Handbolti

Skövde í undan­úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bjarni Ófeigur í leik með Skövde.
Bjarni Ófeigur í leik með Skövde. SLA.SE

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar í Skövde eru komnir í undanúrslit sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir öruggan fimm marka sigur á Alingsas í dag, lokatölur 26-21. 

Aron Dagur Pálsson lék ekki með Alingsas í dag.

Var þetta fjórði leikur liðanna í baráttunni um sæti í undanúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Fyrir leikinn hafði Skövde unnið tvo leiki en Alingsas einn. Það var snemma ljóst að Skövde myndi fara áfram en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 14-7.

Þó svo að Alingsas hafi bitið frá sér í síðari hálfleik dugði það ekki til og Skövde vann leikinn á endanum með fimm marka mun, lokatölur 26-21. Bjarni Ófeigur komst ekki á blað í liði Skövde í dag.

Bjarni Ófeigur og félagar eru því komnir áfram í undanúrslit líkt og Savehov. Íslendingalið Kristianstad þarf einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í undanúrslitum líkt og Lugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×