Sigurður Ingi segir viðbrögð við nýju loftferðafrumvarpi „storm í vatnsglasi“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2021 13:08 Ráðherra segir að enginn eigi að hafa vald til að taka einhliða ákvörðun um framtíð flugvalla. Umræðan um nýtt frumvarp um loftferðir er „stormur í vatnsglasi“, segir Sigurður Ingi Jóhansson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Hann segir umrædda löggjöf nú þegar til staðar; aðeins sé verið að skerpa á ákvæðum sem fyrir eru. Kjarninn greindi frá því á miðvikudag að Sigurður Ingi hefði deild eftirfarandi ummælum á Instagram: „Mælti fyrir frumvarpi um loftferðir. Fjallar m.a. um skipulagsreglur sem ráðherra getur sett sem ætlað er að ganga framar skipulagsáætlunum sveitarfélaga (svæðis-, aðal- og deiliskipulag). Frá því að skipulagsreglur flugvallar taka gildi eru sveitarfélög bundin af efni þeirra.“ Kjarninn leitaði viðbragða hjá Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns skipulags- og samgönguráðs Reykjarvíkurborgar, sem sagði frumvarpið „galið“ hvað þetta snerti. „Við fyrstu sýn slær það mig sem tilraun ráðherra til að svipta sveitarfélög á Íslandi skipulagsvaldinu og ekki annað hægt en að fordæma það,“ sagði hún í skriflegu svari. Frumvarpið væri með öllu óásættanlegt. Sigurður Ingi segir hins vegar ekki um neina breytingu að ræða, heldur væri verið að skerpa á því að ákveðið samráð þyrfti að eiga sér stað milli aðila, líkt og væri á Keflavíkurvelli. Spurður að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði hann að enginn ætti að hafa vald til að geta tekið einhliða ákvörðun um framtíð flugvalla og umræðan væri stormur í vatnsglasi. „Þessi löggjöf er fyrir hendi í dag,“ sagði hann. Samgöngur Fréttir af flugi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Kjarninn greindi frá því á miðvikudag að Sigurður Ingi hefði deild eftirfarandi ummælum á Instagram: „Mælti fyrir frumvarpi um loftferðir. Fjallar m.a. um skipulagsreglur sem ráðherra getur sett sem ætlað er að ganga framar skipulagsáætlunum sveitarfélaga (svæðis-, aðal- og deiliskipulag). Frá því að skipulagsreglur flugvallar taka gildi eru sveitarfélög bundin af efni þeirra.“ Kjarninn leitaði viðbragða hjá Sigurborgu Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns skipulags- og samgönguráðs Reykjarvíkurborgar, sem sagði frumvarpið „galið“ hvað þetta snerti. „Við fyrstu sýn slær það mig sem tilraun ráðherra til að svipta sveitarfélög á Íslandi skipulagsvaldinu og ekki annað hægt en að fordæma það,“ sagði hún í skriflegu svari. Frumvarpið væri með öllu óásættanlegt. Sigurður Ingi segir hins vegar ekki um neina breytingu að ræða, heldur væri verið að skerpa á því að ákveðið samráð þyrfti að eiga sér stað milli aðila, líkt og væri á Keflavíkurvelli. Spurður að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði hann að enginn ætti að hafa vald til að geta tekið einhliða ákvörðun um framtíð flugvalla og umræðan væri stormur í vatnsglasi. „Þessi löggjöf er fyrir hendi í dag,“ sagði hann.
Samgöngur Fréttir af flugi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira