Útsýni úr tjaldinu yfir gosstöðvarnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. mars 2021 23:44 Einn þreyttur ferðalangur ákvað að leggja sig í tjaldi í Geldingadal í nótt. Jón Sigmar Ævarsson Aðfaranótt sunnudags lögðu margir leið sína að gosstöðvunum í Geldingardal. Svæðið er sérlega erfitt yfirferðar í myrkri og gangan oft upp í móti svo hún getur tekið á. Þá gerði þokan í nótt mörgum erfitt fyrir. Þegar á staðinn er komið tekur hins vegar tignarlegt gos á móti fólki sem sumum þykir stórfenglegra en þeir bjuggust við. Í nótt stóð björgunarsveitarfólk vaktina í og við Fagradalsfjall og aðstoðaði þá sem lentu í vanda. Ýmislegt vakti athygli þeirra, meðal annars tjald sem einn göngumannanna sló upp og lagði sig svo í. Sá passaði sig á að hafa útsýnið fyrir framan sig og þurfti rétt að renna frá til að sjá eldgosið. Þeir Ingólfur og Jakob úr björgunarsveitinni Ársæli gengu um svæðið í nótt en þeim þótti sem margir hefðu mátt búa sig betur til ferðarinnar. „Þetta eru tíu kílómetrar. Fólk er í svona fimm sex tíma að labba þetta sem er ekki í góðu gönguformi. Fólk er að koma hérna ekki með bakpoka. Hvorki nesti né drykki. Skiptir máli að drekka mikið í svona göngutúrum. Sérstaklega ef fólk er lengi að fara yfir svæðið,“ sagði Jakob Þór Gíslason. Björgunarsveitarfólk gekk um svæðið í alla nótt og fylgdist með. Vísir/Lillý Aron Dagur Beck var á ferð með pabba sínum í nótt. Þeir feðgar hlupu hluta leiðarinnar og voru því aðeins um tvo og hálfan tíma á leiðinni svæðið. „Þetta var mjög torfarin leið og ég átti von á að hún yrði aðeins greiðari,“ sagði Aron um leiðina. Það sem hafi tekið á móti þeim við komuna hafi verið „bara stórfenglegt“ og í raun stórfenglegra en hann bjóst við. Fleiri spöruðu ekki lýsingarorðin. „Þetta er bara geggjað. Það er svona Once in a lifetime að sjá þetta,“ Margrét Ýr sem var á ferðinni í nótt ásamt Agli og ferfætling. Hraunflæðið var nokkurt síðustu nótt og hættu margir sér ansi nærri ólgandi hrauninu.Vísir/Lillý Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var yfir sig hrifinn af því sem hann sá. „Þetta er rosa tryllt. Maður trúir þessu varla. Ég kom líka í þokunni og svo sá ég svona óljóst. Sá hraunin brjótast hérna fram og hvernig þetta rennur.“ Þegar birta tók um klukkan hálf átta í morgun tók fólki að fjölga á svæðinu og um miðjan dag var staðið nokkuð þétt víða. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Þegar á staðinn er komið tekur hins vegar tignarlegt gos á móti fólki sem sumum þykir stórfenglegra en þeir bjuggust við. Í nótt stóð björgunarsveitarfólk vaktina í og við Fagradalsfjall og aðstoðaði þá sem lentu í vanda. Ýmislegt vakti athygli þeirra, meðal annars tjald sem einn göngumannanna sló upp og lagði sig svo í. Sá passaði sig á að hafa útsýnið fyrir framan sig og þurfti rétt að renna frá til að sjá eldgosið. Þeir Ingólfur og Jakob úr björgunarsveitinni Ársæli gengu um svæðið í nótt en þeim þótti sem margir hefðu mátt búa sig betur til ferðarinnar. „Þetta eru tíu kílómetrar. Fólk er í svona fimm sex tíma að labba þetta sem er ekki í góðu gönguformi. Fólk er að koma hérna ekki með bakpoka. Hvorki nesti né drykki. Skiptir máli að drekka mikið í svona göngutúrum. Sérstaklega ef fólk er lengi að fara yfir svæðið,“ sagði Jakob Þór Gíslason. Björgunarsveitarfólk gekk um svæðið í alla nótt og fylgdist með. Vísir/Lillý Aron Dagur Beck var á ferð með pabba sínum í nótt. Þeir feðgar hlupu hluta leiðarinnar og voru því aðeins um tvo og hálfan tíma á leiðinni svæðið. „Þetta var mjög torfarin leið og ég átti von á að hún yrði aðeins greiðari,“ sagði Aron um leiðina. Það sem hafi tekið á móti þeim við komuna hafi verið „bara stórfenglegt“ og í raun stórfenglegra en hann bjóst við. Fleiri spöruðu ekki lýsingarorðin. „Þetta er bara geggjað. Það er svona Once in a lifetime að sjá þetta,“ Margrét Ýr sem var á ferðinni í nótt ásamt Agli og ferfætling. Hraunflæðið var nokkurt síðustu nótt og hættu margir sér ansi nærri ólgandi hrauninu.Vísir/Lillý Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var yfir sig hrifinn af því sem hann sá. „Þetta er rosa tryllt. Maður trúir þessu varla. Ég kom líka í þokunni og svo sá ég svona óljóst. Sá hraunin brjótast hérna fram og hvernig þetta rennur.“ Þegar birta tók um klukkan hálf átta í morgun tók fólki að fjölga á svæðinu og um miðjan dag var staðið nokkuð þétt víða.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira