Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.
Á morgun má búast við suðvestan hvassviðri eða stormi, þó hægara verði suðvestanlands. Súld eða rigning en þurrt á Austurlandi. Snýst í norðan tíu til fimmtán metra á sekúndu um kvöldið með snjókomu eða éljum og kólnar hratt.
Á páskadag er búist við stífri norðanátt með éljum og talsverðu frosti norðan heiða. Síðdegis á páskadag er útlit fyrir hvassviðri eða storm austantil á landinu.
Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofunni:
Á sunnudag (páskadagur):
Norðan 15-23 m/s, hvasst austast, en dregur talsvert úr vindi V-lands síðdegis. Éljagangur á N-verðu landinu, en víða léttskýjað sunnan heiða. Frost 4 til 15 stig, mest inn til landsins.
Á mánudag (annar í páskum):
Norðvestan og vestan 8-13 m/s og él, en bjartviðri SA-lands. Frost víða 1 til 8 stig, en frostlaust við SV-ströndina.
Á þriðjudag:
Fremur hæg vestlæg átt og bjart með köflum. Frost víða 0 til 8 stig, en frostlaust á S- og V-landi.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðaustanhvassviðri með snjókomu víða um land og herðir á frosti.
Á fimmtudag:
Líklega stíf norðanátt með éljum og talsverðu frosti, en björtu veðri S- og V-lands.