Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2021 08:54 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vilja stoppa í götin. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. Um er að ræða minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni þar sem lagt er til að börn fari líka í sýnatöku á landamærum auk þess sem fólk frá ákveðnum áhættusvæðum verði skyldað til að dvelja í farsóttarhúsi við komuna. „Við erum að reyna að stoppa í þessi göt á landamærunum eins og við getum,“ sagði Svandís í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur nú yfir fundur formanna ríkisstjórnarflokkanna með Þórólfi áður en ráðherrarnir hefja fund sinn klukkan hálf tíu. Þórólfur hafði orð á því á upplýsingafundi Almannavarna í gær að það væri staðreynd að fólk væri að brjóta sóttkví hér á landi. Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá slíkum brotum seint í gær en um var að ræða fólk sem naut sín á skíðum og átti bókað flug heim daginn fyrir seinni skimun. Fimm greindust með kórónuveirusmit á sunnudag og voru þrír utan sóttkvíar. Vegna smita um helgina eru á þriðja hundrað manns í sóttkví. Þórólfur sagðist á upplýsingafundinum í gær ljóst að grípa þyrfti til hertra aðgerða ef ljóst þætti að veiran væri farin að dreifa sér. Hann sagði þó ekki skipta öllu máli hvort það yrði gert í dag (í gær) eða á morgun (í dag). Þjóðhagsspá spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01 Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. 22. mars 2021 19:02 Sóttkvíarbrjótar áttu bókað flug heim degi eftir seinni skimun Lögregla á Norðurlandi vestra sektaði tvo ferðamenn um helgina fyrir brot á sóttkví. Eftir komuna til landsins fóru ferðamennirnir í ferðir á bíl og á skíði. Þá áttu þeir bókað flug heim einum degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. 22. mars 2021 18:15 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Um er að ræða minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni þar sem lagt er til að börn fari líka í sýnatöku á landamærum auk þess sem fólk frá ákveðnum áhættusvæðum verði skyldað til að dvelja í farsóttarhúsi við komuna. „Við erum að reyna að stoppa í þessi göt á landamærunum eins og við getum,“ sagði Svandís í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur nú yfir fundur formanna ríkisstjórnarflokkanna með Þórólfi áður en ráðherrarnir hefja fund sinn klukkan hálf tíu. Þórólfur hafði orð á því á upplýsingafundi Almannavarna í gær að það væri staðreynd að fólk væri að brjóta sóttkví hér á landi. Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá slíkum brotum seint í gær en um var að ræða fólk sem naut sín á skíðum og átti bókað flug heim daginn fyrir seinni skimun. Fimm greindust með kórónuveirusmit á sunnudag og voru þrír utan sóttkvíar. Vegna smita um helgina eru á þriðja hundrað manns í sóttkví. Þórólfur sagðist á upplýsingafundinum í gær ljóst að grípa þyrfti til hertra aðgerða ef ljóst þætti að veiran væri farin að dreifa sér. Hann sagði þó ekki skipta öllu máli hvort það yrði gert í dag (í gær) eða á morgun (í dag). Þjóðhagsspá spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01 Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. 22. mars 2021 19:02 Sóttkvíarbrjótar áttu bókað flug heim degi eftir seinni skimun Lögregla á Norðurlandi vestra sektaði tvo ferðamenn um helgina fyrir brot á sóttkví. Eftir komuna til landsins fóru ferðamennirnir í ferðir á bíl og á skíði. Þá áttu þeir bókað flug heim einum degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. 22. mars 2021 18:15 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Sjá meira
Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01
Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. 22. mars 2021 19:02
Sóttkvíarbrjótar áttu bókað flug heim degi eftir seinni skimun Lögregla á Norðurlandi vestra sektaði tvo ferðamenn um helgina fyrir brot á sóttkví. Eftir komuna til landsins fóru ferðamennirnir í ferðir á bíl og á skíði. Þá áttu þeir bókað flug heim einum degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. 22. mars 2021 18:15