Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 20:51 Hið minnsta þrír nemendur í sjötta bekk í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Enginn starfsmaður hefur greinst fyrir utan kennarann sem greindist fyrstur. Reykjavíkurborg Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. Hátt í fimm hundruð manns eru í sóttkví eftir kórónuveirusmit sem hafa greinst síðustu daga. Í þeim hópi eru um níutíu nemendur og starfsmenn Laugarnesskóla. Þá var allur fimmti flokkur fótboltastráka í Þrótti sendur í sóttkví í morgun - eða hátt í eitt hundrað strákar á ellefta og tólfta aldursári. Nemandinn sem greindist fyrstur í skólanum æfir fótbolta hjá félaginu. Fleiri gætu greinst í kvöld Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla segir í samtali við Vísi að mjög margir nemendur hafi farið í sýnatöku í dag. Ekki liggi fyrir niðurstöður hjá öllum en að minnsta kosti þrír nemendur í sjötta bekk, sem allir voru þegar í sóttkví, hafi greinst með veiruna. Fleiri gætu greinst í kvöld. Smit hefur nú verið staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. „Góðu fréttirnar eru að töluverður fjöldi starfsmanna hjá okkur, kennarar, stuðningsfulltrúar og þroskaþjálfar, hafa verið skimaðir en hafa allir reynst neikvæðir,“ segir Björn. Þá veit hann ekki til þess að foreldrar barna í umræddum bekkjum hafi smitast. Saman á fótboltamóti Björn sat fjarfund með smitrakningarteymi almannavarna, borgaryfirvöldum og fleirum í kvöld. Hann segir að ekki liggi fyrir hvar eða hvernig nemendurnir smituðust; hvort smitið megi rekja til kennarans eða einhvers annars. Kennarinn hafi þó kennt fjórum bekkjum daginn sem hann var síðast í vinnu í liðinni viku. Þá hafi einhverjir nemendanna jafnframt verið saman á fótboltamóti um helgina. Enn sem komið er hafa fleiri ekki þurft að fara í sóttkví vegna nýju smitanna. Björn segir að það gæti þó breyst eftir því sem smitrakningu vindur fram. Þá þurfi bekkjarfélagar þeirra sem greindust í dag að vera í sóttkví í nokkra daga umfram það sem áður var ákveðið. Björn segir að áfram verði fylgst náið með gangi mála í skólanum og brugðist við eins og þarf. „Það eru allir algjörlega á tánum með þetta.“ Bilun í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans tafði greiningu Covid-sýna í gær. Aðeins einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var sá í sóttkví. Ekki er reiknað með að marktækar tafir hafi verið á greiningu sýna í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23. mars 2021 11:10 Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Hátt í fimm hundruð manns eru í sóttkví eftir kórónuveirusmit sem hafa greinst síðustu daga. Í þeim hópi eru um níutíu nemendur og starfsmenn Laugarnesskóla. Þá var allur fimmti flokkur fótboltastráka í Þrótti sendur í sóttkví í morgun - eða hátt í eitt hundrað strákar á ellefta og tólfta aldursári. Nemandinn sem greindist fyrstur í skólanum æfir fótbolta hjá félaginu. Fleiri gætu greinst í kvöld Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla segir í samtali við Vísi að mjög margir nemendur hafi farið í sýnatöku í dag. Ekki liggi fyrir niðurstöður hjá öllum en að minnsta kosti þrír nemendur í sjötta bekk, sem allir voru þegar í sóttkví, hafi greinst með veiruna. Fleiri gætu greinst í kvöld. Smit hefur nú verið staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. „Góðu fréttirnar eru að töluverður fjöldi starfsmanna hjá okkur, kennarar, stuðningsfulltrúar og þroskaþjálfar, hafa verið skimaðir en hafa allir reynst neikvæðir,“ segir Björn. Þá veit hann ekki til þess að foreldrar barna í umræddum bekkjum hafi smitast. Saman á fótboltamóti Björn sat fjarfund með smitrakningarteymi almannavarna, borgaryfirvöldum og fleirum í kvöld. Hann segir að ekki liggi fyrir hvar eða hvernig nemendurnir smituðust; hvort smitið megi rekja til kennarans eða einhvers annars. Kennarinn hafi þó kennt fjórum bekkjum daginn sem hann var síðast í vinnu í liðinni viku. Þá hafi einhverjir nemendanna jafnframt verið saman á fótboltamóti um helgina. Enn sem komið er hafa fleiri ekki þurft að fara í sóttkví vegna nýju smitanna. Björn segir að það gæti þó breyst eftir því sem smitrakningu vindur fram. Þá þurfi bekkjarfélagar þeirra sem greindust í dag að vera í sóttkví í nokkra daga umfram það sem áður var ákveðið. Björn segir að áfram verði fylgst náið með gangi mála í skólanum og brugðist við eins og þarf. „Það eru allir algjörlega á tánum með þetta.“ Bilun í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans tafði greiningu Covid-sýna í gær. Aðeins einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var sá í sóttkví. Ekki er reiknað með að marktækar tafir hafi verið á greiningu sýna í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23. mars 2021 11:10 Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22
Rúmlega 400 manns í sóttkví Þeim fjölgar mjög á milli daga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirusmita. Í gær voru tæplega 200 einstaklingar í sóttkví en í dag eru þeir 435 samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. 23. mars 2021 11:10
Einn greindist innanlands í gær Einn einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Hann var í sóttkví. 23. mars 2021 09:44