Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2021 02:32 Rauðglóandi hraunið sést hér úr lofti í kvöld. Vísir/Sigurjón Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. Talið er að sprungan þar sem hraun flæðir nú upp í Geldingadal sé allt að 700 metra löng. Ekki er talið að nein hætta stafi af gosinu og það raunar sagt á besta mögulega stað. Norska ríkisútvarpið ræðir við norska jarðfræðinginn Børge Johannes Wigum, sem búsettur er í Reykjavík. Hann segir eldgosið hafa komið fólki á óvart, þrátt fyrir hina miklu skjálftavirkni dagana á undan. „Eldfjall sem legið hefur lengi í dvala lifnar við á suðvesturhorni Íslands,“ segir AP-fréttaveitan í fyrirsögn sinni. CNN slær því upp í fyrirsögn að eldgosið sé í grennd við höfuðborgina Reykjavík en bæði Berlingske í Danmörku og De Telegraaf í Hollandi einblína á flugumferð í sínum fyrirsögnum. „Eldgos stöðvar flugumferð til Reykjavíkur“ segir í fyrirsögn Berlingske. Þá ræðir Reuters-fréttaveitan við Rannveigu Guðmundsdóttur íbúa í Grindavík. „Ég sé rauðan himininn út um gluggann hjá mér. Allir hérna eru að fara upp í bílana sína til að keyra upp eftir,“ segir Rannveig. Þá rifjar Reuters upp eldgosið sem varð í Eyjafjallajökli fyrir rúmum áratug. „Ólíkt því sem gerðist við gosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stöðvaði um það bil 900 þúsund flug og neyddi hundruð Íslendinga til að flýja heimili sín, er ekki talið að þetta gos spúi mikilli ösku eða reyk upp í loft.“ Þá fjalla breskir fjölmiðlar einnig um gosið, sem prýðir forsíður bæði BBC og Guardian. Sky News segir eldfjallið „Fagradals Mountain volcano“ hafa loksins vaknað til lífsins í kvöld eftir þúsundir lítilla jarðskjálfta undanfarnar vikur. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39 Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum. 20. mars 2021 01:26 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Talið er að sprungan þar sem hraun flæðir nú upp í Geldingadal sé allt að 700 metra löng. Ekki er talið að nein hætta stafi af gosinu og það raunar sagt á besta mögulega stað. Norska ríkisútvarpið ræðir við norska jarðfræðinginn Børge Johannes Wigum, sem búsettur er í Reykjavík. Hann segir eldgosið hafa komið fólki á óvart, þrátt fyrir hina miklu skjálftavirkni dagana á undan. „Eldfjall sem legið hefur lengi í dvala lifnar við á suðvesturhorni Íslands,“ segir AP-fréttaveitan í fyrirsögn sinni. CNN slær því upp í fyrirsögn að eldgosið sé í grennd við höfuðborgina Reykjavík en bæði Berlingske í Danmörku og De Telegraaf í Hollandi einblína á flugumferð í sínum fyrirsögnum. „Eldgos stöðvar flugumferð til Reykjavíkur“ segir í fyrirsögn Berlingske. Þá ræðir Reuters-fréttaveitan við Rannveigu Guðmundsdóttur íbúa í Grindavík. „Ég sé rauðan himininn út um gluggann hjá mér. Allir hérna eru að fara upp í bílana sína til að keyra upp eftir,“ segir Rannveig. Þá rifjar Reuters upp eldgosið sem varð í Eyjafjallajökli fyrir rúmum áratug. „Ólíkt því sem gerðist við gosið í Eyjafjallajökli árið 2010, sem stöðvaði um það bil 900 þúsund flug og neyddi hundruð Íslendinga til að flýja heimili sín, er ekki talið að þetta gos spúi mikilli ösku eða reyk upp í loft.“ Þá fjalla breskir fjölmiðlar einnig um gosið, sem prýðir forsíður bæði BBC og Guardian. Sky News segir eldfjallið „Fagradals Mountain volcano“ hafa loksins vaknað til lífsins í kvöld eftir þúsundir lítilla jarðskjálfta undanfarnar vikur.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39 Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum. 20. mars 2021 01:26 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Ráðleggingar um viðbrögð við gasmengun Miðað við umfang gossins í Geldingadal nú virðist það ekki koma til með að ógna byggð eða mannvirkjum. Aftur á móti er möguleiki á því að gasmengun geti valdið óþægindum hjá fólki. 20. mars 2021 01:39
Sóttu þrjá illa búna í grennd við gosið Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sótti í kvöld illa búið fólk í grennd við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Önnur verkefni sveitarinnar hafa meðal annars snúið að því að fylgja vísindamönnum um svæðið og loka vegum. 20. mars 2021 01:26
Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36