Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2021 21:01 Súrálsskipið lagðist að bryggju á Reyðarfirði síðdegis á laugardag. Vísir/Vilhelm Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. Þegar súrálsflutningaskipið Taurus Confidence lagðist að bryggju á Reyðarfirði á laugardag voru sjö af 19 manna áhöfn með einkenni Covid-19. Sýnataka leiddi í ljós að tíu voru smitaðir. Skipið kemur frá Brasilíu og flytur súrál frá Suður-Ameríku til Evrópu. Sóttvarnalæknir telur að skipverjarnir séu smitaðir af hinu svokallaða brasilíska afbrigði kórónuveirunnar en raðgreining mun ekki liggja fyrir fyrr en á morgun. Fengu upplýsingar um veikindin með krókaleiðum Hafþór Eide Hansson yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði fór um borð í skipið síðdegis á laugardag, líkt og skylt er samkvæmt lögum. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi verið um borð í skipinu í um tvo og hálfan tíma. Þá hafi það ekki komið í ljós nema gegnum krókaleiðir að áhöfn skipsins væri veik, líkt og Mbl greindi frá fyrr í kvöld. „Þetta var bara tilkynnt til Landhelgisgæslu milli ellefu og tólf þarna um hádegi að væru veikindi um borð í skipinu. Þetta kom eftir einhverjum krókaleiðum sem er náttúrulega alveg forkastanlegt,“ segir Hafþór. „Umboðsmaður Nesskips þefaði þetta upp og sendi þá strax tölvupóst til Landhelgisgæslunnar sem hringir í okkur fyrir austan til að upplýsa okkur um stöðu mála um borð í skipinu. Það má alveg segja það að hafi munað mjóu. Þetta hefði átt að liggja fyrir bara þegar skipið kemur inn í 200 mílurnar, og raunar fyrr, vegna þess að þeir eru fjórtán, fimmtán daga að sigla frá Brasilíu og til Reyðarfjarðar og á fimmta degi fara þeir að finna fyrir einkennum. Þannig að þetta var ansi skrýtið.“ Skipstjórinn fárveikur Hafþór gerði allar mögulegar sóttvarnaráðstafanir áður en hann steig um borð. Hann klæddi sig í sóttvarnagalla frá slökkviliðinu á Reyðarfirði og setti á sig grímu, skerm og hanska – en tekur fram að hann sé óbólusettur. „Ég reyndi að verja mig mjög vel áður en ég fór upp í brúna.“ Þá hafi hann reynt að halda sig eins fjarri áhöfninni og hann gat. „Þegar ég kem upp í brú eru þar þrír menn. Skipstjórinn situr þarna í stól þarna í miðjunni og er að mínu mati fárveikur. Hann skipti sér ekkert af stjórn skipsins. Svo var þarna stýrimaður og annar maður sem var að stýra skipinu, þannig að ég reyndi að halda mér í sem mestri fjarlægð frá þeim og svo stjórna ég algjörlega aðgerðum til að koma skipinu að bryggju, öðruvísi hefði skipið ekki komist að bryggju nema með minni hjálp og dráttarbáts.“ Varð bylt við þegar Covid-greiningin var staðfest Hafþór fékk svo að vita það snemma í gærkvöldi að tíu skipverjar hefðu greinst með Covid. „Mér varð náttúrulega bylt við vegna þess að ég vildi helst ekki fara um borð í þetta skip, fyrst það voru þarna sex, átta menn veikir að koma frá Brasilíu. En ég passaði mig reyndar rosalega vel að koma ekkert nálægt þessum þremur mönnum sem þar voru, og sérstaklega skipstjóranum sem var mjög lasinn.“ Hafþór er nú komin í sóttkví og verður næstu daga. Hann verður ekki boðaður í skimun fyrr en í lok vikunnar. „Ég bíð bara rólegur þangað til. En það er allavega mín skoðun að það eigi ekkert að vera að senda menn um borð í þessi skip sem er ekki búið að bólusetja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Tengdar fréttir Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. 