Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Kristján Már Unnarsson skrifar 25. mars 2021 22:01 Gísli Grétar Sigurðsson verktaki er frá Hrauni við Grindavík. Arnar Halldórsson Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að lítið lát var á streymi ferðamanna í dag til að sjá jarðeldana en um fjörutíu björgunarsveitarmenn unnu við að leiðbeina fólki. Óttast var að norðanáttin með gasmengun yfir gönguleiðina myndi hefta för fólks í dag en sú hefur ekki orðið raunin. „Við erum að fylgjast vel með gasmengun. Hún liggur nálægt gönguslóðanum. Það er verið að vinna í breytingu á gönguslóða sem liggur um betra svæði. Þar er minni gasmengun,“ segir Steinar Þór Kristinsson, sem situr í svæðisstjórn björgunarsveita. Steinar Þór Kristinsson er í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar í Grindavík.Arnar Halldórsson Þegar spurt er um horfur næstu daga fyrir fólk að koma að skoða eldgosið segir Steinar ekkert sérstaka veðurspá fyrir nóttina. „Svo um helgina spáir alveg arfavitlausu veðri þarna um tíma. Þannig að það verður ekkert ferðaveður þá – ekkert.“ Jörðin Hraun við Grindavík. Eldgosið í Geldingadölum er í landi hennar.Arnar Halldórsson Eldstöðin er í landi jarðarinnar Hrauns við Grindavík sem er í eigu um tuttugu einstaklinga. Einn stærsti eigandinn er verktakinn Gísli Grétar Sigurðsson. Menn hans unnu að því í dag í samráði við Vegagerðina að leggja hjáleið þar sem sprunga kom í Suðurstrandarveg til að unnt yrði að opna aftur fyrir tvístefnuakstur. „Við vonumst til að klára hana fyrir helgina, að reyna að gera þetta ökufært fyrir annaðkvöld,“ segir Gísli Grétar. Gígurinn að morgni laugardagsins 20. mars, hálfum sólarhring eftir að jarðeldurinn kom upp. Dalurinn er stærsti og innsti hluti Geldingadala. Þar herma munnmæli að landnámsmaðurinn Ísólfur sé heygður.KMU Það hefur verið á reiki í fjölmiðlum hvað gossvæðið heitir. Landeigandinn er ekki í vafa. „Það er náttúrlega engin spurning. Þetta er hluti af Geldingadölum.“ -Í fleirtölu? „Já.“ Gísli smalaði Geldingadali frá níu ára aldri með sér eldri mönnum en hann segir rúma tvo áratugi frá því landið þar var síðast nýtt til beitar. Eldgosið að morgni laugardags þegar það hafði aðeins staðið í tólf klukkustundir. Núna er dalbotninn orðinn fullur af hrauni.Egill Aðalsteinsson Gísli segir að þar sem gosið kom upp hafi verið nafnlaus hóll í dalnum. „Það var bara alltaf talað um að þarna væri Ísólfur. Þegar við vorum að smala þarna þá kölluðu þeir alltaf - buðu karlinum góðan daginn þegar var farið framhjá. Það var oft tekið þarna nestið sitt og annað þarna rétt hjá þegar við vorum að fara. Og þar er Ísólfur, fyrsti ábúandi, allavega sá sem við vitum um - bjó á Ísólfsskála. Þar vildi hann hvíla. Og þar hvílir hann. Þannig að Ísólfur raunverulega er að gjósa þarna.“ Gísli Grétar í viðtali í dag á jörðinni Hrauni. Festarfjall í baksýn.Arnar Halldórsson -Og hann hvílir þar sem eldstöðin er? Var þar sem sagt haugur hans? „Já, já. Hann hvílir þarna í stærsta og innsta dalnum. Hann hvílir þar. Þannig er sagan.“ -Og er það nánast þar sem gígurinn er núna? „Já, já. Það er bara þar sem gígurinn er.“ -En er þá ekki bara rakið að nefna eldstöðina eftir honum? „Ja, það væri alveg eins jafngott,“ svarar Gísli Grétar Sigurðsson frá Hrauni við Grindavík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í fornleifaskráningu sem Þóra Pétursdóttir gerði á vegum Fornleifastofnunar Íslands árið 2004 fyrir Grindavíkurkaupstað segir: „Herma sögusagnir að í Geldingadölum í Hraunslandi sé þúst þar sem Ísólfur á Skála sé grafinn en hún hefur ekki verið rannsökuð.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Fögur gígaröð er að mótast í eldgosinu Ný fögur gígaröð virðist ætla að verða til með eldgosinu í Geldingadölum við Fagradalsfjall. Sjón er sögu ríkari á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var í þyrluflugi fréttamanna Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um tíuleytið í morgun. 