„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. mars 2021 11:46 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðgreiningar, telur að fjórða bylgja faraldursins sé hafin. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst síðan 30. nóvember. Þrír voru utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru allir í sóttkví. Þar á meðal eru ellefu börn í Laugarnesskóla sem greindust með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum að hertum aðgerðum innanlands til heilbrigðisráðherra og kemur ríkisstjórnin saman til aukafundar í dag til að ræða þær tillögur. Í kjölfarið verður að öllum líkindum boðað til blaðamannafundar. „Ég held að það sé kominn tími til að skella öllu í lás og ég yrði mjög hissa ef það yrði ekki gert. Ástandið er þannig að ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi. Ég held að það væri barnaskapur að reikna með einhverju öðru. Ég yrði steinhissa ef það yrði ekki skellt í lás í dag og við hefðum betur gert það strax á mánudaginn,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir engar tölur liggja fyrir sem geri það kleift að spá fyrir um hversu útbreitt smitið er en segir mjög líklegt að það sé komið ansi víða. Spurður út í hvaða hertu aðgerðir hann sjái fyrir sér nefnir hann tíu manna samkomubann og lokanir staða eins og leikhúsa og kvikmyndahúsa. „Því þetta er býsna alvarlegt og þú manst hvað þriðja bylgjan var okkur erfið og dýr. Ef við grípum í taumana harkalega núna þá er sá möguleiki fyrir hendi að þetta þurfi ekki að endast mjög lengi.“ Raðgreining smitanna sem komu upp um helgina hefur leitt í ljós að smitin eigin rætur sínar í einhverju sem hefur komist inn í landið framhjá kerfinu sem viðhaft er á landamærunum. „Því að þetta eru smit með stökkbreytingarmynstur sem hefur ekki sést á landamærum. Þannig að það hefur eitthvað lekið í gegn,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Sautján manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst síðan 30. nóvember. Þrír voru utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru allir í sóttkví. Þar á meðal eru ellefu börn í Laugarnesskóla sem greindust með veiruna í gær. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum að hertum aðgerðum innanlands til heilbrigðisráðherra og kemur ríkisstjórnin saman til aukafundar í dag til að ræða þær tillögur. Í kjölfarið verður að öllum líkindum boðað til blaðamannafundar. „Ég held að það sé kominn tími til að skella öllu í lás og ég yrði mjög hissa ef það yrði ekki gert. Ástandið er þannig að ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi. Ég held að það væri barnaskapur að reikna með einhverju öðru. Ég yrði steinhissa ef það yrði ekki skellt í lás í dag og við hefðum betur gert það strax á mánudaginn,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hann segir engar tölur liggja fyrir sem geri það kleift að spá fyrir um hversu útbreitt smitið er en segir mjög líklegt að það sé komið ansi víða. Spurður út í hvaða hertu aðgerðir hann sjái fyrir sér nefnir hann tíu manna samkomubann og lokanir staða eins og leikhúsa og kvikmyndahúsa. „Því þetta er býsna alvarlegt og þú manst hvað þriðja bylgjan var okkur erfið og dýr. Ef við grípum í taumana harkalega núna þá er sá möguleiki fyrir hendi að þetta þurfi ekki að endast mjög lengi.“ Raðgreining smitanna sem komu upp um helgina hefur leitt í ljós að smitin eigin rætur sínar í einhverju sem hefur komist inn í landið framhjá kerfinu sem viðhaft er á landamærunum. „Því að þetta eru smit með stökkbreytingarmynstur sem hefur ekki sést á landamærum. Þannig að það hefur eitthvað lekið í gegn,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent