Helsta áskorunin að bregðast við atvinnuleysi Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 18:26 Bjarni Benediktsson segir horfurnar hafa batnað til muna. Stöð 2/Arnar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir horfurnar hafa batnað og ástæða sé til aukinnar bjartsýni til framtíðar. Allir helstu vísar séu að þróast í rétta átt þessa stundina. Þetta kom fram í samtali Bjarna við fréttastofu eftir kynningu á fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Hann segir núverandi áætlun vera uppfærslu á eldri áætlun þar sem skuldahlutföllin séu að lagast og útlit fyrir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi skilað árangri. „Afkoman er að lagast heilmikið – yfir hundrað milljarða. Það vekur okkur bjartsýni inn til framtíðar. Þetta eykur líkurnar á því að við náum okkar markmiðum um að stöðva skuldasöfnunina,“ segir Bjarni. Kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður Bjarni segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kórónuveirufaraldrinum hafa verið mögulegar vegna þeirrar stöðu sem hafi verið byggð upp undanfarin ár. „Það er mjög merkilegt að kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður í gegnum árið í fyrra.“ Hann segir þó atvinnuleysið vera samfélagslegt vandamál en ríkisstjórnin hafi einnig gripið til aðgerða vegna þess. Hún hafi staðið með fyrirtækjum, lengt tekjutengt tímabil atvinnuleysisbóta og kynnt úrræði á borð við hlutabótaleiðina. „Nú erum við að opna fyrir frekari ráðningar beint af atvinnuleysisskrá. Það eru mjög kraftmiklar aðgerðir í gangi núna og hafa verið af hálfu þessarar ríkisstjórnar allan tímann, sem eru mælanlega að skila miklum árangri.“ Til lengri tíma litið sé þó stærsta áskorunin að bregðast við spám um aukið atvinnuleysi, en að mati Bjarna sé vænlegasta lausnin að skapa hvetjandi umhverfi. „Að standa með fyrirtækjum sem tímabundið standa í ströggli en eiga sér framtíðarvon, að gera eins og við höfum gert; setja peninga í fjárfestingu og inn í samkeppnissjóðina. Hvetja fyrirtæki til að stunda rannsóknir og nýsköpun á Íslandi. Standa með frumkvöðlum. Þetta skiptir allt máli því þarna er verið að sá fræjum til framtíðar sem munu skjóta rótum og vera grundvöllur að framtíðarverðmætasköpun.“ Klippa: Bjarni Benediktsson um nýja fjármálaáætlun Megináherslur ríkisstjórnarinnar endurspeglist í áætluninni Næsta ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar í haust er ekki bundin af þeirri fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Aðspurður hvaða ráð hann myndi gefa næstu ríkisstjórn segir Bjarni að áætlunin endurspeglaði megináherslur núverandi ríkisstjórnarinnar. „Að beita ríkisfjármálunum til þess að veita viðspyrnu en fara líka í fjárfestingu og standa með þeim sem ætla að skapa verðmæti á Íslandi í framtíðinni. Að huga síðan líka vel að nýtingu opinberra fjármuna, fara vel með opinbert fé og gera kröfu um aukna skilvirkni,“ segir Bjarni. „Þetta eru lykilþættir sem ég tel að muni varða veginn fram á við alveg eins og við erum nú þegar farin að sjá árangur í dag af þessum áherslum undanfarna mánuði og undanfarið ár.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Þetta kom fram í samtali Bjarna við fréttastofu eftir kynningu á fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Hann segir núverandi áætlun vera uppfærslu á eldri áætlun þar sem skuldahlutföllin séu að lagast og útlit fyrir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi skilað árangri. „Afkoman er að lagast heilmikið – yfir hundrað milljarða. Það vekur okkur bjartsýni inn til framtíðar. Þetta eykur líkurnar á því að við náum okkar markmiðum um að stöðva skuldasöfnunina,“ segir Bjarni. Kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður Bjarni segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kórónuveirufaraldrinum hafa verið mögulegar vegna þeirrar stöðu sem hafi verið byggð upp undanfarin ár. „Það er mjög merkilegt að kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður í gegnum árið í fyrra.“ Hann segir þó atvinnuleysið vera samfélagslegt vandamál en ríkisstjórnin hafi einnig gripið til aðgerða vegna þess. Hún hafi staðið með fyrirtækjum, lengt tekjutengt tímabil atvinnuleysisbóta og kynnt úrræði á borð við hlutabótaleiðina. „Nú erum við að opna fyrir frekari ráðningar beint af atvinnuleysisskrá. Það eru mjög kraftmiklar aðgerðir í gangi núna og hafa verið af hálfu þessarar ríkisstjórnar allan tímann, sem eru mælanlega að skila miklum árangri.“ Til lengri tíma litið sé þó stærsta áskorunin að bregðast við spám um aukið atvinnuleysi, en að mati Bjarna sé vænlegasta lausnin að skapa hvetjandi umhverfi. „Að standa með fyrirtækjum sem tímabundið standa í ströggli en eiga sér framtíðarvon, að gera eins og við höfum gert; setja peninga í fjárfestingu og inn í samkeppnissjóðina. Hvetja fyrirtæki til að stunda rannsóknir og nýsköpun á Íslandi. Standa með frumkvöðlum. Þetta skiptir allt máli því þarna er verið að sá fræjum til framtíðar sem munu skjóta rótum og vera grundvöllur að framtíðarverðmætasköpun.“ Klippa: Bjarni Benediktsson um nýja fjármálaáætlun Megináherslur ríkisstjórnarinnar endurspeglist í áætluninni Næsta ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar í haust er ekki bundin af þeirri fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Aðspurður hvaða ráð hann myndi gefa næstu ríkisstjórn segir Bjarni að áætlunin endurspeglaði megináherslur núverandi ríkisstjórnarinnar. „Að beita ríkisfjármálunum til þess að veita viðspyrnu en fara líka í fjárfestingu og standa með þeim sem ætla að skapa verðmæti á Íslandi í framtíðinni. Að huga síðan líka vel að nýtingu opinberra fjármuna, fara vel með opinbert fé og gera kröfu um aukna skilvirkni,“ segir Bjarni. „Þetta eru lykilþættir sem ég tel að muni varða veginn fram á við alveg eins og við erum nú þegar farin að sjá árangur í dag af þessum áherslum undanfarna mánuði og undanfarið ár.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira