Sjáðu mörkin: Dramatík, endurkoma og vítaspyrnukeppni þegar Valsmenn komust í undanúrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. mars 2021 14:26 Valsmenn höfðu góða ástæðu til að fagna í dag. Það var mikil dramatík þegar Valur og KR mættust á Origo vellinum í dag. KR-ingar komust í 3-0, en heimamenn gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn þegar um tíu mínútur voru eftir. Grípa þurfti til vítaspyrnukeppni og þar voru það sem höfðu betur. Valsmenn eru því komnir í undanúrslit Lengjubikarsins. Það stefndi allt í það að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks og lítið að gerast hjá báðum liðum mest allan fyrri hálfleikinn. KR-ingar náðu þó að koma inn marki rétt fyrir hléið. Óskar Örn Hauksson kom þá gestunum yfir með góðu marki. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 á 47. mínútu leiksins. Þar var að verki Guðjón Baldvinsson eftir stoðsendingu frá Arnþóri Inga Kristinssyni. Guðjón Baldvinsson var svo aftur á ferðinni á 55. mínútu leiksins þegar hann kom gestunum í 3-0. Brekkan orðin ansi brött fyrir Valsmenn. Valsarar voru þó alls ekki á því að leggja árar í bát. Á 61. mínútu minnkaði Kristinn Freyr Sigurðsson muninn og vonin lifði. Það var svo mikið um að vera seinustu 15 mínútur leiksins. Á 76. mínútu skoraði tryggvi Hrafn Haraldsson annað mark heimamanna og allt opið fyrir lokamínúturnar. Fjórum mínútum seinna fær Hjalti Sigurðsson dæmda á sig vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það þannig að þarna hafi Hjalti verið að ræna Valsara opnu marktækifæri og rautt spjald því niðurstaðan. Patrick Pedersen fór á punktinn og jafnaði leikinn fyrir heimamenn og ótrúleg endurkoma Vals fullkomnuð. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var ekkert sem gat skilið liðin að í vítaspyrnukeppninni og allt virtist vera inni. Þegar komið var að seinustu spyrnu KR-inga fór Emil Ásmundsson á punktinn. Emil setti boltann í slánna og Valsmenn því með örlögin í sínum höndum. Haukur Páll Sigurðsson mætti þá ískaldur og tryggði Valsmönnum sigurinn og miða í undanúrslit Lengjubikarsins. Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Mörkin: Valur - KR Valur KR Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Kókaín Coote ákærður fyrir að framleiða barnaklám Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Það stefndi allt í það að markalaust yrði þegar flautað yrði til hálfleiks og lítið að gerast hjá báðum liðum mest allan fyrri hálfleikinn. KR-ingar náðu þó að koma inn marki rétt fyrir hléið. Óskar Örn Hauksson kom þá gestunum yfir með góðu marki. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 á 47. mínútu leiksins. Þar var að verki Guðjón Baldvinsson eftir stoðsendingu frá Arnþóri Inga Kristinssyni. Guðjón Baldvinsson var svo aftur á ferðinni á 55. mínútu leiksins þegar hann kom gestunum í 3-0. Brekkan orðin ansi brött fyrir Valsmenn. Valsarar voru þó alls ekki á því að leggja árar í bát. Á 61. mínútu minnkaði Kristinn Freyr Sigurðsson muninn og vonin lifði. Það var svo mikið um að vera seinustu 15 mínútur leiksins. Á 76. mínútu skoraði tryggvi Hrafn Haraldsson annað mark heimamanna og allt opið fyrir lokamínúturnar. Fjórum mínútum seinna fær Hjalti Sigurðsson dæmda á sig vítaspyrnu. Dómari leiksins mat það þannig að þarna hafi Hjalti verið að ræna Valsara opnu marktækifæri og rautt spjald því niðurstaðan. Patrick Pedersen fór á punktinn og jafnaði leikinn fyrir heimamenn og ótrúleg endurkoma Vals fullkomnuð. Ekki var meira skorað í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var ekkert sem gat skilið liðin að í vítaspyrnukeppninni og allt virtist vera inni. Þegar komið var að seinustu spyrnu KR-inga fór Emil Ásmundsson á punktinn. Emil setti boltann í slánna og Valsmenn því með örlögin í sínum höndum. Haukur Páll Sigurðsson mætti þá ískaldur og tryggði Valsmönnum sigurinn og miða í undanúrslit Lengjubikarsins. Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Mörkin: Valur - KR
Valur KR Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Kókaín Coote ákærður fyrir að framleiða barnaklám Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira