Kortleggja áhrif hópsýkingar á skólastarf Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2021 12:26 Í heild hafa þrettán greinst með COVID-19 smit í Laugarnesskóla; tólf nemendur og einn kennari. Reykjavíkurborg Ellefu nemendur við Laugarnesskóla greindust með Covid-19 smit eftir sýnatöku gærdagsins. Í heild hafa því þrettán smit greinst í skólanum, tólf nemendur og einn kennari. Þetta staðfestir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Smitin eru öll bundin við sjötta bekk skólans. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarn, að gera mætti ráð fyrir að um breska afbrigðið sé að ræða. Í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að allir nemendur í bæði Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla myndu þegar í stað fara í úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar. Í dag fara nemendur í þriðja, fjórða og fimmta bekk í sýnatöku en einnig þeir kennarar sem ekki fóru í gær. Helgi segir að sóttvarnayfirvöld séu enn að reyna að kortleggja stöðuna og á þessari stundu sé ekki ljóst hver áhrifin verða á skólastarfið fram að páskum. Forsaga málsins er sú að smit kom upp hjá fimmta flokki drengja sem æfa knattspyrnu hjá Þrótti. Í gærkvöldi var ákveðið að allur fimmti flokkur færi í sóttkví. Helgi segir að náið sé fylgst með gangi mála í Langholtsskóla og Vogaskóla. Hann segir að verið sé að rekja vinatengsl á milli nemenda í skólunum og samhliða sé verið að senda nemendur úr þeim skólum í sóttkví. Móðir barns sem er í Langholtsskóla segir í samtali við fréttastofu að hún viti af, að minnsta kosti fjórum sem sendir voru í sóttkví. Helgi segir að rakning vinatengsla á milli skólanna sé sérlega tímafrek og krefjist mikillar vinnu. Um leið og smit greinist í skólunum tveimur verði gripið til harðari aðgerða. Í kvöld er á dagskrá árshátíð unglingastigs í Langholtsskóla og að öllu óbreyttu mun hún fara fram. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Þetta staðfestir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Smitin eru öll bundin við sjötta bekk skólans. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarn, að gera mætti ráð fyrir að um breska afbrigðið sé að ræða. Í gærkvöldi var tekin ákvörðun um að allir nemendur í bæði Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla myndu þegar í stað fara í úrvinnslusóttkví vegna hópsýkingarinnar. Í dag fara nemendur í þriðja, fjórða og fimmta bekk í sýnatöku en einnig þeir kennarar sem ekki fóru í gær. Helgi segir að sóttvarnayfirvöld séu enn að reyna að kortleggja stöðuna og á þessari stundu sé ekki ljóst hver áhrifin verða á skólastarfið fram að páskum. Forsaga málsins er sú að smit kom upp hjá fimmta flokki drengja sem æfa knattspyrnu hjá Þrótti. Í gærkvöldi var ákveðið að allur fimmti flokkur færi í sóttkví. Helgi segir að náið sé fylgst með gangi mála í Langholtsskóla og Vogaskóla. Hann segir að verið sé að rekja vinatengsl á milli nemenda í skólunum og samhliða sé verið að senda nemendur úr þeim skólum í sóttkví. Móðir barns sem er í Langholtsskóla segir í samtali við fréttastofu að hún viti af, að minnsta kosti fjórum sem sendir voru í sóttkví. Helgi segir að rakning vinatengsla á milli skólanna sé sérlega tímafrek og krefjist mikillar vinnu. Um leið og smit greinist í skólunum tveimur verði gripið til harðari aðgerða. Í kvöld er á dagskrá árshátíð unglingastigs í Langholtsskóla og að öllu óbreyttu mun hún fara fram.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 „Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Allir nemendur Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla í úrvinnslusóttkví Allir nemendur í Laugarnesskóla og Laugalækjaskóla í Reykjavík fara í úrvinnslusóttkví á morgun, miðvikudaginn 24. mars. Gripið er til þessa ráðstafana vegna fjölgunar kórónuveirusmita meðal nemenda í Laugarnesskóla. Allur árgangur 6. bekkjar í Laugarnesskóla, sem og 5. flokkur karla í knattspyrnu hjá Þrótti, er jafnframt í sóttkví. 23. mars 2021 22:43
Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30
„Ég held að fjórða bylgjan sé komin hér í öllu sínu veldi“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að fjórða bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Hann segir að tími sé kominn til þess að skella öllu í lás og vill sjá sambærilegar samkomutakmarkanir og voru þegar þær voru sem harðastar fyrr í vetur. 24. mars 2021 11:46