„Við verðum bara að bregðast við“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2021 13:22 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir stöðuna sem upp sé komin vera vonbrigði. Bregðast þurfi við. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Sautján greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og hafa ekki greinst fleiri smit innanlands síðan 30. nóvember. Svandís var spurð að því við komuna í Ráðherrabústaðinn hvort það væru þung skref að taka á svona degi. „Við verðum bara að bregðast við. Þetta er bara svona,“ segir Svandís. Staðan sem upp sé komin væru vonbrigði. „Já, það hlýtur að vera það en við verðum að bregðast við og ætlum að gera það.“ Þá staðfesti hún að hertar aðgerðir yrðu kynntar síðdegis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var gripin tali á leiðinni á fundinn. „Við erum orðin öllu von og vitum alveg hvað virkar í baráttunni við þessa veiru,“ segir Katrín. „Við erum að sjá þetta breska afbrigði sem er bráðsmitandi svo það er mikilvægt að bregðast hratt við.“ Fram undan væru umræður á fundi ráðherra um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Fólk þurfi að standa saman Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum. „Það eru alltaf vonbrigði þegar við sjáum smit utan sóttkvíar í vexti. Við verðum að taka alvarlega ábendingum um að það geti verið að leynast smit í samfélaginu sem gætu farið í veldisvöxt. Við stöndum frammi fyrir því að taka áhættuna á því að allt fari vel eða að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður hvort hann teldi að þetta myndi seinka efnahagsbatanum sagði Bjarni: „Ekki ef okkur tekst að slá þetta niður hratt og örugglega. Það gerist ekki inni í þessu húsi,“ sagði Bjarni og átti við Ráðherrabústaðinn. „Það gerist úti í samfélaginu, að fólk standi saman um að gæta varúðar.“ Nú þurfi fólk að standa saman. „Alveg tvímælalaust.“ Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 15 þar sem aðgerðirnar verða kynntar. Vísir verður að sjálfsögðu með beina útsendingu frá fundinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Sautján greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og hafa ekki greinst fleiri smit innanlands síðan 30. nóvember. Svandís var spurð að því við komuna í Ráðherrabústaðinn hvort það væru þung skref að taka á svona degi. „Við verðum bara að bregðast við. Þetta er bara svona,“ segir Svandís. Staðan sem upp sé komin væru vonbrigði. „Já, það hlýtur að vera það en við verðum að bregðast við og ætlum að gera það.“ Þá staðfesti hún að hertar aðgerðir yrðu kynntar síðdegis. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var gripin tali á leiðinni á fundinn. „Við erum orðin öllu von og vitum alveg hvað virkar í baráttunni við þessa veiru,“ segir Katrín. „Við erum að sjá þetta breska afbrigði sem er bráðsmitandi svo það er mikilvægt að bregðast hratt við.“ Fram undan væru umræður á fundi ráðherra um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Fólk þurfi að standa saman Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra talaði á svipuðum nótum. „Það eru alltaf vonbrigði þegar við sjáum smit utan sóttkvíar í vexti. Við verðum að taka alvarlega ábendingum um að það geti verið að leynast smit í samfélaginu sem gætu farið í veldisvöxt. Við stöndum frammi fyrir því að taka áhættuna á því að allt fari vel eða að bregðast við,“ segir Bjarni. Aðspurður hvort hann teldi að þetta myndi seinka efnahagsbatanum sagði Bjarni: „Ekki ef okkur tekst að slá þetta niður hratt og örugglega. Það gerist ekki inni í þessu húsi,“ sagði Bjarni og átti við Ráðherrabústaðinn. „Það gerist úti í samfélaginu, að fólk standi saman um að gæta varúðar.“ Nú þurfi fólk að standa saman. „Alveg tvímælalaust.“ Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 15 þar sem aðgerðirnar verða kynntar. Vísir verður að sjálfsögðu með beina útsendingu frá fundinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira