Segir að fólk hafi verið að „gleyma sér í gleðinni“ áður en svæðinu var lokað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. mars 2021 17:26 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að vilji hafi verið til að hafa svæðið opið en fólk hafi hegðað sér fremur óvarlega á gossvæðinu í dag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að loka litlu svæði næst gossprungunni í Geldingadölum seinnipartinn í dag. „Það er svolítið um það að fólk sé að fara upp á þennan hrygg, Móbergshrygginn þar sem stærsti gígurinn er núna. Fólk var að fara heldur nálægt. Það getur hrunið úr hlíðunum á þessum gíg og hraunið farið af stað þar út og það getur gerst býsna hratt,“ sagði Rögnvaldur. „Það er líka hætta á því að það geti gosið á öðrum stöðum á þessum Móbergshrygg því þar eru leifar af öðru eldgosi á þessum sama stað. Þannig það var skynsamlegast að loka þessu svæði því það er vel hægt að fara á staðinn og njóta þess sem er þarna án þess að vera alveg ofan í þessu.“ Þurfti að stugga við fólki En nú lá það alveg fyrir frá upphafi að það gæti gerst fyrirvaralaust en samt hefur svæðið verið opið. Kom eitthvað meira til sem varð til þess að nú var tekin ákvörðun um að loka svæðinu? „Það var vilji til þess að reyna að hafa þetta þannig að fólk geti farið þangað. Það voru gefnar út góðar leiðbeiningar um hvað beri að varast og hvernig fólk ætti að haga sér og síðan kemur í ljós að það þarf að minna fólk á það að það er að gleyma sér í gleðinni þarna upp frá og okkar fólk þurfti að stugga við fólki þannig það var sjálfu sér ekkert annað í stöðunni en að loka þessum bletti.“ Finnst þér þá að fólk hafi farið óvarlega að svæðinu í dag og í gær? Já svona, það var allavegana svigrúm til bætinga varðandi hefðun fólks þarna á svæðinu það er alveg klárt. Þess vegna var farin þessi leið að loka svæðinu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sóttu gosstöðvarnar í nótt: Búast við enn fleiri í dag Lögregluþjónar töldu einhverja þrjú hundruð bíla sem búið var að leggja við Reykjanesbraut og Grindavíkurveg í nótt. Áætlað hefur verið að þá hafi upp undir þúsund einstaklingar verið á göngu til og frá gosstöðvunum í Geldingadal. 21. mars 2021 11:21 Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“ Níu ára drengur og faðir hans villtust af leið á leið sinni til að skoða eldgosið í Geldingadal í gær. Feðgarnir voru á göngu í um níu klukkutíma, matarlausir, með rafmagnslausan síma og hefðu mátt vera betur búnir. Feðgarnir komust heim heilir á húfi um miðnætti í gær en drengurinn var að sögn móður hans orðinn mjög hræddur og þreyttur. Svekktastur var hann yfir því að hafa ekki náð að komast alla leið að eldgosinu og sjá það með berum augum. 21. mars 2021 15:39 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákvað að loka litlu svæði næst gossprungunni í Geldingadölum seinnipartinn í dag. „Það er svolítið um það að fólk sé að fara upp á þennan hrygg, Móbergshrygginn þar sem stærsti gígurinn er núna. Fólk var að fara heldur nálægt. Það getur hrunið úr hlíðunum á þessum gíg og hraunið farið af stað þar út og það getur gerst býsna hratt,“ sagði Rögnvaldur. „Það er líka hætta á því að það geti gosið á öðrum stöðum á þessum Móbergshrygg því þar eru leifar af öðru eldgosi á þessum sama stað. Þannig það var skynsamlegast að loka þessu svæði því það er vel hægt að fara á staðinn og njóta þess sem er þarna án þess að vera alveg ofan í þessu.“ Þurfti að stugga við fólki En nú lá það alveg fyrir frá upphafi að það gæti gerst fyrirvaralaust en samt hefur svæðið verið opið. Kom eitthvað meira til sem varð til þess að nú var tekin ákvörðun um að loka svæðinu? „Það var vilji til þess að reyna að hafa þetta þannig að fólk geti farið þangað. Það voru gefnar út góðar leiðbeiningar um hvað beri að varast og hvernig fólk ætti að haga sér og síðan kemur í ljós að það þarf að minna fólk á það að það er að gleyma sér í gleðinni þarna upp frá og okkar fólk þurfti að stugga við fólki þannig það var sjálfu sér ekkert annað í stöðunni en að loka þessum bletti.“ Finnst þér þá að fólk hafi farið óvarlega að svæðinu í dag og í gær? Já svona, það var allavegana svigrúm til bætinga varðandi hefðun fólks þarna á svæðinu það er alveg klárt. Þess vegna var farin þessi leið að loka svæðinu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Hátt í þúsund manns sóttu gosstöðvarnar í nótt: Búast við enn fleiri í dag Lögregluþjónar töldu einhverja þrjú hundruð bíla sem búið var að leggja við Reykjanesbraut og Grindavíkurveg í nótt. Áætlað hefur verið að þá hafi upp undir þúsund einstaklingar verið á göngu til og frá gosstöðvunum í Geldingadal. 21. mars 2021 11:21 Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“ Níu ára drengur og faðir hans villtust af leið á leið sinni til að skoða eldgosið í Geldingadal í gær. Feðgarnir voru á göngu í um níu klukkutíma, matarlausir, með rafmagnslausan síma og hefðu mátt vera betur búnir. Feðgarnir komust heim heilir á húfi um miðnætti í gær en drengurinn var að sögn móður hans orðinn mjög hræddur og þreyttur. Svekktastur var hann yfir því að hafa ekki náð að komast alla leið að eldgosinu og sjá það með berum augum. 21. mars 2021 15:39 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Hátt í þúsund manns sóttu gosstöðvarnar í nótt: Búast við enn fleiri í dag Lögregluþjónar töldu einhverja þrjú hundruð bíla sem búið var að leggja við Reykjanesbraut og Grindavíkurveg í nótt. Áætlað hefur verið að þá hafi upp undir þúsund einstaklingar verið á göngu til og frá gosstöðvunum í Geldingadal. 21. mars 2021 11:21
Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“ Níu ára drengur og faðir hans villtust af leið á leið sinni til að skoða eldgosið í Geldingadal í gær. Feðgarnir voru á göngu í um níu klukkutíma, matarlausir, með rafmagnslausan síma og hefðu mátt vera betur búnir. Feðgarnir komust heim heilir á húfi um miðnætti í gær en drengurinn var að sögn móður hans orðinn mjög hræddur og þreyttur. Svekktastur var hann yfir því að hafa ekki náð að komast alla leið að eldgosinu og sjá það með berum augum. 21. mars 2021 15:39