Laugarnesskólasmitið komið í Hafnarfjörð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 10:40 Um sex hundruð nemendur eru í Öldutúnsskóla. Allir 180 nemendur á unglingastigi Öldutúnsskóla og tuttugu kennarar eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að í ljós kom í gærkvöldi að nemandi á unglingastigi væri smitaður af Covid-19. Valdimar Víðisson skólastjóri segir nemandann hafa verið í samneyti við nemendur í Laugarnesskóla þar sem tólf höfðu í gær greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Ellefu í fyrradag og einn um síðustu helgi. Mbl.is greindi fyrst frá. Valdimar skólastjóri segir að nemandinn hafi verið í skólanum á þriðjudaginn og svo farið í sóttkví á þriðjudagskvöld. Lítið samneyti þeirra yngri og eldri „Við erum að rekja ferðir hans innan skólans og samneyti við nemendur og starfsmenn. Það er alveg ljóst að það verður töluvert stór hópur sem þarf að halda áfram í sóttkví, ef ekki allir.“ Um sex hundruð krakkar nema við Öldutúnsskóla í fyrsta til tíunda bekk. Valdimar segir að yngra stigið sé ekki í annarri byggingu en samneyti við unglingastigið mjög takmarkað. Nemendur geti mæst á göngum en noti aðskilin salerni og samneyti sé lítið. „Núna klukkan hálf ellefu er ekki talið að fyrsti til sjöundi bekkur sé útsettur fyrir smiti.“ Hann segir vinnu standa yfir innan skólans í samvinnu við smitrakningateymið. Leiðindaafbrigðið sem það breska sé „Þetta er rakið til samneytis nemenda við börn í Laugarnesskóla. Þetta er orðið svo skuggalegt á milli barnanna, þetta nýja leiðindaafbrigði sem breska afbrigðið er.“ Fram hefur komið að breska afbrigðið er meira smitandi og veldur frekar veikindum en þau afbrigði sem hafi verið ríkjandi undanfarið ár á Íslandi. Þá smitast börn frekar af því. Í ljósi þess var skólum utan leikskóla lokað í gær og gilda samkomutakmarkarnir einnig um börn á grunnskólaaldri. Sex greindust innanlands með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Nánar hér. Hafnarfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 25. mars 2021 12:00 Uppfært: Enginn úr Laugarnesskóla greindist með veiruna í gær Skólastjórnendur í Laugarnesskóla hafa fengið þær upplýsingar að enginn nemandi hafi greinst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. Áður töldu þeir sig vita að einhverjir hefðu greinst. 25. mars 2021 10:22 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Valdimar Víðisson skólastjóri segir nemandann hafa verið í samneyti við nemendur í Laugarnesskóla þar sem tólf höfðu í gær greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Ellefu í fyrradag og einn um síðustu helgi. Mbl.is greindi fyrst frá. Valdimar skólastjóri segir að nemandinn hafi verið í skólanum á þriðjudaginn og svo farið í sóttkví á þriðjudagskvöld. Lítið samneyti þeirra yngri og eldri „Við erum að rekja ferðir hans innan skólans og samneyti við nemendur og starfsmenn. Það er alveg ljóst að það verður töluvert stór hópur sem þarf að halda áfram í sóttkví, ef ekki allir.“ Um sex hundruð krakkar nema við Öldutúnsskóla í fyrsta til tíunda bekk. Valdimar segir að yngra stigið sé ekki í annarri byggingu en samneyti við unglingastigið mjög takmarkað. Nemendur geti mæst á göngum en noti aðskilin salerni og samneyti sé lítið. „Núna klukkan hálf ellefu er ekki talið að fyrsti til sjöundi bekkur sé útsettur fyrir smiti.“ Hann segir vinnu standa yfir innan skólans í samvinnu við smitrakningateymið. Leiðindaafbrigðið sem það breska sé „Þetta er rakið til samneytis nemenda við börn í Laugarnesskóla. Þetta er orðið svo skuggalegt á milli barnanna, þetta nýja leiðindaafbrigði sem breska afbrigðið er.“ Fram hefur komið að breska afbrigðið er meira smitandi og veldur frekar veikindum en þau afbrigði sem hafi verið ríkjandi undanfarið ár á Íslandi. Þá smitast börn frekar af því. Í ljósi þess var skólum utan leikskóla lokað í gær og gilda samkomutakmarkarnir einnig um börn á grunnskólaaldri. Sex greindust innanlands með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Nánar hér.
Hafnarfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 25. mars 2021 12:00 Uppfært: Enginn úr Laugarnesskóla greindist með veiruna í gær Skólastjórnendur í Laugarnesskóla hafa fengið þær upplýsingar að enginn nemandi hafi greinst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. Áður töldu þeir sig vita að einhverjir hefðu greinst. 25. mars 2021 10:22 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Sjá meira
Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 25. mars 2021 12:00
Uppfært: Enginn úr Laugarnesskóla greindist með veiruna í gær Skólastjórnendur í Laugarnesskóla hafa fengið þær upplýsingar að enginn nemandi hafi greinst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. Áður töldu þeir sig vita að einhverjir hefðu greinst. 25. mars 2021 10:22
Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32