Viðbrögð í Verzló: „Hendum í eitt hópsmit seinasta daginn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2021 16:24 Símarnir voru á lofti í stuttum gjörningi stúdentaefnanna í Verzló. Nemendur á þriðja ári í Verzló brugðust við þeim tíðindum að staðnám yrði óheimilt fram yfir páska frá og með morgundeginum með því að stíga trylltan dans með símana á lofti í skólanum. Skólastjóri segir uppákomuna hafa varað stutt yfir en útskriftarhópurinn óttist að um síðasta dag þeirra í skólanum sé að ræða. Meðal hertra aðgerða vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag voru hömlur á skólastarf. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi verður óheimilt frá og með morgundeginum og fram til 1. apríl. Fréttastofu bárust myndbönd sem sýndu viðbrögð þriðja árs nema í Verzló við tíðindunum. Brot úr einu slíku má sjá að neðan. Þar er skrifað „Hendum í eitt hópsmit síðasta daginn“, væntanlega meira í gríni en alvöru. „Þetta voru nokkrir krakkar sem eru að útskrifast,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verzló. „Þau reiknuðu með að þetta væri jafnvel síðasti dagurinn sem þau myndu hittast í skólanum.“ Hann segir lætin hafa verið stöðvuð um leið. „Nemendur sem áttu að fara í tíma voru reknir inn í stofur. Þau sem voru búin í skólanum fóru heim. Þetta var ekkert stórvægilegt.“ Ingi segir að nemendur hafi í raun litið á þetta sem mögulega kveðjustund. Hann er á leið til fundar með menntamálaráðherra og skólastjórnendum og í framhaldinu muni stjórnendur í Verzló funda. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði á blaðamannafundinum í dag að skólum væri í sjálfsvald sett hvort þeir hefðu fjarkennslu á morgun og hinn eða sendu nemendur í snemmbúið páskafrí. „Ég reikna með því að það verði kennsla bara á netinu á morgun og hinn. Og svo páskafrí. Svo vona ég innilega allra vegna að við getum byrjað með eðlilegu fyrirkomulagi eftir páska.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Skólastjóri segir uppákomuna hafa varað stutt yfir en útskriftarhópurinn óttist að um síðasta dag þeirra í skólanum sé að ræða. Meðal hertra aðgerða vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag voru hömlur á skólastarf. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi verður óheimilt frá og með morgundeginum og fram til 1. apríl. Fréttastofu bárust myndbönd sem sýndu viðbrögð þriðja árs nema í Verzló við tíðindunum. Brot úr einu slíku má sjá að neðan. Þar er skrifað „Hendum í eitt hópsmit síðasta daginn“, væntanlega meira í gríni en alvöru. „Þetta voru nokkrir krakkar sem eru að útskrifast,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verzló. „Þau reiknuðu með að þetta væri jafnvel síðasti dagurinn sem þau myndu hittast í skólanum.“ Hann segir lætin hafa verið stöðvuð um leið. „Nemendur sem áttu að fara í tíma voru reknir inn í stofur. Þau sem voru búin í skólanum fóru heim. Þetta var ekkert stórvægilegt.“ Ingi segir að nemendur hafi í raun litið á þetta sem mögulega kveðjustund. Hann er á leið til fundar með menntamálaráðherra og skólastjórnendum og í framhaldinu muni stjórnendur í Verzló funda. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði á blaðamannafundinum í dag að skólum væri í sjálfsvald sett hvort þeir hefðu fjarkennslu á morgun og hinn eða sendu nemendur í snemmbúið páskafrí. „Ég reikna með því að það verði kennsla bara á netinu á morgun og hinn. Og svo páskafrí. Svo vona ég innilega allra vegna að við getum byrjað með eðlilegu fyrirkomulagi eftir páska.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira