Vonar að næsta skáldsaga Sigríðar Hagalín fái titilinn „Endalaus hamingja“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 21. mars 2021 14:17 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, við gosstöðvarnar í dag. Landhelgisgæslan Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flug yfir gosstöðvarnar í Geldingadal með þyrlu Landhelgisgæslunnar í hádeginu í dag. Hann segist ekki áður hafa séð eldgos úr nálægð og vonar að þeir sem leggi leið sína að eldgosinu fari í einu og öllu varlega. Um sögulegt eldgos sé að ræða. „Ég hlakka til. Þetta er mikið sjónarspil og þetta er sögulegt gos. Það gaus síðast á Reykjanesskaga fyrir um átta öldum og þá átti Snorri Sturluson Bessastaði, eða það var um það leyti,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu rétt áður en hann lagði af stað í loftið í morgun. Hvetur fólk til að sýna skynsemi og aðgát „Bara það að það sé farið að gjósa á þessum slóðum er sögulegt á sinn hátt og við vonum öll að gosið valdi ekki usla og að þetta sé ekki fyrsta gosið í langri hrinu eldsumbrota á þessum stað en við vitum það ekki núna,“ segir Guðni. Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag.Landhelgisgæslan „Það er brýnt að jarðfræðingar og aðrir leitist núna við að kanna stöðuna og ég held að það sé líka afar brýnt að þeir sem vilja sjá þetta sjónarspil fari að öllu með gát. Gangan að gosstöðvunum úr byggð er einungis á færi vans útivistarfólks þannig að ég bið alla að sýna skynsemi og fyllstu aðgát.“ Hann kveðst hafa fylgst grannt með gangi mála frá því gos hófst. „Við höfum auðvitað fylgst með og ég man að þegar gosið hófst sáum við frá Bessastöðum óljósan rósrauðan bjarma á himni. Og við höfum auðvitað fundið fyrir skjálftunum þó að það sé auðvitað ekkert í líkingu við það sem Grindvíkingar og aðrir í grennd þurftu að þola,“ segir Guðni. Forsetinn veitti viðtöl áður en haldið var af stað.Vísir/Elísabet Raunveruleikinn vonandi rólegri en skáldskapurinn „Við búum á eldfjallaeyju, við búum á landi þar sem náttúran sýnir okkur sinn ægimátt með reglulegu millibili. Við þurfum að virða hana. Við þurfum að lifa í sátt við náttúruna og við þurfum að átta okkur á þessum ógnaröflum sem þarna eru að leysast úr læðingi og vona að allt fari nú vel,“ segir Guðni. Aðspurður segist forsetinn ekki áður hafa farið svo lálægt eldgosi. „Ég er fullur tilhlökkunar að því leytinu til. Þetta verður ægilegt sjónarspil. Ég er byrjaður að lesa Eldana eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur þar sem að svona hamförum er lýst og vona að raunveruleikinn verði nú ögn rólegri en skáldskapurinn. Ég vona líka að næst þegar Sigríður Hagalín skrifar einhverja bók að þá heiti hún bara „Endalaus hamingja,“ sagði forsetinn léttur í bragði, en skáldsögur Sigríðar Hagalín hafa einmitt vakið nokkra athygli að undanförnu enda fjalla tvær þeirra annars vegar um jarðhræringar og hins vegar um heimsfaraldur. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flaug yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag.Landhelgisgæslan Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Forseti Íslands Bókmenntir Landhelgisgæslan Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
„Ég hlakka til. Þetta er mikið sjónarspil og þetta er sögulegt gos. Það gaus síðast á Reykjanesskaga fyrir um átta öldum og þá átti Snorri Sturluson Bessastaði, eða það var um það leyti,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu rétt áður en hann lagði af stað í loftið í morgun. Hvetur fólk til að sýna skynsemi og aðgát „Bara það að það sé farið að gjósa á þessum slóðum er sögulegt á sinn hátt og við vonum öll að gosið valdi ekki usla og að þetta sé ekki fyrsta gosið í langri hrinu eldsumbrota á þessum stað en við vitum það ekki núna,“ segir Guðni. Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag.Landhelgisgæslan „Það er brýnt að jarðfræðingar og aðrir leitist núna við að kanna stöðuna og ég held að það sé líka afar brýnt að þeir sem vilja sjá þetta sjónarspil fari að öllu með gát. Gangan að gosstöðvunum úr byggð er einungis á færi vans útivistarfólks þannig að ég bið alla að sýna skynsemi og fyllstu aðgát.“ Hann kveðst hafa fylgst grannt með gangi mála frá því gos hófst. „Við höfum auðvitað fylgst með og ég man að þegar gosið hófst sáum við frá Bessastöðum óljósan rósrauðan bjarma á himni. Og við höfum auðvitað fundið fyrir skjálftunum þó að það sé auðvitað ekkert í líkingu við það sem Grindvíkingar og aðrir í grennd þurftu að þola,“ segir Guðni. Forsetinn veitti viðtöl áður en haldið var af stað.Vísir/Elísabet Raunveruleikinn vonandi rólegri en skáldskapurinn „Við búum á eldfjallaeyju, við búum á landi þar sem náttúran sýnir okkur sinn ægimátt með reglulegu millibili. Við þurfum að virða hana. Við þurfum að lifa í sátt við náttúruna og við þurfum að átta okkur á þessum ógnaröflum sem þarna eru að leysast úr læðingi og vona að allt fari nú vel,“ segir Guðni. Aðspurður segist forsetinn ekki áður hafa farið svo lálægt eldgosi. „Ég er fullur tilhlökkunar að því leytinu til. Þetta verður ægilegt sjónarspil. Ég er byrjaður að lesa Eldana eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur þar sem að svona hamförum er lýst og vona að raunveruleikinn verði nú ögn rólegri en skáldskapurinn. Ég vona líka að næst þegar Sigríður Hagalín skrifar einhverja bók að þá heiti hún bara „Endalaus hamingja,“ sagði forsetinn léttur í bragði, en skáldsögur Sigríðar Hagalín hafa einmitt vakið nokkra athygli að undanförnu enda fjalla tvær þeirra annars vegar um jarðhræringar og hins vegar um heimsfaraldur. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flaug yfir gosstöðvarnar með þyrlu Landhelgisgæslunnar fyrr í dag.Landhelgisgæslan
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Forseti Íslands Bókmenntir Landhelgisgæslan Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent