Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2021 12:10 Eldgos við Fagradallsfjall. RAX Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. Um tveggja kílómetra bílaröð við Grindavík er til marks um þann mikla fjölda fólks sem hyggst freista þess að berja eldgosið í Geldingadal augum nú þegar veðrið hefur gengið niður. Náttúruvársérfræðingar hafa þó áhyggjur af gasmengun því í hægviðri ná skaðlegar gastegundir frekar að safnast fyrir í dölum og dældum. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur var spurð hvort óhætt sé að vera nálægt eldgosinu í dag. „Eins og er ætti að vera allt í lagi að vera þar á ferðinni núna en miðað við spána seinni partinn í kvöld og á morgun þá mælum við alls ekki með því að fólk sé þarna í kvöld og að fólk sem er á svæðinu komi sér frá í síðasta lagi um fimmleytið og að enginn sé á leiðinni á svæðið eftir þann tíma. Fólk verður að halda sér uppi á hæðum og alls ekki fara niður í dali eða dældir.“ Ein lofttegundin lyktar-og litlaus Nýjasta veðurspáin gerir ráð fyrir að vindstyrkur gæti jafnvel farið undir þrjá metra á sekúndu síðdegis og því sé alls ekki sniðugt að vera nálægt eldstöðvunum á þeim tíma. Vísindamenn hafa aðallega áhyggjur af þremur gastegundum. Ein þeirra, kolmónoxíð, er sérstaklega lúmsk. Hún er eitruð lofttegund sem er lyktar- og litlaus. „Við sjáum hana ekki og finnum ekki lyktina af henni og það getur verið mjög hættulegt“ Í þessum töluðu orðum eru fulltrúar Veðurstofunnar við gasmælingar í Geldingadal. Bryndís segir að niðurstöður muni sennilega ekki liggja fyrir fyrr en seinni partinn í dag eða kvöld þegar þeir hafa náð að vinna úr gögnum sínum. Staðan getur breyst hratt og því vissara að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum. Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 Löng bílaröð á slóðum gossins Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall. 23. mars 2021 10:50 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Um tveggja kílómetra bílaröð við Grindavík er til marks um þann mikla fjölda fólks sem hyggst freista þess að berja eldgosið í Geldingadal augum nú þegar veðrið hefur gengið niður. Náttúruvársérfræðingar hafa þó áhyggjur af gasmengun því í hægviðri ná skaðlegar gastegundir frekar að safnast fyrir í dölum og dældum. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur var spurð hvort óhætt sé að vera nálægt eldgosinu í dag. „Eins og er ætti að vera allt í lagi að vera þar á ferðinni núna en miðað við spána seinni partinn í kvöld og á morgun þá mælum við alls ekki með því að fólk sé þarna í kvöld og að fólk sem er á svæðinu komi sér frá í síðasta lagi um fimmleytið og að enginn sé á leiðinni á svæðið eftir þann tíma. Fólk verður að halda sér uppi á hæðum og alls ekki fara niður í dali eða dældir.“ Ein lofttegundin lyktar-og litlaus Nýjasta veðurspáin gerir ráð fyrir að vindstyrkur gæti jafnvel farið undir þrjá metra á sekúndu síðdegis og því sé alls ekki sniðugt að vera nálægt eldstöðvunum á þeim tíma. Vísindamenn hafa aðallega áhyggjur af þremur gastegundum. Ein þeirra, kolmónoxíð, er sérstaklega lúmsk. Hún er eitruð lofttegund sem er lyktar- og litlaus. „Við sjáum hana ekki og finnum ekki lyktina af henni og það getur verið mjög hættulegt“ Í þessum töluðu orðum eru fulltrúar Veðurstofunnar við gasmælingar í Geldingadal. Bryndís segir að niðurstöður muni sennilega ekki liggja fyrir fyrr en seinni partinn í dag eða kvöld þegar þeir hafa náð að vinna úr gögnum sínum. Staðan getur breyst hratt og því vissara að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 Löng bílaröð á slóðum gossins Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall. 23. mars 2021 10:50 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41
Löng bílaröð á slóðum gossins Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall. 23. mars 2021 10:50
Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27