Ævintýraleg öflun verðmæta á skömmum tíma á loðnuvertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2021 23:34 Skip Síldarvinnslunnar, Beitir NK 123, siglir inn til Norðfjarðar að lokinni loðnuvertíð. Einar Árnason Það er óhætt að tala um loðnuævintýri miðað við útflutningsverðmæti síðasta loðnufarms fiskiskipsins Beitis, sem reyndist 650 milljónir króna. Það tók áhöfn skipsins aðeins átta klukkustundir að ná aflanum um borð. Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá fimmtu og síðustu veiðiferð Beitis á loðnuvertíðinni, sem var í Faxaflóa þann 6. mars síðastliðinn eftir sólarhrings siglingu á miðin frá Norðfirði. Áhöfnin byrjaði á því um hádegisbil að fá loðnu gefins úr nót tveggja annarra skipa en kastaði svo sjálf þrisvar á torfuna. Svo vildi til að fyrsta beina sjónvarpsútsending frá fiskimiðum hérlendis var einmitt frá þessum túr Beitis: Þetta var á þeim tíma sem loðnan var komin á sitt verðmætasta skeið, orðin hrognafull. „Hún er komin á steypirinn,“ sagði Sturla Þórðarson skipstjóri. Átta klukkustundum síðar voru 2.200 tonn komin í lestar skipsins. Sturla Þórðarson skipstjóri í brúnni á Beiti.Sigurjón Ólason „Strákar. Við erum hættir,“ kallaði skipstjórinn í talstöðina. „Þar með er loðnuvertíð lokið.“ Við tók sólarhrings sigling til baka til Norðfjarðar. Verðmæti farmsins upp úr sjó reiknaðist 244 milljónir króna, sem gaf hásetahlut upp á þrjár og hálfa milljón króna, samkvæmt upplýsingum Síldarvinnslunnar. Þar fór farmurinn í hrognavinnslu, þar margfölduðust verðmætin en kavíarinn er langdýrasta afurð loðnunnar. Loks pökkuðust hrognin í umbúðir fyrir Japansmarkað. Þegar búið var að gera upp allt dæmið reyndist útflutningsverðmæti þessa eina loðnufarms Beitis vera um 650 milljónir króna. Smári Geirsson er fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.Einar Árnason „Og síðan smitar þetta út frá sér um allt samfélagið,“ sagði Smári Geirsson, söguritari Síldarvinnslunnar. „Þannig að það er ákveðinn spenningur hér í kringum það hvort verður loðnuvertíð eða ekki. Það skiptir mjög miklu máli.“ Fjallað var um lífið á loðnuvertíð í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Fjarðabyggð Efnahagsmál Tengdar fréttir Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var greint frá fimmtu og síðustu veiðiferð Beitis á loðnuvertíðinni, sem var í Faxaflóa þann 6. mars síðastliðinn eftir sólarhrings siglingu á miðin frá Norðfirði. Áhöfnin byrjaði á því um hádegisbil að fá loðnu gefins úr nót tveggja annarra skipa en kastaði svo sjálf þrisvar á torfuna. Svo vildi til að fyrsta beina sjónvarpsútsending frá fiskimiðum hérlendis var einmitt frá þessum túr Beitis: Þetta var á þeim tíma sem loðnan var komin á sitt verðmætasta skeið, orðin hrognafull. „Hún er komin á steypirinn,“ sagði Sturla Þórðarson skipstjóri. Átta klukkustundum síðar voru 2.200 tonn komin í lestar skipsins. Sturla Þórðarson skipstjóri í brúnni á Beiti.Sigurjón Ólason „Strákar. Við erum hættir,“ kallaði skipstjórinn í talstöðina. „Þar með er loðnuvertíð lokið.“ Við tók sólarhrings sigling til baka til Norðfjarðar. Verðmæti farmsins upp úr sjó reiknaðist 244 milljónir króna, sem gaf hásetahlut upp á þrjár og hálfa milljón króna, samkvæmt upplýsingum Síldarvinnslunnar. Þar fór farmurinn í hrognavinnslu, þar margfölduðust verðmætin en kavíarinn er langdýrasta afurð loðnunnar. Loks pökkuðust hrognin í umbúðir fyrir Japansmarkað. Þegar búið var að gera upp allt dæmið reyndist útflutningsverðmæti þessa eina loðnufarms Beitis vera um 650 milljónir króna. Smári Geirsson er fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.Einar Árnason „Og síðan smitar þetta út frá sér um allt samfélagið,“ sagði Smári Geirsson, söguritari Síldarvinnslunnar. „Þannig að það er ákveðinn spenningur hér í kringum það hvort verður loðnuvertíð eða ekki. Það skiptir mjög miklu máli.“ Fjallað var um lífið á loðnuvertíð í þættinum Um land allt í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Fjarðabyggð Efnahagsmál Tengdar fréttir Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00 Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. 28. mars 2021 23:00
Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29
Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00