Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2021 16:20 Korpuskóli sem áður var hluti af Kelduskóla. Vísir/SigurjónÓ Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna flutnings nemenda við Fossvogsskóla í Korpuskóla. Nemendur fara í kynningu á skólanum á morgun og skólastarf hefst á miðvikudaginn. Í tilkynningunni er vísað til umræðu um heilnæmi húsnæðis Korpuskóla og vísað til fréttar í Morgunblaðinu í kjölfar vettvangsferðar starfsfólks og skólaráðs Fossvogsskóla í Korpuskóla í síðustu viku. „Við gátum auðvitað ekki mælt neitt þarna, en þarna voru útfellingar á plötuskilum, þrútnar loftaplötur, kíttistaumar á milli loftaplatna, sem láku niður en það gefur til kynna að þar hafi eitthvað gengið á áður,“ sagði Karl Óskar Þráinsson, formaður Foreldrafélags Fossvogsskóla, í Morgunblaðinu í dag. „Í það minnsta kosti einn starfsmaður í skólanum hefur fundið fyrir einkennum þarna í skólahúsinu.“ Reykjavíkurborg segist í framhaldi af þessu hafa ráðist í ítarlega rýni á sögu byggingarinnar. Aflað hafi verið upplýsinga frá fasteignastjóra byggingarinnar á umhverfis- og skipulagssviði, frá fyrrum skólastjórnendum og umsjónarmanni fasteignar Korpuskóla sem hefur starfað við skólann frá upphafi. Staðan á húsnæðinu •Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla. •Engar kvartanir, ábendingar eða athugasemdir hafa borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar upp kom leki í húsnæðinu. Saga byggingarinnar •Árið 2005, á framkvæmdatíma skólans, kom vatn í loftaplötur í kjölfar leka og var lekinn strax upprættur. •Árið 2008 kom upp mygla í færanlegum kennslustofum á lóð skólans og sama ár voru kennslustofurnar fjarlægðar af lóðinni og þeim fargað. •Árið 2017 kom upp leki í byggingunni og framkvæmdum vegna hans lauk sama ár. •Eftir að framkvæmdum lauk var verkið tekið út af fagaðilum með þeirri niðurstöðu að ekki væri um myglu í húsnæðinu að ræða. •Raki getur komið upp í eignum borgarinnar fyrirvaralaust líkt og í öðrum mannvirkjum. Ef ábendingar koma um raka er strax brugðist við þeim. •Þá skal þess getið að Korpuskóla hefur verið haldið við, líkt og öðrum eignum borgarinnar í gegnum árin. Framkvæmdir nú um helgina •Um helgina var unnið að lagfæringu sýnilegra rakaskemmda í loftaklæðningu í íþróttahúsi og áhaldageymslu þess. •Um helgina var unnið að því að mála valin svæði í Korpuskóla. •Um helgina var Korpuskóli þrifinn hátt og lágt. Skólaráð Fossvogsskóla hefur farið fram á að fá ítarlegri upplýsingar um byggingu Korpuskóla og er það í vinnslu að sögn Reykjavíkurborgar. Reykjavík Grunnskólar Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg vegna flutnings nemenda við Fossvogsskóla í Korpuskóla. Nemendur fara í kynningu á skólanum á morgun og skólastarf hefst á miðvikudaginn. Í tilkynningunni er vísað til umræðu um heilnæmi húsnæðis Korpuskóla og vísað til fréttar í Morgunblaðinu í kjölfar vettvangsferðar starfsfólks og skólaráðs Fossvogsskóla í Korpuskóla í síðustu viku. „Við gátum auðvitað ekki mælt neitt þarna, en þarna voru útfellingar á plötuskilum, þrútnar loftaplötur, kíttistaumar á milli loftaplatna, sem láku niður en það gefur til kynna að þar hafi eitthvað gengið á áður,“ sagði Karl Óskar Þráinsson, formaður Foreldrafélags Fossvogsskóla, í Morgunblaðinu í dag. „Í það minnsta kosti einn starfsmaður í skólanum hefur fundið fyrir einkennum þarna í skólahúsinu.“ Reykjavíkurborg segist í framhaldi af þessu hafa ráðist í ítarlega rýni á sögu byggingarinnar. Aflað hafi verið upplýsinga frá fasteignastjóra byggingarinnar á umhverfis- og skipulagssviði, frá fyrrum skólastjórnendum og umsjónarmanni fasteignar Korpuskóla sem hefur starfað við skólann frá upphafi. Staðan á húsnæðinu •Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla. •Engar kvartanir, ábendingar eða athugasemdir hafa borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar upp kom leki í húsnæðinu. Saga byggingarinnar •Árið 2005, á framkvæmdatíma skólans, kom vatn í loftaplötur í kjölfar leka og var lekinn strax upprættur. •Árið 2008 kom upp mygla í færanlegum kennslustofum á lóð skólans og sama ár voru kennslustofurnar fjarlægðar af lóðinni og þeim fargað. •Árið 2017 kom upp leki í byggingunni og framkvæmdum vegna hans lauk sama ár. •Eftir að framkvæmdum lauk var verkið tekið út af fagaðilum með þeirri niðurstöðu að ekki væri um myglu í húsnæðinu að ræða. •Raki getur komið upp í eignum borgarinnar fyrirvaralaust líkt og í öðrum mannvirkjum. Ef ábendingar koma um raka er strax brugðist við þeim. •Þá skal þess getið að Korpuskóla hefur verið haldið við, líkt og öðrum eignum borgarinnar í gegnum árin. Framkvæmdir nú um helgina •Um helgina var unnið að lagfæringu sýnilegra rakaskemmda í loftaklæðningu í íþróttahúsi og áhaldageymslu þess. •Um helgina var unnið að því að mála valin svæði í Korpuskóla. •Um helgina var Korpuskóli þrifinn hátt og lágt. Skólaráð Fossvogsskóla hefur farið fram á að fá ítarlegri upplýsingar um byggingu Korpuskóla og er það í vinnslu að sögn Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Grunnskólar Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Sjá meira