Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ.
Þar segir að deildirnar hafi ekki verið nýttar í daglegu starfi, heldur til sérkennslu fyrir litla hópa. Því muni lokunin koma til með að hafa takmörkuð áhrif á leikskólastarfið.
76 börn eru í skólanum.
„Myglan greindist í kjölfar einkenna starfsmanns sem grunur lék á að rekja mætti til mygluskemmda. Verkfræðistofan Mannvit fengin til að taka sýni og senda til greiningar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Ekki fannst mygla í þeim sýnum.
Til þess að gæta að öryggi nemenda og starfsmanna var farið í frekari sýnatöku og þá tekin sýni úr einangrun útveggjar og gipsklæðningu á suðvesturhlið, þar sem vart hafði orðið við leka. Niðurstaða úr þeirri greiningu sem kemur frá Náttúrufræðistofnun Íslands sýnir myglu í útvegg deildarinnar.
Viðgerðir á Austurkór eru þegar hafnar. Til stendur að fjarlægja einangrun innandyra og klæða húsið að utan á sambærilegan hátt og á norðurhlið hússins.
Fundað hefur verið með foreldraráði og starfsfólki skólans og þá hafa foreldrar í leikskólanum verið upplýstir um stöðu málsins,“ segir í tilkynningunni.