Ekki allt sem sýnist þó hraun virðist storknað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 20:55 Mynd sem ljósmyndari Vísis tók við gosstöðvarnar í kvöld. Lengst til hægri má sjá hvernig hraunið glóir enn þrátt fyrir að vera langt frá gígunum tveimur. Vísir/Vilhelm Svokallaðar hrauntjarnir, sem sjá má í hrauninu sem myndast hefur í gosinu í Geldingadölum, myndast vegna gríðarlegs hita hraunsins sem flæðir þar upp úr jörðinni. Náttúruvársérfræðingur bendir á að þó hraun virðist vera alveg storknað geti leynst sjóðheitt, fljótandi hraun undir og það beri að varast. Blaðamaður lagði leið sína að gosstöðvunum í dag og veitti því eftirtekt að úti í að því er virðist storknuðu hrauni, dágóðan spöl frá gígunum tveimur sem spúa í gríð og erg út hrauni, höfðu myndast einskonar pollar, þar sem glóandi hraun virtist hreinlega sjóða upp úr. Þrátt fyrir að allt um kring væri hraunið dökknað og virtist storknað. „Þetta er í raun bara út af hitanum. Þetta er 800 til 1200 gráðu heitt hraun. Þetta er eins og þegar þú kveikir undir potti og vatnið fer að sjóða þegar það er orðið hundrað gráðu heitt. Hraunið bubblar bara út af hitanum,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hún segir hreyfingar sem þessar í hrauninu einnig geta stafað af því að gas sé að losna úr hrauninu. Hraun geti fyrirvaralaust brotist út „Þetta er alveg gríðarlegur hiti, og þó svo að hraunið virðist vera storknað ofan á þá er svo mikill massi undir. Hann storknar ekkert einn, tveir og tíu,“ segir Bryndís og bætir við að undir storknuðu hrauni geti verið göng þar sem fljótandi hraun fari enn í gegn. „Þess vegna er alltaf verið að tala um að vera ekki við hraunjaðarinn. Það er verið að tala um að hraun geti brotist fram þar. Þar er ekki verið að tala um að hraun leki ofan á hrauninu og á fólk, heldur getur hraunjaðarinn hreinlega brotnað. Það er eitthvað fyrir innan sem maður sér ekki, sem þrýstist bara út,“ segir Bryndís og segir dæmi um að flæðandi hraun skjótist fyrirvaralaust út úr hrauni sem virðist þó alveg steinrunnið. Því sé vissara að hafa varann á í umgengni við hraunið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Náttúruvársérfræðingur bendir á að þó hraun virðist vera alveg storknað geti leynst sjóðheitt, fljótandi hraun undir og það beri að varast. Blaðamaður lagði leið sína að gosstöðvunum í dag og veitti því eftirtekt að úti í að því er virðist storknuðu hrauni, dágóðan spöl frá gígunum tveimur sem spúa í gríð og erg út hrauni, höfðu myndast einskonar pollar, þar sem glóandi hraun virtist hreinlega sjóða upp úr. Þrátt fyrir að allt um kring væri hraunið dökknað og virtist storknað. „Þetta er í raun bara út af hitanum. Þetta er 800 til 1200 gráðu heitt hraun. Þetta er eins og þegar þú kveikir undir potti og vatnið fer að sjóða þegar það er orðið hundrað gráðu heitt. Hraunið bubblar bara út af hitanum,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hún segir hreyfingar sem þessar í hrauninu einnig geta stafað af því að gas sé að losna úr hrauninu. Hraun geti fyrirvaralaust brotist út „Þetta er alveg gríðarlegur hiti, og þó svo að hraunið virðist vera storknað ofan á þá er svo mikill massi undir. Hann storknar ekkert einn, tveir og tíu,“ segir Bryndís og bætir við að undir storknuðu hrauni geti verið göng þar sem fljótandi hraun fari enn í gegn. „Þess vegna er alltaf verið að tala um að vera ekki við hraunjaðarinn. Það er verið að tala um að hraun geti brotist fram þar. Þar er ekki verið að tala um að hraun leki ofan á hrauninu og á fólk, heldur getur hraunjaðarinn hreinlega brotnað. Það er eitthvað fyrir innan sem maður sér ekki, sem þrýstist bara út,“ segir Bryndís og segir dæmi um að flæðandi hraun skjótist fyrirvaralaust út úr hrauni sem virðist þó alveg steinrunnið. Því sé vissara að hafa varann á í umgengni við hraunið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir „Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
„Gæti verið fyrsta skrefið í sameiningu gíganna í eina heild“ Eldfjallahópur Háskóla Íslands telur að gígarnir tveir muni brátt sameinast í einn. 28. mars 2021 13:58