20. mars 2021 17:08 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá að lítið lát var á streymi ferðamanna í dag til að sjá jarðeldana en um fjörutíu björgunarsveitarmenn unnu við að leiðbeina fólki. Óttast var að norðanáttin með gasmengun yfir gönguleiðina myndi hefta för fólks í dag en sú hefur ekki orðið raunin. „Við erum að fylgjast vel með gasmengun. Hún liggur nálægt gönguslóðanum. Það er verið að vinna í breytingu á gönguslóða sem liggur um betra svæði. Þar er minni gasmengun,“ segir Steinar Þór Kristinsson, sem situr í svæðisstjórn björgunarsveita. Steinar Þór Kristinsson er í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar í Grindavík.Arnar Halldórsson Þegar spurt er um horfur næstu daga fyrir fólk að koma að skoða eldgosið segir Steinar ekkert sérstaka veðurspá fyrir nóttina. „Svo um helgina spáir alveg arfavitlausu veðri þarna um tíma. Þannig að það verður ekkert ferðaveður þá – ekkert.“ Jörðin Hraun við Grindavík. Eldgosið í Geldingadölum er í landi hennar.Arnar Halldórsson Eldstöðin er í landi jarðarinnar Hrauns við Grindavík sem er í eigu um tuttugu einstaklinga. Einn stærsti eigandinn er verktakinn Gísli Grétar Sigurðsson. Menn hans unnu að því í dag í samráði við Vegagerðina að leggja hjáleið þar sem sprunga kom í Suðurstrandarveg til að unnt yrði að opna aftur fyrir tvístefnuakstur. „Við vonumst til að klára hana fyrir helgina, að reyna að gera þetta ökufært fyrir annaðkvöld,“ segir Gísli Grétar. Gígurinn að morgni laugardagsins 20. mars, hálfum sólarhring eftir að jarðeldurinn kom upp. Dalurinn er stærsti og innsti hluti Geldingadala. Þar herma munnmæli að landnámsmaðurinn Ísólfur sé heygður.KMU Það hefur verið á reiki í fjölmiðlum hvað gossvæðið heitir. Landeigandinn er ekki í vafa. „Það er náttúrlega engin spurning. Þetta er hluti af Geldingadölum.“ -Í fleirtölu? „Já.“ Gísli smalaði Geldingadali frá níu ára aldri með sér eldri mönnum en hann segir rúma tvo áratugi frá því landið þar var síðast nýtt til beitar. Eldgosið að morgni laugardags þegar það hafði aðeins staðið í tólf klukkustundir. Núna er dalbotninn orðinn fullur af hrauni.Egill Aðalsteinsson Gísli segir að þar sem gosið kom upp hafi verið nafnlaus hóll í dalnum. „Það var bara alltaf talað um að þarna væri Ísólfur. Þegar við vorum að smala þarna þá kölluðu þeir alltaf - buðu karlinum góðan daginn þegar var farið framhjá. Það var oft tekið þarna nestið sitt og annað þarna rétt hjá þegar við vorum að fara. Og þar er Ísólfur, fyrsti ábúandi, allavega sá sem við vitum um - bjó á Ísólfsskála. Þar vildi hann hvíla. Og þar hvílir hann. Þannig að Ísólfur raunverulega er að gjósa þarna.“ Gísli Grétar í viðtali í dag á jörðinni Hrauni. Festarfjall í baksýn.Arnar Halldórsson -Og hann hvílir þar sem eldstöðin er? Var þar sem sagt haugur hans? „Já, já. Hann hvílir þarna í stærsta og innsta dalnum. Hann hvílir þar. Þannig er sagan.“ -Og er það nánast þar sem gígurinn er núna? „Já, já. Það er bara þar sem gígurinn er.“ -En er þá ekki bara rakið að nefna eldstöðina eftir honum? „Ja, það væri alveg eins jafngott,“ svarar Gísli Grétar Sigurðsson frá Hrauni við Grindavík. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í fornleifaskráningu sem Þóra Pétursdóttir gerði á vegum Fornleifastofnunar Íslands árið 2004 fyrir Grindavíkurkaupstað segir: „Herma sögusagnir að í Geldingadölum í Hraunslandi sé þúst þar sem Ísólfur á Skála sé grafinn en hún hefur ekki verið rannsökuð.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Fögur gígaröð er að mótast í eldgosinu Ný fögur gígaröð virðist ætla að verða til með eldgosinu í Geldingadölum við Fagradalsfjall. Sjón er sögu ríkari á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var í þyrluflugi fréttamanna Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um tíuleytið í morgun. 20. mars 2021 17:08 Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
„Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25
Fögur gígaröð er að mótast í eldgosinu Ný fögur gígaröð virðist ætla að verða til með eldgosinu í Geldingadölum við Fagradalsfjall. Sjón er sögu ríkari á meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var í þyrluflugi fréttamanna Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um tíuleytið í morgun. 20. mars 2021 17:08
Lilja Katrín segir súrrealískt að eiga eldgos Lilja Katrín Gunnarsdóttir þúsundþjalasmiður er í þeim einstöku sporum að eiga eldgosið sem nú er í Geldingahrauni. 24. mars 2021 11:49