hvers konar áhrif breytingarnar muni hafa á vinnumarkað. „Því hefur aldrei verið gefinn gaumur af stjórnvöldum og það verður að gera greiningu á því svo við áttum okkur á þessu. Þetta tengist líka fjórðu iðnbyltingunni. Störf munu hverfa. Þetta tengist allt og þetta þarf að skoða sérstaklega og grípa til ráðstafana svo fólk styðji þær breytingar sem nauðsynlegar eru.“ Bregðast þurfi við sem allra fyrst. „Við höfum tíu ár til stefnu til að forða mestu hamförunum og það segir sig sjálft að þá þurfa að verða breytingar á framleiðsluferlum, orkunotkun og neyslumynstri en það eru líka gríðarleg tækifæri til að fjárfesta í lausnum sem eru loftslagsvænar.“ Skapa þurfi ný störf og góð störf sem séu loftslagsvæn. „Og þá skiptir máli að fólk fái tækifæri til að mennta sig fyrir ný störf og hafi atvinnu og afkomuöryggi þannig að það er alls ekki þannig að þetta beri dauðann í sér heldur verðum við að vera hugrökk og framsækin til að nýta þau tækifæri sem við höfum.“
Loftslagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira