Á fimmta tug mætt á sóttkvíarhótelið og óvíst hvort fólkið megi fara út af herbergjum sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2021 18:56 Örvar Rafnsson og Áslaug Yngvadóttir eru umsjónarmenn sóttkvíarhótelsins. VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Á fimmta tug hafa nú skráð sig inn á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún sem var opnað í morgun. Önnur flugvél er væntanleg til landsins í kvöld og bætist þá í hópinn. Umsjónarmaður hótelsins segir óvíst hvort fólkið muni megi fara út af herbergjum sínum eða ekki. Unnið sé að útfærslu reglna. Samhliða hertum sóttvarnarráðstöfunum á landamærum sem tóku gildi á miðnætti var sóttkvíarhótelið við Þórunnartún opnað í morgun. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á hótelið á milli fyrri og seinni sýnatöku. Það eru Sjúkratryggingar sem leigja húsnæðið undir starfsemina en Rauði krossinn hefur umsjón með hótelinu og þjónustar gesti þess. Fyrstu tveir gestirnir komu frá London í morgun. Þá komu átján gestir upp úr hádegi sem komu frá Frankfurt. Frá sóttkvíarhótelinu í dag.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON „Þetta er ekki búið að vera snurðulaust. Við erum alveg að læra af mistökunum en við vorum svolítið heppin að fyrsta vélin var bara með tvo og svo fengum við átján þannig við fengum að gera mistök án þess að væri eitthvað rosalega mikið stress,“ segir Áslaug Ellen Yngvadóttir, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. Heilt yfir hafi þó gengið vel. Búið er að ráða tæplega áttatíu starfsmenn á hótelið. Starfsmennirnir voru að klæða sig í búnaðinn þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan fimm í dag. Skömmu síðar komu um 38 gestir á hótelið. Frá sóttkvíarhótelinu í dag.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON „Þau þurfa að fara yfir hjá hvort öðru hvort allt sé rétt gert og við hjá þeim því við þurfum náttúrulega að huga vel að sóttvörnum okkar starfsmanna,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Von er á fleiri gestum í kvöld. „Svo kemur önnur vel seinna í kvöld og þá koma örugglega yfir hundrað manns þannig þetta verður langur og strangur dagur hjá okkur hérna á hótelinu,“ segir Örvar Rafnsson, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. Frá sóttkvíarhótelinu í dag. VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Og hvað má fólk gera á hótelinu? „Bara njóta og lifa rólega í sóttkví. Það er eiginlega það sem má gera,“ segir Áslaug. Má fólk fara út af herberginu sínu? „Við vorum bara að opna í dag og það eru hlutir sem eru enn ekki komnir á hreint. Við erum að vinna í því að útfæra það hvernig það verður, ef það verður leyft. Þetta er flókið, þetta er stórt hótel og það verður mjög mikið af fólki hérna og við þurfum að tryggja öryggi okkar gesta. Það geta líka verið hópar að koma á sama tíma, rútur að koma, þetta er mjög flókið mál þannig að við erum bara að vinna í því hvernig það verður?,“ segir Áslaug. Þannig það er ekki alveg komið á hreint hvernig það verður? „Í rauninni ekki,“ segir Áslaug. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. 1. apríl 2021 13:23 Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Samhliða hertum sóttvarnarráðstöfunum á landamærum sem tóku gildi á miðnætti var sóttkvíarhótelið við Þórunnartún opnað í morgun. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á hótelið á milli fyrri og seinni sýnatöku. Það eru Sjúkratryggingar sem leigja húsnæðið undir starfsemina en Rauði krossinn hefur umsjón með hótelinu og þjónustar gesti þess. Fyrstu tveir gestirnir komu frá London í morgun. Þá komu átján gestir upp úr hádegi sem komu frá Frankfurt. Frá sóttkvíarhótelinu í dag.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON „Þetta er ekki búið að vera snurðulaust. Við erum alveg að læra af mistökunum en við vorum svolítið heppin að fyrsta vélin var bara með tvo og svo fengum við átján þannig við fengum að gera mistök án þess að væri eitthvað rosalega mikið stress,“ segir Áslaug Ellen Yngvadóttir, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. Heilt yfir hafi þó gengið vel. Búið er að ráða tæplega áttatíu starfsmenn á hótelið. Starfsmennirnir voru að klæða sig í búnaðinn þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan fimm í dag. Skömmu síðar komu um 38 gestir á hótelið. Frá sóttkvíarhótelinu í dag.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON „Þau þurfa að fara yfir hjá hvort öðru hvort allt sé rétt gert og við hjá þeim því við þurfum náttúrulega að huga vel að sóttvörnum okkar starfsmanna,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Von er á fleiri gestum í kvöld. „Svo kemur önnur vel seinna í kvöld og þá koma örugglega yfir hundrað manns þannig þetta verður langur og strangur dagur hjá okkur hérna á hótelinu,“ segir Örvar Rafnsson, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. Frá sóttkvíarhótelinu í dag. VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSON Og hvað má fólk gera á hótelinu? „Bara njóta og lifa rólega í sóttkví. Það er eiginlega það sem má gera,“ segir Áslaug. Má fólk fara út af herberginu sínu? „Við vorum bara að opna í dag og það eru hlutir sem eru enn ekki komnir á hreint. Við erum að vinna í því að útfæra það hvernig það verður, ef það verður leyft. Þetta er flókið, þetta er stórt hótel og það verður mjög mikið af fólki hérna og við þurfum að tryggja öryggi okkar gesta. Það geta líka verið hópar að koma á sama tíma, rútur að koma, þetta er mjög flókið mál þannig að við erum bara að vinna í því hvernig það verður?,“ segir Áslaug. Þannig það er ekki alveg komið á hreint hvernig það verður? „Í rauninni ekki,“ segir Áslaug.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. 1. apríl 2021 13:23 Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. 1. apríl 2021 13:23
Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48
Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01