Fylgjast náið með aukinni virkni við Þrengslin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. mars 2021 16:24 Aukin virkni við Þrengslin hófst aðfaranótt föstudags. Vísir/Getty Alls er óvíst hvaða þýðingu aukin skjálftavirkni við Þrengslin hefur. Jarðhræringar hófust á svæðinu aðfaranótt föstudags og í nótt urðu tveir snarpir skjálftar. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að gögn og mælingar hafi hingað til ekki bent til innskotavirkni. Skjálftavirknin geti verið fyrir helbera tilviljun, enda ekki óeðlilegt að skjálftahrinur verði við Þrengslin og nágrenni. Í nótt riðu yfir tveir sæmilega stórir skjálftar rúman kílómetra vestur af Þrengslunum, annar mældist 2,6 og hinn 2,9 að stærð. Elísabet segir að sérstaklega sé fylgst með þróun mála við Þrengslin vegna eldgossins í Geldingadölum og þeirra sviðsmynda sem vísindaráð almannavarna hefur teiknað upp. Ein þeirra lýtur að kraftmiklum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum, jafnvel stærri en sex að stærð. „Okkar útreikningar benda til þess að uppbyggð spenna sé þarna.“ Stöðugt hraunrennsli hefur verið í Geldingadölum í allan dag en Elísabet kveðst þó spennt að sjá hvað nýjustu tölur yfir rennsli leiði í ljós. Þá sé enn spurning hvort gígarnir tveir renni saman í einn. Veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands sagði á fjórða tímanum að upp úr klukkan sex eða sjö myndi draga verulega úr vindi á Reykjanesskaga. Gasmengun getur orðið mikil í hægviðri og því ástæða til að ítreka við fólk að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59 Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. 28. mars 2021 14:16 „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir í samtali við fréttastofu að gögn og mælingar hafi hingað til ekki bent til innskotavirkni. Skjálftavirknin geti verið fyrir helbera tilviljun, enda ekki óeðlilegt að skjálftahrinur verði við Þrengslin og nágrenni. Í nótt riðu yfir tveir sæmilega stórir skjálftar rúman kílómetra vestur af Þrengslunum, annar mældist 2,6 og hinn 2,9 að stærð. Elísabet segir að sérstaklega sé fylgst með þróun mála við Þrengslin vegna eldgossins í Geldingadölum og þeirra sviðsmynda sem vísindaráð almannavarna hefur teiknað upp. Ein þeirra lýtur að kraftmiklum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum, jafnvel stærri en sex að stærð. „Okkar útreikningar benda til þess að uppbyggð spenna sé þarna.“ Stöðugt hraunrennsli hefur verið í Geldingadölum í allan dag en Elísabet kveðst þó spennt að sjá hvað nýjustu tölur yfir rennsli leiði í ljós. Þá sé enn spurning hvort gígarnir tveir renni saman í einn. Veðurfræðingur hjá veðurstofu Íslands sagði á fjórða tímanum að upp úr klukkan sex eða sjö myndi draga verulega úr vindi á Reykjanesskaga. Gasmengun getur orðið mikil í hægviðri og því ástæða til að ítreka við fólk að fylgjast vel með fréttum og tilkynningum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59 Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. 28. mars 2021 14:16 „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Óhugnanlega margir miðað við faraldurinn og fólk beðið um að huga að smitvörnum Fljúgandi hálka er á gönguleiðum við Geldingardali og lögregla biður fólk um að vera vel útbúið með hálkubrodda. Koma þurfti nokkrum til aðstoðar í gær sem ýmist duttu eða tognuðu á leiðinni. Björgunarsveitarmaður segir óhugnalega marga á svæðinu með tilliti til faraldursins og biður fólk um að huga að smitvörnum. 29. mars 2021 11:59
Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. 28. mars 2021 14:16
„Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58