Handbolti

Góðir sigrar Ís­­lendinga­liðanna í Þýska­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi fagnar marki fyrr á leiktíðinni en hann lék á alls oddi í dag.
Ómar Ingi fagnar marki fyrr á leiktíðinni en hann lék á alls oddi í dag. Uwe Anspach/Getty

Íslendingalið Magdeburg og Lemgo unnu góða sigra í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Magdeburg vann Hannover-Burgdorf 29-27 á útivelli og Lemgo vann Leipzig 28-23 á heimavelli.

Magdeburg vann Hannover-Burgdorf í hörkuleik og áttu Íslendingar liðsins báðir mjög fínan leik. Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson gerði fimm mörk.

Lokatölur eins og áður sagði 29-27 og Magdeburg er sem fyrr í 2. sæti, nú með 30 stig. Kiel er stigi á eftir en á fjóra leiki til góða.

Lemgo var marki yfir í hálfleik enn stakk Leipzig einfaldlega af í síðari hálfleik og vann á endanum fimm marka sigur, 28-23. Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk í liði Lemgo sem er nú komið upp í 12. sæti deildarinnar með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×