Hefur drukkið kaffi með öllum forsetum lýðveldisins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. mars 2021 21:21 Hin níutíu og tveggja ára prestsfrú Vigdís Jack hefur nú farið í kaffi til allra forseta lýðveldisins, eftir að Guðni Th. Jóhannesson bauð henni og fjölskyldu hennar heim í dag. Bæði sögðu þau það mikinn heiður að fá að hitta hvort annað. Sveitastelpan sem varð prestsfrú er nafn bókar Gyðu Skúladóttur sem fjallar um ævi ömmu hennar, Vigdísar Jack. Vigdís fæddist í torfbæ og hún sá bíl og rafmagnsljós í fyrsta sinn níu ára gömul og var 27 ára þegar hún fékk að búa við rennandi vatn. Guðni Th. Jóhannesson las bókina nýverið, og staldraði þar við kafla um heimsóknir Vigdísar til allra forseta lýðveldisins - nema hans. „Og ég hugsaði þá þegar með mér – úr þessu verðum við að bæta,“ sagði Guðni þegar hann hitti Vigdísi í dag. Ástæða heimsóknanna var sú að í fyrri tíð var viðhöfð sú hefð að forsetar byðu prestum og prestsfrúm til kaffisamsætis. Bæði lýstu þau þakklæti og sögðu það heiður að hafa fengið að koma saman í dag. „Ég segi frá því í bókinni að ég hefði farið í kaffi til allra forsetanna, nema Guðna, því hann er náttúrlega svo ungur og ég er orðin svo gömul,“ segir Vigdís og hlær. Hún segir eina heimsóknina standa upp úr. „Sérstaklega man ég eftir yndislegri stund. Það var messa hérna og altarisganga. Og það var sú hátíðlegasta athöfn sem ég hef verið í,“ segir hún, en sú hátíð var í forsetatíð Ásgeirs Ásgeirssonar. Vigdís Jack var til viðtals í þættinum Margra barna mæður árið 2015, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Sveinn Björnsson Ásgeir Ásgeirsson Kristján Eldjárn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sveitastelpan sem varð prestsfrú er nafn bókar Gyðu Skúladóttur sem fjallar um ævi ömmu hennar, Vigdísar Jack. Vigdís fæddist í torfbæ og hún sá bíl og rafmagnsljós í fyrsta sinn níu ára gömul og var 27 ára þegar hún fékk að búa við rennandi vatn. Guðni Th. Jóhannesson las bókina nýverið, og staldraði þar við kafla um heimsóknir Vigdísar til allra forseta lýðveldisins - nema hans. „Og ég hugsaði þá þegar með mér – úr þessu verðum við að bæta,“ sagði Guðni þegar hann hitti Vigdísi í dag. Ástæða heimsóknanna var sú að í fyrri tíð var viðhöfð sú hefð að forsetar byðu prestum og prestsfrúm til kaffisamsætis. Bæði lýstu þau þakklæti og sögðu það heiður að hafa fengið að koma saman í dag. „Ég segi frá því í bókinni að ég hefði farið í kaffi til allra forsetanna, nema Guðna, því hann er náttúrlega svo ungur og ég er orðin svo gömul,“ segir Vigdís og hlær. Hún segir eina heimsóknina standa upp úr. „Sérstaklega man ég eftir yndislegri stund. Það var messa hérna og altarisganga. Og það var sú hátíðlegasta athöfn sem ég hef verið í,“ segir hún, en sú hátíð var í forsetatíð Ásgeirs Ásgeirssonar. Vigdís Jack var til viðtals í þættinum Margra barna mæður árið 2015, líkt og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan.
Forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir Ólafur Ragnar Grímsson Sveinn Björnsson Ásgeir Ásgeirsson Kristján Eldjárn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira