Bretar stórauka fjárframlög til handbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2021 13:31 Steven Larsson var besti leikmaður breska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum 2012 og skoraði meðal annars níu mörk gegn Íslandi. getty/Jeff Gross Bretland hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir afrek sín á handboltavellinum en nú gæti það breyst. Bretar hafa ákveðið að úthluta 2,4 milljónum punda úr nýjum sjóði, National Squads Support Fund, til átta íþróttagreina sem keppt er á Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra. Meðal þeirra er handbolti. Talið er þetta hjálpi yfir hundrað íþróttamönnum að keppa á alþjóðlegum mótum sem eykur möguleika þeirra á að komast á Ólympíuleika. „Þetta er stór stund fyrir íþróttina okkar og gríðarlega mikilvægt að tryggja tilverurétt hennar á afreksstigi. Þetta hjálpar íþróttafólkinu okkar að keppa fyrir hönd Bretlands á hæsta getustigi,“ sagði Paul Bray, formaður breska handknattleikssambandsins. Auk handbolta fengu blak, sundknattleikur, glíma, mjúkbolti, listsund, sitjandi blak og blindrabolti úthlutað styrk úr sjóðnum. Bresku handboltaliðin hafa aðeins keppt á einum Ólympíuleikum, á heimavelli 2012. Þar töpuðu þau öllum leikjum sínum stórt. Ísland vann Bretland, 41-24, í lokaumferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í London fyrir níu árum. Í breska hópnum voru tveir leikmenn Aftureldingar, þeir Mark Hawkins og Christopher McDermott. Hvorugur þeirra gerði miklar rósir hér á landi. Þá gerði Atli Már Báruson, núverandi leikmaður Hauka, tilraun til að komast í breska hópinn en án árangurs. Handbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Bretar hafa ákveðið að úthluta 2,4 milljónum punda úr nýjum sjóði, National Squads Support Fund, til átta íþróttagreina sem keppt er á Ólympíuleikum og Ólympíumóti fatlaðra. Meðal þeirra er handbolti. Talið er þetta hjálpi yfir hundrað íþróttamönnum að keppa á alþjóðlegum mótum sem eykur möguleika þeirra á að komast á Ólympíuleika. „Þetta er stór stund fyrir íþróttina okkar og gríðarlega mikilvægt að tryggja tilverurétt hennar á afreksstigi. Þetta hjálpar íþróttafólkinu okkar að keppa fyrir hönd Bretlands á hæsta getustigi,“ sagði Paul Bray, formaður breska handknattleikssambandsins. Auk handbolta fengu blak, sundknattleikur, glíma, mjúkbolti, listsund, sitjandi blak og blindrabolti úthlutað styrk úr sjóðnum. Bresku handboltaliðin hafa aðeins keppt á einum Ólympíuleikum, á heimavelli 2012. Þar töpuðu þau öllum leikjum sínum stórt. Ísland vann Bretland, 41-24, í lokaumferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í London fyrir níu árum. Í breska hópnum voru tveir leikmenn Aftureldingar, þeir Mark Hawkins og Christopher McDermott. Hvorugur þeirra gerði miklar rósir hér á landi. Þá gerði Atli Már Báruson, núverandi leikmaður Hauka, tilraun til að komast í breska hópinn en án árangurs.
Handbolti Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni