Innlent

Fimm hand­teknir vegna líkams­á­rásar í Garða­bæ

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hópur manna er grunaður um að hafa ráðist að tveimur öðrum mönnum í Garðabæ í gærkvöldi.
Hópur manna er grunaður um að hafa ráðist að tveimur öðrum mönnum í Garðabæ í gærkvöldi. Vísir/Egill

Fimm menn voru handteknir í Garðabæ í gærkvöldi grunaðir um líkamsárás. Í dagbók lögreglu segir að tilkynning um hafi borist málið klukkan 22:20.

Þar kemur einnig fram að hópur manna hafi ráðist á tvo aðra menn og veitt þeim áverka. Fimm voru handteknir á vettvangi, færðir á lögreglustöð og svo í fangageymslu.

Þeir sem ráðist var á voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar. Ekki er vitað nánar um áverka þeirra að því er segir í dagbók lögreglu.

Þá var tilkynnt um umferðaróhapp og eignaspjöll í hverfi 108 í nótt. Ekið var á kyrrstæðan bíl á bílastæði við blokk í hverfinu.

Ökumaðurinn fór síðan út úr bílnum og braut rúðu í íbúð sem þarna var nærri. Hann fór síðan aftur í bíl sinn og ók burt.

Skömmu síðar höfðu lögreglumenn afskipti af ökumanninum og tóku skýrslu af honum vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×