Býst við talsvert minni og styttri bylgju en í haust Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. mars 2021 21:01 Ekki hefur tekist að rekja þau kórónuveirusmit sem greindust utan sóttkvíar um helgina. Sóttvarnalæknir býst þó við styttri bylgju nú en í haust. Tíu greindust með kórónuveiruna um helgina; sex á laugardag og fjórir á sunnudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þessi smit utan sóttkvíar áhyggjuefni. „Þessir þrír sem eru að greinast utan sóttkvíar virðast vera með mismunandi tegundir af breska afbrigðinu sem við höfum ekki fundið á landamærum, sem þýðir að einhvern veginn hafa þessi smit komist inn í landið fram hjá þeim girðingum sem við erum með á landamærum og það vekur ákveðnar áhyggjur.“ Rakning er enn í gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Þá hafa fáir þurft að fara í sóttkví út frá smitunum. „Það er ekki hægt að rekja þetta, tengja þetta við önnur smit, og það er svona ákveðið áhyggjuefni.“ Hér má sjá muninn á þeim aðgerðum sem gripið var til í upphafi þriðju bylgju annars vegar og hins vegar þeirrar fjórðu.Stöð 2 Þó að smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga fer fjórða bylgja faraldursins öllu hægar af stað en sú síðasta. Þriðja bylgjan hófst fimmtánda september en samkomutakmarkanir voru ekki hertar að ráði fyrr en tuttugu dögum síðar, 5. október. Við upphaf bylgjunnar nú liðu aðeins tveir dagar frá því að smitum fjölgaði 23. mars og þar til aðgerðir voru hertar. Þórólfur býst við talsvert styttri og minni bylgju nú en í haust. „Bylgjan var komin á verulegt skrið þegar við gripum til þessara aðgerða um mánaðamótin október, nóvember. Ég held að þetta þýði að við munum ná fyrr utan um þetta.“ Þriðja bylgja á móti þeirri fjórðu.Stöð 2 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira
Tíu greindust með kórónuveiruna um helgina; sex á laugardag og fjórir á sunnudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þessi smit utan sóttkvíar áhyggjuefni. „Þessir þrír sem eru að greinast utan sóttkvíar virðast vera með mismunandi tegundir af breska afbrigðinu sem við höfum ekki fundið á landamærum, sem þýðir að einhvern veginn hafa þessi smit komist inn í landið fram hjá þeim girðingum sem við erum með á landamærum og það vekur ákveðnar áhyggjur.“ Rakning er enn í gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Þá hafa fáir þurft að fara í sóttkví út frá smitunum. „Það er ekki hægt að rekja þetta, tengja þetta við önnur smit, og það er svona ákveðið áhyggjuefni.“ Hér má sjá muninn á þeim aðgerðum sem gripið var til í upphafi þriðju bylgju annars vegar og hins vegar þeirrar fjórðu.Stöð 2 Þó að smit hafi greinst utan sóttkvíar undanfarna daga fer fjórða bylgja faraldursins öllu hægar af stað en sú síðasta. Þriðja bylgjan hófst fimmtánda september en samkomutakmarkanir voru ekki hertar að ráði fyrr en tuttugu dögum síðar, 5. október. Við upphaf bylgjunnar nú liðu aðeins tveir dagar frá því að smitum fjölgaði 23. mars og þar til aðgerðir voru hertar. Þórólfur býst við talsvert styttri og minni bylgju nú en í haust. „Bylgjan var komin á verulegt skrið þegar við gripum til þessara aðgerða um mánaðamótin október, nóvember. Ég held að þetta þýði að við munum ná fyrr utan um þetta.“ Þriðja bylgja á móti þeirri fjórðu.Stöð 2
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Sjá meira