Segir litakóðakerfið klaufaleg mistök Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2021 18:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Einar Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst illa á áætlanir stjórnvalda um að taka upp litakóðakerfi á landamærunum. „Mér finnst þetta úr þeirri fjarlægð sem ég er frá þessu að þetta líti út eins og klaufaleg mistök. Ástæðan fyrir því að mér finnst þetta líta út eins og mistök eru eftirfarandi: Svona faraldur sem er að ganga yfir hefur sýnt okkur fram á að það er mjög erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. Við höfum ekki hugmynd um hvernig ástandið verður á Íslandi 1. maí. Við höfum enn síður nokkurn möguleika á að spá fyrir hvernig ástandið verður í þeim löndum þar sem fólk býr sem hingað kæmi. Staðreyndin er sú að þó svo að það sé farið fram á vottorð um neikvætt próf og þó svo menn séu prófaðir á landamærunum þá er reynslan sú að mjög stór hundraðshluti þeirra sem kemur inn reynist vera sýktur eftir fimm daga sóttkví,“ segir Kári. Neikvætt PCR-próf frá brottfararstað og fyrri skimun á landamærunum veiti ekki nema svolítið öryggi að hans mati. Það minnki straum þeirra sýktu sem hefðu komið inn í landið. „En það er mjög mikil hætta á að það komist fólk inn í landið sem er sýkt og breiðir út þessa pest.“ Seinni skimunin á landamærunum að lokinni sóttkví hafi gripið marga sýkta sem að öðrum kosti hefðu komist inn í landið. „Ég skil að mörgu leyti þær röksemdir sem búa að baki því að lýsa yfir að eftir ákveðinn tíma, í þessu tilviki eftir 1. maí, þá verði kringumstaðan breytt á landamærum vegna þess að ferðaþjónustan þurfi að geta byrjað að skipuleggja sig. En ég held að þetta sé bjarnargreiði fyrir ferðaþjónustuna vegna þess að ef við opnum og fáum fjórðu bylgjuna þá vegur þetta fyrst og fremst að ferðaþjónustunni. Ég held að þetta séu mistök,“ segir Kári. Klippa: Viðtal við Kára Stefánsson í heild sinni Hann segir gott fólk sitja í ríkisstjórninni sem hafi staðið sig mjög vel í þessum faraldri. „Ríkisstjórnin hefur skilið þetta eftir í höndunum á sóttvarnayfirvöldum og getur nú barið sér á brjóst yfir því að 92 prósent þjóðarinnar hafi stutt þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. En það er eins gott fyrir þessa ríkisstjórn að horfa til þess á kosningaári að ástæðan fyrir því að stuðningurinn hefur verið svo mikill er sú að þau hafa gert þetta á mjög skynsaman hátt. Þessi ákvörðun að segja fyrir fram með eins og hálfs mánaðar fyrirvara að það eigi að gera eitthvað ákveðið þann fyrsta maí sem felur í sér að létta á aðgerðum á landamærunum er í besta falli óskynsamlegt og óheppuilegt og ég vona að þau sjá að sér, þetta góða fólk. Ég reikna með að þau séu það góð að þau komi til með að skipta um skoðun. Þetta er ekki hægt. Það er ekki verið að hlúa að ferðaþjónustu. Það er ekki verið að sinna sóttvörnum, það er ekki verið að hlúa að fólkinu í landinu. Það er verið að taka ákvörðun sem byggir á mjög sterkri óskhyggju,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að enn sé stefnt að litakóðakerfi á landamærunum 1. maí. Hún benti á að ef litakóðakerfið tæki gildi á landamærunum á morgun þá yrðu sóttvarnaaðgerðir óbreyttar því öll lönd í Evrópu væru rauð. Kári gefur lítið fyrir þau rök. „Vegna þess að ég vonast til þess að fyrsta maí verði eitthvað af þessum löndum orðin græn aftur. Þá sitjum við uppi með þann vanda að þó svo sem menn komi frá Danmörku þá er mjög erfitt að fá staðfestingu á því hvar ferðin byrjaði. Hættan er á því að fólk komi frá hinum og þessum löndum í gegnum þau lönd sem græn eru. Og reynslan sýnir okkur að það er ekki bara fræðileg áhætta, það er raunveruleiki. Svona gerist þetta. Mér finnst þetta í alla staði mjög óskynsamlegt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fleiri fréttir Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Sjá meira
