Fótbolti

Segir að Mara­dona og fé­lagar hafi fengið hjálp við að vinna deildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maradona í leik með ítalska félaginu. Hann lék með liðinu frá 1984 til 1991.
Maradona í leik með ítalska félaginu. Hann lék með liðinu frá 1984 til 1991. Peter Robinson/EMPICS/Getty

Marco van Basten, hollenska goðsögnin, segir að ítalska úrvalsdeildin hafi gert allt til þess að hjálpa Napoli að vinna ítölsku deildina árið 1990.

Van Basten var í viðtali við spænska blaðið Diario en hann segir að menn hafi hjálpast að við að tryggja Napoli titilinn tímabilð 1980/1990.

„Þeir gerðu allt til þess að gefa Napoli titilinn,“ sagði Van Basten og hélt áfram:

„Nýju reglurnar á þessum árum voru þannig að sigurvegarar núverandi árs og síðasta árs gátu tekið þátt í Meistaradeildinni.“

Napoli og AC Milan eru langt því frá bestu vinir á Ítalíu og ljóst er að ummæli Hollendingsins sem lék með AC á árunum 1987 til 1995 mun hella olíu á eldinn.

„Við höfðum unnið Evrópubikarinn svo þeir gerðu allt til þess að við myndum ekki vinna ítölsku deildina til þess að senda tvö lið í Evrópukeppnina.“

„Dómarskandallinn gegn Milan, Inter og Verona var ótrúlegur þar sem þeir dæmdu í hag Napoli. Það sem gerðist í Bergamo gegn Atalanta var fáránlegt.“

„Napoli vann ítölsku úrvalsdeildina á skrifstofum sambandsins,“ sagði Van Basten.


Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×