Uppskriftina að afmæliskökunni í þættinum má finna hér fyrir neðan. Eva Laufey mælir með því að gera þrjá botna í þremur 20 cm kökuformum.
Hráefni:
- 170 g smjör MS, við stofuhita
- 550 g sykur
- 5 stk egg
- 380 g hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 1 tsk salt
- 1 dl hrein ab mjólk frá MS
- 1 dl nýmjólk
- 2 tsk vanilludropar
- 1 dl sprinkles (litríkt kökuskraut)
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C (blástur).
- Smyrjið formin og setjið smjörpappír í botninn.
- Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan verður létt og ljós.
- Blandið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli.
- Sigtið þurrefnin saman og hrærið vel.
- Hellið ab mjólkinni, mjólkinni og vanilludropum saman við og hrærið.
- Í lokin hellið þið litríku kökuskrauti út í og hrærið saman við deigið með sleikju.
- Smyrjið tvö form og setjið smjörpappír í botninn á tveimur hringlaga formum.
- Hellið deiginu jafnt í formin og bakið við 180°C, blástur í 20 – 22 mínútur.
- Kælið botnana áður en þið setjið kremið á.
- Setjið krem á milli botnanna og þekjið kökuna með kremið (sjá fyrir neðan).

Hvítt súkkulaðikrem
- 500 g smjör, við stofhita
- 500 g flórsykur, við stofuhita
- 2 tsk vanilludropar
- 150 g hvítt súkkulaði
- Matarlitur að eigin vali
- Skraut að eigin vali
Aðferð:
- Þeytið smjör í nokkrar mínútur þar til það er orðið létt og ljóst, bætið flórsykrinum saman við í nokkrum skömmtum og þeytið áfram.
- Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið út í deigið, haldið áfram að þeyta.
- Litið gjarnan kremið að vild með matarlit að eigin vali.
Brot úr þættinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Í þáttunum Blindur bakstur fá keppendur hvorki að vita hvað þau eiga að baka né hvað uppskriftin inniheldur, þau þurfa algjörlega að fylgja leiðbeiningum Evu í blindni. Í lokin eru kökurnar svo skoðaðar og bornar saman við köku Evu Laufeyjar, sem svo fær að velja hvor þáttakandi stóð sig betur í að baka í blindni. Þættirnir eru sýndir á laugardagskvöldum á Stöð 2.