22. mars 2021 19:02 Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21. mars 2021 21:54 Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Þegar súrálsflutningaskipið Taurus Confidence lagðist að bryggju á Reyðarfirði á laugardag voru sjö af 19 manna áhöfn með einkenni Covid-19. Sýnataka leiddi í ljós að tíu voru smitaðir. Skipið kemur frá Brasilíu og flytur súrál frá Suður-Ameríku til Evrópu. Sóttvarnalæknir telur að skipverjarnir séu smitaðir af hinu svokallaða brasilíska afbrigði kórónuveirunnar en raðgreining mun ekki liggja fyrir fyrr en á morgun. Fengu upplýsingar um veikindin með krókaleiðum Hafþór Eide Hansson yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði fór um borð í skipið síðdegis á laugardag, líkt og skylt er samkvæmt lögum. Hann segir í samtali við Vísi að hann hafi verið um borð í skipinu í um tvo og hálfan tíma. Þá hafi það ekki komið í ljós nema gegnum krókaleiðir að áhöfn skipsins væri veik, líkt og Mbl greindi frá fyrr í kvöld. „Þetta var bara tilkynnt til Landhelgisgæslu milli ellefu og tólf þarna um hádegi að væru veikindi um borð í skipinu. Þetta kom eftir einhverjum krókaleiðum sem er náttúrulega alveg forkastanlegt,“ segir Hafþór. „Umboðsmaður Nesskips þefaði þetta upp og sendi þá strax tölvupóst til Landhelgisgæslunnar sem hringir í okkur fyrir austan til að upplýsa okkur um stöðu mála um borð í skipinu. Það má alveg segja það að hafi munað mjóu. Þetta hefði átt að liggja fyrir bara þegar skipið kemur inn í 200 mílurnar, og raunar fyrr, vegna þess að þeir eru fjórtán, fimmtán daga að sigla frá Brasilíu og til Reyðarfjarðar og á fimmta degi fara þeir að finna fyrir einkennum. Þannig að þetta var ansi skrýtið.“ Skipstjórinn fárveikur Hafþór gerði allar mögulegar sóttvarnaráðstafanir áður en hann steig um borð. Hann klæddi sig í sóttvarnagalla frá slökkviliðinu á Reyðarfirði og setti á sig grímu, skerm og hanska – en tekur fram að hann sé óbólusettur. „Ég reyndi að verja mig mjög vel áður en ég fór upp í brúna.“ Þá hafi hann reynt að halda sig eins fjarri áhöfninni og hann gat. „Þegar ég kem upp í brú eru þar þrír menn. Skipstjórinn situr þarna í stól þarna í miðjunni og er að mínu mati fárveikur. Hann skipti sér ekkert af stjórn skipsins. Svo var þarna stýrimaður og annar maður sem var að stýra skipinu, þannig að ég reyndi að halda mér í sem mestri fjarlægð frá þeim og svo stjórna ég algjörlega aðgerðum til að koma skipinu að bryggju, öðruvísi hefði skipið ekki komist að bryggju nema með minni hjálp og dráttarbáts.“ Varð bylt við þegar Covid-greiningin var staðfest Hafþór fékk svo að vita það snemma í gærkvöldi að tíu skipverjar hefðu greinst með Covid. „Mér varð náttúrulega bylt við vegna þess að ég vildi helst ekki fara um borð í þetta skip, fyrst það voru þarna sex, átta menn veikir að koma frá Brasilíu. En ég passaði mig reyndar rosalega vel að koma ekkert nálægt þessum þremur mönnum sem þar voru, og sérstaklega skipstjóranum sem var mjög lasinn.“ Hafþór er nú komin í sóttkví og verður næstu daga. Hann verður ekki boðaður í skimun fyrr en í lok vikunnar. „Ég bíð bara rólegur þangað til. En það er allavega mín skoðun að það eigi ekkert að vera að senda menn um borð í þessi skip sem er ekki búið að bólusetja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Tengdar fréttir Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. 22. mars 2021 19:02 Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21. mars 2021 21:54 Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. 22. mars 2021 19:02
Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21. mars 2021 21:54
Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15