Ekki þægilegt fyrir starfsfólkið að heyra að smit væri komið upp Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2021 19:01 Leikskólastjórar harma að takmarkanir hafi ekki verið settar á starfsemi leikskóla. Leikskólastjóri vill sjá lágmarksstarfsemi á leikskólum fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Leikskólar eru eina skólastigið sem helst opið eftir að gripið var til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Leikskólar á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag, þar sem stjórnendur undirbjuggu breytt skipulag. Fram hefur komið að hljóðið sé þungt í leikskólakennurunum. Formaður félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Undir þetta tekur Félag stjórnenda leikskóla sem harmar þá ákvörðun að setja ekki takmarkanir á starfsemi leikskóla. Samráðsfulltrúi leikskólastjóra, sem einnig er leikskólastjóri á Sólborg, segir leikskólastjóra hafa óskað sérstaklega eftir því á fundi með skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í gærkvöldi að það yrði starfsdagur í dag. „Ég ætla ekkert að neita því að það voru mikil vonbrigði þegar það var tilkynnt að við þyrfum að opna klukkan tólf í dag,“ segir Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. Það þurfi tíma til að undirbúa húsnæðið í takt við nýjar reglur. Þá eigi starfsmenn á leikskólum börn í grunnskólum eða eru með undirliggjandi sjúkdóma. „Það var ekkert þægilegt að koma í vinnuna fyrir starfsfólkið og heyra að það væri komið upp smit í hverfisskólanum,“ segir Guðrún og bætir við að börn á leikskólanum eigi mörg hver eldri systkini. Þá segir hún að mikilvægi leikskólastigsins fyrir framlínustarfsfólk sé óumdeilt, en hægt hefði verið að halda leikskólum opnum með lágmarksstarfsemi fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að engin sóttvarnarleg rök séu fyrir því að loka leikskólum. Breska afbrigðið sé meira smitandi og valdi meiri veikindum hjá öllum aldurshópum, nema hjá yngstu börnunum. „Þá segir fólk á móti: já, en þau geta smitað okkur. Auðvitað vitum við að börn á leikskólaaldri eru ekki að fara virða fjarlægðarmörk,“ segir Guðrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. 25. mars 2021 07:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Leikskólar eru eina skólastigið sem helst opið eftir að gripið var til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Leikskólar á höfuðborgarsvæðinu voru þó lokaðir til hádegis í dag, þar sem stjórnendur undirbjuggu breytt skipulag. Fram hefur komið að hljóðið sé þungt í leikskólakennurunum. Formaður félags leikskólakennara segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Undir þetta tekur Félag stjórnenda leikskóla sem harmar þá ákvörðun að setja ekki takmarkanir á starfsemi leikskóla. Samráðsfulltrúi leikskólastjóra, sem einnig er leikskólastjóri á Sólborg, segir leikskólastjóra hafa óskað sérstaklega eftir því á fundi með skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í gærkvöldi að það yrði starfsdagur í dag. „Ég ætla ekkert að neita því að það voru mikil vonbrigði þegar það var tilkynnt að við þyrfum að opna klukkan tólf í dag,“ segir Guðrún Jóna Thorarensen leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. Það þurfi tíma til að undirbúa húsnæðið í takt við nýjar reglur. Þá eigi starfsmenn á leikskólum börn í grunnskólum eða eru með undirliggjandi sjúkdóma. „Það var ekkert þægilegt að koma í vinnuna fyrir starfsfólkið og heyra að það væri komið upp smit í hverfisskólanum,“ segir Guðrún og bætir við að börn á leikskólanum eigi mörg hver eldri systkini. Þá segir hún að mikilvægi leikskólastigsins fyrir framlínustarfsfólk sé óumdeilt, en hægt hefði verið að halda leikskólum opnum með lágmarksstarfsemi fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Þórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi dagsins að engin sóttvarnarleg rök séu fyrir því að loka leikskólum. Breska afbrigðið sé meira smitandi og valdi meiri veikindum hjá öllum aldurshópum, nema hjá yngstu börnunum. „Þá segir fólk á móti: já, en þau geta smitað okkur. Auðvitað vitum við að börn á leikskólaaldri eru ekki að fara virða fjarlægðarmörk,“ segir Guðrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Tengdar fréttir Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. 25. mars 2021 07:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34
Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32
Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. 25. mars 2021 07:10