Tímasetningin „eins slæm og hugsast getur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. mars 2021 00:13 Jón Páll Haraldsson er skólastjóri Laugalækjarskóla. Visir/Egill Skólastjóri Laugalækjarskóla segir að skimunarsóttkví sem allir nemendur skólans hafa verið sendir í á morgun, 24. mars, gæti varla hafa komið á verri tíma. Árshátíð 8.-10. bekkja skólans, hápunktur ársins, átti að fara fram á morgun en hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna ástandsins. Tilkynnt var í kvöld að allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fari í úrvinnslusóttkví 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana eftir að fleiri nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í kvöld. Áður höfðu í það minnsta fjórir nemendur og einn kennari greinst. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla segir í samtali við Vísi að ekkert smit hafi komið upp í skólanum. Mikill samgangur sé þó milli nemenda í Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla; skólarnir tveir séu næstum eins og einn. Alveg grútspæld Ýmiss konar íþrótta- og tómstundastarf fellur niður í hverfinu vegna smitanna og sóttkvíarinnar. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, 24. mars, auk frístundastarfs í Laugarseli og Dalheimum. Þá mun starf í félagsmiðstöðinni Laugó og starf skólahljómsveitar einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur. Þá þurfti að fresta árshátíð 8.-10. bekkja Laugalækjarskóla sem fara átti fram á morgun; daginn sem allir nemendur skólans eru skikkaðir í úrvinnslusóttkví. „Þannig að tímasetningin er eins slæm og hugsast gæti verið. Endalaus undirbúningur að baki hjá fjölda krakka og kennara. Þetta er uppáhalds dagur ársins hjá okkur öllum. Þannig að við erum alveg grútspæld,“ segir Jón Páll. Árshátíðin hefði verið haldin með breyttu sniði í ár vegna samkomutakmarkanna – en íburðurinn sá sami og árin á undan. „Það er máltíð, það er skemmtiatriði og það er dansað. En búið að setja allt í sóttvarnabúning með hólfunum og fleira. Og það eru fleiri skólar í þessum sporum núna en þetta hittir svona sérstaklega illa á fyrir okkur.“ Jón Páll gerir ráð fyrir að árshátíðin verði haldin seinna þegar aðstæður batni. Þá reiknar hann með að flestir nemendanna losni úr úrvinnslusóttkví á morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Tilkynnt var í kvöld að allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla fari í úrvinnslusóttkví 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana eftir að fleiri nemendur í 6. bekk í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í kvöld. Áður höfðu í það minnsta fjórir nemendur og einn kennari greinst. Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla segir í samtali við Vísi að ekkert smit hafi komið upp í skólanum. Mikill samgangur sé þó milli nemenda í Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla; skólarnir tveir séu næstum eins og einn. Alveg grútspæld Ýmiss konar íþrótta- og tómstundastarf fellur niður í hverfinu vegna smitanna og sóttkvíarinnar. Allar íþróttaæfingar barna í Þrótti á grunnskólaaldri falla niður á morgun, 24. mars, auk frístundastarfs í Laugarseli og Dalheimum. Þá mun starf í félagsmiðstöðinni Laugó og starf skólahljómsveitar einnig liggja niðri meðan á úrvinnslusóttkví stendur. Þá þurfti að fresta árshátíð 8.-10. bekkja Laugalækjarskóla sem fara átti fram á morgun; daginn sem allir nemendur skólans eru skikkaðir í úrvinnslusóttkví. „Þannig að tímasetningin er eins slæm og hugsast gæti verið. Endalaus undirbúningur að baki hjá fjölda krakka og kennara. Þetta er uppáhalds dagur ársins hjá okkur öllum. Þannig að við erum alveg grútspæld,“ segir Jón Páll. Árshátíðin hefði verið haldin með breyttu sniði í ár vegna samkomutakmarkanna – en íburðurinn sá sami og árin á undan. „Það er máltíð, það er skemmtiatriði og það er dansað. En búið að setja allt í sóttvarnabúning með hólfunum og fleira. Og það eru fleiri skólar í þessum sporum núna en þetta hittir svona sérstaklega illa á fyrir okkur.“ Jón Páll gerir ráð fyrir að árshátíðin verði haldin seinna þegar aðstæður batni. Þá reiknar hann með að flestir nemendanna losni úr úrvinnslusóttkví á morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51 Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43
Smit staðfest í fjórum af fimm bekkjum Að minnsta kosti þrír nemendur í Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í dag. Þeir voru allir í sóttkví. Áður hafði einn nemandi auk kennara greinst með veiruna í skólanum. Smit eru nú staðfest í fjórum af fimm sjöttu bekkjum skólans. 23. mars 2021 20:51
Bilun í tækjabúnaði tafði greiningu Covid-sýna í gær Bilun kom upp í greiningartæki sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans í gær sem tafði greiningu Covid-sýna. Ekki er reiknað með að það verði marktækar tafir á greiningu sýna í dag. 23. mars 2021 13:22