Heimamenn hófu leikinn betur, skoruðu fyrstu tvö mörkin og leiddu mest með þremur mörkum í fyrri hálfleik. Undir lok hálfleiksins fór þó að halla undan fæti og voru Flensburg einu marki yfir þegar fyrri hálfleikur rann sitt skeið, staðan þá 18-17 gestunum í vil.
Flensburg náði mest fimm marka forystu í síðari hálfleik og héldu Magdebug tveimur til þremur mörkum frá sér allt þangað til leik lauk, lokatölur 32-29 og Flensburg fer með þar með á topp deildarinnar með 36 stig að loknum 20 leikjum.
Þar á eftir kemur Kiel með 35 stig að loknum jafn mörgum leikjum en Magdeburg er í 3. sæti með 34 stig að loknum 23 leikjum. Rhein-Neckar Löwen eru sæti neðar með jafn mörg stig eftir jafn marga leiki.
Alexander skoraði tvö mörk í liði Flensburg á meðan Ómar Ingi gerði sjö í liði Magdeburgar. Var hann markahæstur ásamt Norðmanninum Christian O´Sullivan.