Grillað brauð, hjólreiðafólk og þjóðhátíðarstemning við gosið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. mars 2021 14:30 Fólksfjöldinn hjá eldgosinu við Fagradalsfjall á Reykjanesi í gær. Vísir/Vilhelm Mikill mannfjöldi var við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall þegar Vilhelm Gunnarsson fréttaljósmyndari Vísis leit þar við í gær. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var góð stemning hjá flestum, en það virtist sem það væru ekki allir að passa upp á tveggja metra regluna og tilmæli yfirvalda vegna heimsfaraldursins. Fleiri en þúsund gestir voru samankomnir við gosið í gær þegar ljósmyndari okkar var á staðnum.Vísir/Vilhelm Þó að um helgina hafi birst fréttir um örmagna fólk, týnda einstaklinga og ofkælingarástand, virðist meirihlutinn í gær þó hafa verið vel búinn miðað við aðstæður. Hraunið er þó erfitt yfirferðar og lentu einhverjir í því að skórnir gáfu sig á leiðinni. Hér er búið að líma sólann á gönguskóna með blástrum og teygjum. Þessi ætlaði greinilega ekki að láta neitt stoppa sig á leiðinni að gosinu.Vísir/Vilhelm Ljósmyndarinn var þar fótgangandi eins og flestir viðstaddir, en þó rakst hann líka á hjólreiðafólk sem hafði komið á staðinn á vel útbúnum fjallareiðhjólum. Það er mun fljótlegra að komast að gosinu núna á reiðhjóli en fótgangandi. Einhverjir hunsuðu þó lokanir á svæðinu og keyrðu mjög nálægt gosinu á jeppum og stórum bílum.Vísir/Vilhelm Fólk borðaði nesti við gosið og einhverjir grilluðu brauð og fleira á grillteinum. Flestir voru með nesti með sér og þessi hressi göngugarpur grillaði brauð í heitu hrauninu.Vísir/Vilhelm Veðrið í gær var ekki frábært en í kringum gosið sjálft var auðvitað heitt og notalegt. Í dag er veður á svæðinu vont og þar sem einnig er hættuleg gasmengun á staðnum er svæðið lokað. Eldgos við Fagradalsfjall á ReykjanesiFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gosið telst kannski lítið í samanburði við önnur eldgos hér á landi en þeir sem hafa heimsótt gosið eru samt flestir á því máli að þetta sé stórkostlegt sjónarspil móður náttúru. Hraunið flæddi úr stærsta gígnum og viðstaddir fylgdust agndofa með.Vísir/Vilhelm Litadýrðin nýtur sín einstaklega vel þegar tekur að rökkva, svo margir velja að bera gosið augum um kvöld eða nótt. Eldgosið hefur vakið heimsathygli og margir hafa furðað sig á því að Íslendingar hlaupi í áttina að eldglóandi hrauninu í stað þess að forðast svæðið.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast um helgina við gæslu á svæðinu. Tugir, ef ekki hundruðir einstaklinga hafa þurft á aðstoð að halda. Eftir að veðrið versnaði seint í gær þurfti meðal annars að sækja einstaklinga sem höfðu lagst örmagna í jörðina og komust því ekki aðstoðarlaust til baka í bílana sína.Vísir/Vilhelm Hraunárnar flæða hundruði metra um Geldingadal. Svæðið er lokað í dag vegna gasmengunar.Vísiir/Vilhelm Áhugasamir ættu vonandi að geta gengið að gosinu seinna í dag eða á morgun. Þangað til þarf fólk að láta streymi og ljósmyndir duga. Rauðglóandi hraunið er nánast dáleiðandi.Vísir/Vilhelm Um helgina birtust hér á Vísi myndaþættir eftir bæði Vilhelm Gunnarsson og Ragnar Axelsson ljósmyndara Vísis. Þær myndir má finna í fréttunum hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var góð stemning hjá flestum, en það virtist sem það væru ekki allir að passa upp á tveggja metra regluna og tilmæli yfirvalda vegna heimsfaraldursins. Fleiri en þúsund gestir voru samankomnir við gosið í gær þegar ljósmyndari okkar var á staðnum.Vísir/Vilhelm Þó að um helgina hafi birst fréttir um örmagna fólk, týnda einstaklinga og ofkælingarástand, virðist meirihlutinn í gær þó hafa verið vel búinn miðað við aðstæður. Hraunið er þó erfitt yfirferðar og lentu einhverjir í því að skórnir gáfu sig á leiðinni. Hér er búið að líma sólann á gönguskóna með blástrum og teygjum. Þessi ætlaði greinilega ekki að láta neitt stoppa sig á leiðinni að gosinu.Vísir/Vilhelm Ljósmyndarinn var þar fótgangandi eins og flestir viðstaddir, en þó rakst hann líka á hjólreiðafólk sem hafði komið á staðinn á vel útbúnum fjallareiðhjólum. Það er mun fljótlegra að komast að gosinu núna á reiðhjóli en fótgangandi. Einhverjir hunsuðu þó lokanir á svæðinu og keyrðu mjög nálægt gosinu á jeppum og stórum bílum.Vísir/Vilhelm Fólk borðaði nesti við gosið og einhverjir grilluðu brauð og fleira á grillteinum. Flestir voru með nesti með sér og þessi hressi göngugarpur grillaði brauð í heitu hrauninu.Vísir/Vilhelm Veðrið í gær var ekki frábært en í kringum gosið sjálft var auðvitað heitt og notalegt. Í dag er veður á svæðinu vont og þar sem einnig er hættuleg gasmengun á staðnum er svæðið lokað. Eldgos við Fagradalsfjall á ReykjanesiFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gosið telst kannski lítið í samanburði við önnur eldgos hér á landi en þeir sem hafa heimsótt gosið eru samt flestir á því máli að þetta sé stórkostlegt sjónarspil móður náttúru. Hraunið flæddi úr stærsta gígnum og viðstaddir fylgdust agndofa með.Vísir/Vilhelm Litadýrðin nýtur sín einstaklega vel þegar tekur að rökkva, svo margir velja að bera gosið augum um kvöld eða nótt. Eldgosið hefur vakið heimsathygli og margir hafa furðað sig á því að Íslendingar hlaupi í áttina að eldglóandi hrauninu í stað þess að forðast svæðið.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast um helgina við gæslu á svæðinu. Tugir, ef ekki hundruðir einstaklinga hafa þurft á aðstoð að halda. Eftir að veðrið versnaði seint í gær þurfti meðal annars að sækja einstaklinga sem höfðu lagst örmagna í jörðina og komust því ekki aðstoðarlaust til baka í bílana sína.Vísir/Vilhelm Hraunárnar flæða hundruði metra um Geldingadal. Svæðið er lokað í dag vegna gasmengunar.Vísiir/Vilhelm Áhugasamir ættu vonandi að geta gengið að gosinu seinna í dag eða á morgun. Þangað til þarf fólk að láta streymi og ljósmyndir duga. Rauðglóandi hraunið er nánast dáleiðandi.Vísir/Vilhelm Um helgina birtust hér á Vísi myndaþættir eftir bæði Vilhelm Gunnarsson og Ragnar Axelsson ljósmyndara Vísis. Þær myndir má finna í fréttunum hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Fleiri fréttir Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Sjá meira