Útsýni úr tjaldinu yfir gosstöðvarnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. mars 2021 23:44 Einn þreyttur ferðalangur ákvað að leggja sig í tjaldi í Geldingadal í nótt. Jón Sigmar Ævarsson Aðfaranótt sunnudags lögðu margir leið sína að gosstöðvunum í Geldingardal. Svæðið er sérlega erfitt yfirferðar í myrkri og gangan oft upp í móti svo hún getur tekið á. Þá gerði þokan í nótt mörgum erfitt fyrir. Þegar á staðinn er komið tekur hins vegar tignarlegt gos á móti fólki sem sumum þykir stórfenglegra en þeir bjuggust við. Í nótt stóð björgunarsveitarfólk vaktina í og við Fagradalsfjall og aðstoðaði þá sem lentu í vanda. Ýmislegt vakti athygli þeirra, meðal annars tjald sem einn göngumannanna sló upp og lagði sig svo í. Sá passaði sig á að hafa útsýnið fyrir framan sig og þurfti rétt að renna frá til að sjá eldgosið. Þeir Ingólfur og Jakob úr björgunarsveitinni Ársæli gengu um svæðið í nótt en þeim þótti sem margir hefðu mátt búa sig betur til ferðarinnar. „Þetta eru tíu kílómetrar. Fólk er í svona fimm sex tíma að labba þetta sem er ekki í góðu gönguformi. Fólk er að koma hérna ekki með bakpoka. Hvorki nesti né drykki. Skiptir máli að drekka mikið í svona göngutúrum. Sérstaklega ef fólk er lengi að fara yfir svæðið,“ sagði Jakob Þór Gíslason. Björgunarsveitarfólk gekk um svæðið í alla nótt og fylgdist með. Vísir/Lillý Aron Dagur Beck var á ferð með pabba sínum í nótt. Þeir feðgar hlupu hluta leiðarinnar og voru því aðeins um tvo og hálfan tíma á leiðinni svæðið. „Þetta var mjög torfarin leið og ég átti von á að hún yrði aðeins greiðari,“ sagði Aron um leiðina. Það sem hafi tekið á móti þeim við komuna hafi verið „bara stórfenglegt“ og í raun stórfenglegra en hann bjóst við. Fleiri spöruðu ekki lýsingarorðin. „Þetta er bara geggjað. Það er svona Once in a lifetime að sjá þetta,“ Margrét Ýr sem var á ferðinni í nótt ásamt Agli og ferfætling. Hraunflæðið var nokkurt síðustu nótt og hættu margir sér ansi nærri ólgandi hrauninu.Vísir/Lillý Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var yfir sig hrifinn af því sem hann sá. „Þetta er rosa tryllt. Maður trúir þessu varla. Ég kom líka í þokunni og svo sá ég svona óljóst. Sá hraunin brjótast hérna fram og hvernig þetta rennur.“ Þegar birta tók um klukkan hálf átta í morgun tók fólki að fjölga á svæðinu og um miðjan dag var staðið nokkuð þétt víða. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Þegar á staðinn er komið tekur hins vegar tignarlegt gos á móti fólki sem sumum þykir stórfenglegra en þeir bjuggust við. Í nótt stóð björgunarsveitarfólk vaktina í og við Fagradalsfjall og aðstoðaði þá sem lentu í vanda. Ýmislegt vakti athygli þeirra, meðal annars tjald sem einn göngumannanna sló upp og lagði sig svo í. Sá passaði sig á að hafa útsýnið fyrir framan sig og þurfti rétt að renna frá til að sjá eldgosið. Þeir Ingólfur og Jakob úr björgunarsveitinni Ársæli gengu um svæðið í nótt en þeim þótti sem margir hefðu mátt búa sig betur til ferðarinnar. „Þetta eru tíu kílómetrar. Fólk er í svona fimm sex tíma að labba þetta sem er ekki í góðu gönguformi. Fólk er að koma hérna ekki með bakpoka. Hvorki nesti né drykki. Skiptir máli að drekka mikið í svona göngutúrum. Sérstaklega ef fólk er lengi að fara yfir svæðið,“ sagði Jakob Þór Gíslason. Björgunarsveitarfólk gekk um svæðið í alla nótt og fylgdist með. Vísir/Lillý Aron Dagur Beck var á ferð með pabba sínum í nótt. Þeir feðgar hlupu hluta leiðarinnar og voru því aðeins um tvo og hálfan tíma á leiðinni svæðið. „Þetta var mjög torfarin leið og ég átti von á að hún yrði aðeins greiðari,“ sagði Aron um leiðina. Það sem hafi tekið á móti þeim við komuna hafi verið „bara stórfenglegt“ og í raun stórfenglegra en hann bjóst við. Fleiri spöruðu ekki lýsingarorðin. „Þetta er bara geggjað. Það er svona Once in a lifetime að sjá þetta,“ Margrét Ýr sem var á ferðinni í nótt ásamt Agli og ferfætling. Hraunflæðið var nokkurt síðustu nótt og hættu margir sér ansi nærri ólgandi hrauninu.Vísir/Lillý Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var yfir sig hrifinn af því sem hann sá. „Þetta er rosa tryllt. Maður trúir þessu varla. Ég kom líka í þokunni og svo sá ég svona óljóst. Sá hraunin brjótast hérna fram og hvernig þetta rennur.“ Þegar birta tók um klukkan hálf átta í morgun tók fólki að fjölga á svæðinu og um miðjan dag var staðið nokkuð þétt víða.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira