Tíndu upp leifar af hundruðum mannbrodda við eldstöðina Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 22:03 Sjálfboðaliðar samtakanna Seeds við hreinsunarstarf við gossvæðið í Geldingadölum í dag. SEEDS Átta sjálfboðaliðar frá sjö löndum tíndu upp rusl við eldstöðina í Geldingadölum í dag. Fyrir utan sígarettustubba, munntóbakspoka, dósir og annað smálegt hirtu þeir upp leifar hundraða mannbrodda frá göngufólki. Nokkuð hefur verið kvartað undan umgengni ferðafólks á gossvæðinu í Geldingadölum undanfarna daga. Um helgina var greint frá því að fólk hefði skilið eftir sig umbúðir um áfengi og að útgangurinn hafi verið eins og eftir útihátíð. Þær fréttir urðu sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS tilefni til þess að skipuleggja ferð til að týna upp rusl í Geldingadölum í dag. Oscar Uscategui, forstöðumaður Seeds á Íslandi, segir að fleiri hafi viljað taka þátt en komust með. Af sóttvarnaástæðum fóru átta sjálfboðaliðar á svæðið í morgun: tveir frá Eistlandi og einn frá Sviss, Frakklandi, Kólumbíu, Spáni, Þýskalandi og Slóveníu. Hópurinn var mættur í Geldingadali áður en ferðamönnum var hleypt þangað klukkan níu í morgun. Oscar, sem er sjálfur frá Kólumbíu, segir að sjálfboðaliðarnir hafi tínt upp mikið drasl þó að ástandið hafi verið skárra en lýsingar á því hljómuðu. „Það var mikið af klæðnaði sem fólk hefur glatað eins og hönskum, vettlingum, húfum, treflum en við fundum líka hundruð mannbrodda, bæði broddana sjálfa og gúmmíið,“ segir Oscar við Vísi. Þá var mikið af sígarettustubbum og munntóbakspokum sem tóbaksfíklar höfðu skilið eftir sig, andlitsgrímur, dósir, flöskur og tappar. Hreinsunarstarfið stóð til klukkan 13:00 í dag. Oscar segir að hópurinn hafi haldið sig sunnan- og vestanmegin í dalnum þar sem hlíð austan megin við eldkeiluna var lokuð vegna vindáttar og gasmengunar í dag. Ef veður leyfir hyggst hópurinn fara aftur á gossvæðið í næstu viku og týna upp rusl austanmegin í dalnum. Sjálfboðaliðarnir týndu upp mikið af fatnaði og leifum af mannbroddum.SEEDS Hreinsuðu burtu ösku eftir Eyjafjallajökulsgosið Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem SEEDS standa fyrir hreinsunarstarfi á Íslandi. Samtökin hafa starfað hér í fimmtán ár og hefur sjálfboðaliða á sínum snærum um allt land. Þeir sinna að mestu leyti umhverfisverkefnum og náttúruvernd. Oscar nefnir sem dæmi að sjálfboðaliðar samtakanna hafi lagt hönd á plóg við að hreinsa ösku sem lagðist yfir býli í nágrenni Eyjafjallajökuls í eldgosinu þar árið 2010. „Við sendum nokkra hópa til að hjálpa bændum að losna við gosösku af túnum, húsum og hlöðum,“ segir Oscar. Þrír úr hópnum stilla sér upp með ruslapokana fyrir framan hraunið og eldkeiluna í Geldingadölum þriðjudaginn 30. mars 2021.SEEDS Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Góðverk Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Nokkuð hefur verið kvartað undan umgengni ferðafólks á gossvæðinu í Geldingadölum undanfarna daga. Um helgina var greint frá því að fólk hefði skilið eftir sig umbúðir um áfengi og að útgangurinn hafi verið eins og eftir útihátíð. Þær fréttir urðu sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS tilefni til þess að skipuleggja ferð til að týna upp rusl í Geldingadölum í dag. Oscar Uscategui, forstöðumaður Seeds á Íslandi, segir að fleiri hafi viljað taka þátt en komust með. Af sóttvarnaástæðum fóru átta sjálfboðaliðar á svæðið í morgun: tveir frá Eistlandi og einn frá Sviss, Frakklandi, Kólumbíu, Spáni, Þýskalandi og Slóveníu. Hópurinn var mættur í Geldingadali áður en ferðamönnum var hleypt þangað klukkan níu í morgun. Oscar, sem er sjálfur frá Kólumbíu, segir að sjálfboðaliðarnir hafi tínt upp mikið drasl þó að ástandið hafi verið skárra en lýsingar á því hljómuðu. „Það var mikið af klæðnaði sem fólk hefur glatað eins og hönskum, vettlingum, húfum, treflum en við fundum líka hundruð mannbrodda, bæði broddana sjálfa og gúmmíið,“ segir Oscar við Vísi. Þá var mikið af sígarettustubbum og munntóbakspokum sem tóbaksfíklar höfðu skilið eftir sig, andlitsgrímur, dósir, flöskur og tappar. Hreinsunarstarfið stóð til klukkan 13:00 í dag. Oscar segir að hópurinn hafi haldið sig sunnan- og vestanmegin í dalnum þar sem hlíð austan megin við eldkeiluna var lokuð vegna vindáttar og gasmengunar í dag. Ef veður leyfir hyggst hópurinn fara aftur á gossvæðið í næstu viku og týna upp rusl austanmegin í dalnum. Sjálfboðaliðarnir týndu upp mikið af fatnaði og leifum af mannbroddum.SEEDS Hreinsuðu burtu ösku eftir Eyjafjallajökulsgosið Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem SEEDS standa fyrir hreinsunarstarfi á Íslandi. Samtökin hafa starfað hér í fimmtán ár og hefur sjálfboðaliða á sínum snærum um allt land. Þeir sinna að mestu leyti umhverfisverkefnum og náttúruvernd. Oscar nefnir sem dæmi að sjálfboðaliðar samtakanna hafi lagt hönd á plóg við að hreinsa ösku sem lagðist yfir býli í nágrenni Eyjafjallajökuls í eldgosinu þar árið 2010. „Við sendum nokkra hópa til að hjálpa bændum að losna við gosösku af túnum, húsum og hlöðum,“ segir Oscar. Þrír úr hópnum stilla sér upp með ruslapokana fyrir framan hraunið og eldkeiluna í Geldingadölum þriðjudaginn 30. mars 2021.SEEDS
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Góðverk Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira