Bassi Maraj hellir sér yfir Bjarna Benediktsson Jakob Bjarnar skrifar 26. mars 2021 14:29 Bjarni svaraði Bassa vinalega á Twitterreikningi þess síðarnefnda en hefði kannski betur látið það ógert. vísir/vilhelm Kosningabaráttan er hafin sem þýðir að frambjóðendur lenda í óvæntum ævintýrum. Formaður Sjálfstæðisflokksins lenti óvænt í hárblásaranum hjá helsta nýstirni Íslands. Bassi Maraj er ein skærasta stjarnan á Íslandi í dag, er nýbúinn að senda frá sér rapplag sem er að gera það gott á Spotify svo um munar en Bassi sló í gegn í þáttunum Æði sem nálgast má á Stöð2 plús; sem fjallar um ævintýri Patriks Jaime og litríkra félaga hans. Bassi lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi og sló óvænt fram yfirlýsingu á Twittersíðu sinni þar sem hann væri nú svo hugmyndaríkur að hann ætti að splæsa í nokkrar góðar hugmyndir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég er svo hugmyndaríkur ég ætti að gera hugmyndir fyrir sjálfstæðisflokkinn— bassi maraj (@bassimaraj) March 25, 2021 Bjarni sá sér leik á borði, að koma á samtali við yngri kynslóðina og þá sem frægastir eru í þeim ranni: „Allar hugmyndir vel þegnar,“ skrifað hann við þennan status sem virtist hin líknandi hönd. En viðbrögðin voru alveg örugglega ekki í samræmi við væntingar formanns Sjálfstæðisflokksins. Bassi snéri uppá sig svo um munaði, sló á útrétta hönd formannsins og svaraði Bjarna á mállýsku sem er nú þegar til rannsóknar hjá ýmsum málverndarhópum á netinu. Hér er hugmynd... hvar er nýja stjórnaskràinn? With ya dumb ass face you aint eating but i swear u got some bum ass taste !? Og hvernig væri að redda mér reikning í panama with your scammin ass allavegana nota peninginn sem þú ert að scama i að kaupa handa mer burkin — bassi maraj (@bassimaraj) March 25, 2021 „Hér er hugmynd… hvar er nýja stjórnarskráin?“ svarar Bassi og bregður fyrir sig, að hætti frægra, enskunni: „With ya dumb ass face you aint eating but i swear u got some bum ass taste !? Og hvernig væri að redda mér reikning í panama with your scammin ass allavegana nota peninginn sem þú ert að scama i að kaupa handa mer burkin“. Þegar þetta er skrifað hefur Bjarni ekki enn brugðist við þeim hugmyndum eða hinum óvæntu svörum Bassa. Og mun líklega hugsa sig um tvisvar áður en hann hættir sér í Bassa og félaga. Kosningabarátta eða ekki kosningabarátta. Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Tónlist Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Bassi Maraj er ein skærasta stjarnan á Íslandi í dag, er nýbúinn að senda frá sér rapplag sem er að gera það gott á Spotify svo um munar en Bassi sló í gegn í þáttunum Æði sem nálgast má á Stöð2 plús; sem fjallar um ævintýri Patriks Jaime og litríkra félaga hans. Bassi lætur sér fátt mannlegt óviðkomandi og sló óvænt fram yfirlýsingu á Twittersíðu sinni þar sem hann væri nú svo hugmyndaríkur að hann ætti að splæsa í nokkrar góðar hugmyndir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég er svo hugmyndaríkur ég ætti að gera hugmyndir fyrir sjálfstæðisflokkinn— bassi maraj (@bassimaraj) March 25, 2021 Bjarni sá sér leik á borði, að koma á samtali við yngri kynslóðina og þá sem frægastir eru í þeim ranni: „Allar hugmyndir vel þegnar,“ skrifað hann við þennan status sem virtist hin líknandi hönd. En viðbrögðin voru alveg örugglega ekki í samræmi við væntingar formanns Sjálfstæðisflokksins. Bassi snéri uppá sig svo um munaði, sló á útrétta hönd formannsins og svaraði Bjarna á mállýsku sem er nú þegar til rannsóknar hjá ýmsum málverndarhópum á netinu. Hér er hugmynd... hvar er nýja stjórnaskràinn? With ya dumb ass face you aint eating but i swear u got some bum ass taste !? Og hvernig væri að redda mér reikning í panama with your scammin ass allavegana nota peninginn sem þú ert að scama i að kaupa handa mer burkin — bassi maraj (@bassimaraj) March 25, 2021 „Hér er hugmynd… hvar er nýja stjórnarskráin?“ svarar Bassi og bregður fyrir sig, að hætti frægra, enskunni: „With ya dumb ass face you aint eating but i swear u got some bum ass taste !? Og hvernig væri að redda mér reikning í panama with your scammin ass allavegana nota peninginn sem þú ert að scama i að kaupa handa mer burkin“. Þegar þetta er skrifað hefur Bjarni ekki enn brugðist við þeim hugmyndum eða hinum óvæntu svörum Bassa. Og mun líklega hugsa sig um tvisvar áður en hann hættir sér í Bassa og félaga. Kosningabarátta eða ekki kosningabarátta.
Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Tónlist Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira