Drungilas dæmdur í tveggja leikja bann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2021 13:05 Adomas Drungilas verður í banni í næstu tveimur leikjum Þórs Þ., hvenær sem þeir verða. vísir/hulda margrét Adomas Drungilas, leikmaður Þórs Þ. í Domino's deild karla, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir að gefa Mirza Saralilja olnbogaskot í leik gegn Stjörnunni 18. mars. Í dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ segir að mat hennar sé „að myndbandsupptaka sem fylgdi kæru sýni með óyggjandi hætti að kærði hafi, með því að reka olnboga sinn í höfuð andstæðings síns, framið brot sem hefði átt að leiða til brottvísunar.“ Í viðtali við Vísi eftir leik Þórs Þ. og ÍR á mánudaginn sagðist Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, afar ósáttur með að hafa frétt af kæru dómaranefndar í Domino's Körfuboltakvöldi. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja,“ sagði Lárus. „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefu á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta.“ Í greinargerð Þórs vegna kæru dómaranefndar segir að hreyfing Drungilas hafi augljóslega verið eðlileg varnarhreyfing og engin ásetningur hafi fylgt henni. Þetta hafi verið óheppilegt óviljaverk. Aga- og úrskurðarnefnd leit hins vegar öðruvísi á atvikið og dæmdi Drungilas í tveggja leikja bann. Dóm aga- og úrskurðarnefndar má lesa með því að smella hér. Keppni í Domino's deild karla liggur niðri næstu þrjár vikurnar sökum hertra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Næstu tveir leikir Þórs áttu að vera gegn Þór Ak. og KR. Drungilas hefur leikið vel með Þór í vetur en hann er með 15,8 stig, 10,3 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er fjórði frákastahæsti leikmaður Domino's deildarinnar. Þórsarar eru í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, sex stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Sjá meira
Í dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ segir að mat hennar sé „að myndbandsupptaka sem fylgdi kæru sýni með óyggjandi hætti að kærði hafi, með því að reka olnboga sinn í höfuð andstæðings síns, framið brot sem hefði átt að leiða til brottvísunar.“ Í viðtali við Vísi eftir leik Þórs Þ. og ÍR á mánudaginn sagðist Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, afar ósáttur með að hafa frétt af kæru dómaranefndar í Domino's Körfuboltakvöldi. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja,“ sagði Lárus. „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefu á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta.“ Í greinargerð Þórs vegna kæru dómaranefndar segir að hreyfing Drungilas hafi augljóslega verið eðlileg varnarhreyfing og engin ásetningur hafi fylgt henni. Þetta hafi verið óheppilegt óviljaverk. Aga- og úrskurðarnefnd leit hins vegar öðruvísi á atvikið og dæmdi Drungilas í tveggja leikja bann. Dóm aga- og úrskurðarnefndar má lesa með því að smella hér. Keppni í Domino's deild karla liggur niðri næstu þrjár vikurnar sökum hertra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Næstu tveir leikir Þórs áttu að vera gegn Þór Ak. og KR. Drungilas hefur leikið vel með Þór í vetur en hann er með 15,8 stig, 10,3 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er fjórði frákastahæsti leikmaður Domino's deildarinnar. Þórsarar eru í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, sex stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Sjá meira