„Mér finnst þetta úr þeirri fjarlægð sem ég er frá þessu að þetta líti út eins og klaufaleg mistök. Ástæðan fyrir því að mér finnst þetta líta út eins og mistök eru eftirfarandi: Svona faraldur sem er að ganga yfir hefur sýnt okkur fram á að það er mjög erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. Við höfum ekki hugmynd um hvernig ástandið verður á Íslandi 1. maí. Við höfum enn síður nokkurn möguleika á að spá fyrir hvernig ástandið verður í þeim löndum þar sem fólk býr sem hingað kæmi. Staðreyndin er sú að þó svo að það sé farið fram á vottorð um neikvætt próf og þó svo menn séu prófaðir á landamærunum þá er reynslan sú að mjög stór hundraðshluti þeirra sem kemur inn reynist vera sýktur eftir fimm daga sóttkví,“ segir Kári. Neikvætt PCR-próf frá brottfararstað og fyrri skimun á landamærunum veiti ekki nema svolítið öryggi að hans mati. Það minnki straum þeirra sýktu sem hefðu komið inn í landið. „En það er mjög mikil hætta á að það komist fólk inn í landið sem er sýkt og breiðir út þessa pest.“ Seinni skimunin á landamærunum að lokinni sóttkví hafi gripið marga sýkta sem að öðrum kosti hefðu komist inn í landið. „Ég skil að mörgu leyti þær röksemdir sem búa að baki því að lýsa yfir að eftir ákveðinn tíma, í þessu tilviki eftir 1. maí, þá verði kringumstaðan breytt á landamærum vegna þess að ferðaþjónustan þurfi að geta byrjað að skipuleggja sig. En ég held að þetta sé bjarnargreiði fyrir ferðaþjónustuna vegna þess að ef við opnum og fáum fjórðu bylgjuna þá vegur þetta fyrst og fremst að ferðaþjónustunni. Ég held að þetta séu mistök,“ segir Kári. Klippa: Viðtal við Kára Stefánsson í heild sinni Hann segir gott fólk sitja í ríkisstjórninni sem hafi staðið sig mjög vel í þessum faraldri. „Ríkisstjórnin hefur skilið þetta eftir í höndunum á sóttvarnayfirvöldum og getur nú barið sér á brjóst yfir því að 92 prósent þjóðarinnar hafi stutt þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. En það er eins gott fyrir þessa ríkisstjórn að horfa til þess á kosningaári að ástæðan fyrir því að stuðningurinn hefur verið svo mikill er sú að þau hafa gert þetta á mjög skynsaman hátt. Þessi ákvörðun að segja fyrir fram með eins og hálfs mánaðar fyrirvara að það eigi að gera eitthvað ákveðið þann fyrsta maí sem felur í sér að létta á aðgerðum á landamærunum er í besta falli óskynsamlegt og óheppuilegt og ég vona að þau sjá að sér, þetta góða fólk. Ég reikna með að þau séu það góð að þau komi til með að skipta um skoðun. Þetta er ekki hægt. Það er ekki verið að hlúa að ferðaþjónustu. Það er ekki verið að sinna sóttvörnum, það er ekki verið að hlúa að fólkinu í landinu. Það er verið að taka ákvörðun sem byggir á mjög sterkri óskhyggju,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að enn sé stefnt að litakóðakerfi á landamærunum 1. maí. Hún benti á að ef litakóðakerfið tæki gildi á landamærunum á morgun þá yrðu sóttvarnaaðgerðir óbreyttar því öll lönd í Evrópu væru rauð. Kári gefur lítið fyrir þau rök. „Vegna þess að ég vonast til þess að fyrsta maí verði eitthvað af þessum löndum orðin græn aftur. Þá sitjum við uppi með þann vanda að þó svo sem menn komi frá Danmörku þá er mjög erfitt að fá staðfestingu á því hvar ferðin byrjaði. Hættan er á því að fólk komi frá hinum og þessum löndum í gegnum þau lönd sem græn eru. Og reynslan sýnir okkur að það er ekki bara fræðileg áhætta, það er raunveruleiki. Svona gerist þetta. Mér finnst þetta í alla staði mjög óskynsamlegt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Erlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Erlent Vill auka eftirlit með þungaflutningum Innlent „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Innlent Fleiri fréttir Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Kennarar funda með sáttasemjara á morgun Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Ekkert rætt um borgarstjóra sem verður „vonandi kona“ „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði „Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Dómur Félagsdóms hafi engin áhrif á framhaldsskóladeiluna „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Sjá meira