Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks Sylvía Hall skrifar 4. apríl 2021 14:14 Fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins komu á fimmtudag. Einhverjir gestir hafa þó ákveðið að bera skyldudvöl sína undir dómstóla og einn hefur yfirgefið hótelið. Vísir/Arnar Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum. Þessa stundina eru 216 gestir á sóttkvíarhótelinu og segir Gunnlaugur Bragi Björnsson upplýsingafulltrúi að flestir sýni stöðunni skilning. „Okkar hlutverk er fyrst og fremst að tryggja að fólk hafi það sæmilegt hér á meðan það þarf að dvelja hérna.“ Líkt og áður hefur verið greint frá eru ekki allir allskostar sáttir við það að þurfa að dvelja á hótelinu. Í dag verða teknar fyrir kærur í Héraðsdómi Reykjavíkur frá gestum sem krefjast þess að taka út sóttkvína heima hjá sér. Gunnlaugur segir engan hindra för fólks, kjósi það að yfirgefa hótelið. Starfsfólki sé þó skylt að tilkynna slíkt til lögreglu. „Starfsfólk Rauða krossins hefur hvorki heimild né vilja til að hindra för fólks, það er annarra að gera það. Okkar fólk mun alltaf reyna að upplýsa gesti um að þeim sé ráðlagt að vera og það að fara sé brot á sóttkví og þar með sóttvarnalögum en það mun ekki hindra för fólks.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Kröfur vegna sóttkvíarhótels teknar fyrir í dag Tvær af þremur kröfum sem voru væntanlegar hafa borist Héraðsdómi Reykjavíkur og líklegt þykir að fyrirtaka í málunum verði eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari í samtali við fréttastofu. 4. apríl 2021 10:22 Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Hyggst ekki endurskoða umdeilda reglugerð um sóttkvíarhótel Heilbrigðisráðherra segir það ekki koma til greina eins og er að endurskoða reglugerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtudag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi. 3. apríl 2021 21:34 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Þessa stundina eru 216 gestir á sóttkvíarhótelinu og segir Gunnlaugur Bragi Björnsson upplýsingafulltrúi að flestir sýni stöðunni skilning. „Okkar hlutverk er fyrst og fremst að tryggja að fólk hafi það sæmilegt hér á meðan það þarf að dvelja hérna.“ Líkt og áður hefur verið greint frá eru ekki allir allskostar sáttir við það að þurfa að dvelja á hótelinu. Í dag verða teknar fyrir kærur í Héraðsdómi Reykjavíkur frá gestum sem krefjast þess að taka út sóttkvína heima hjá sér. Gunnlaugur segir engan hindra för fólks, kjósi það að yfirgefa hótelið. Starfsfólki sé þó skylt að tilkynna slíkt til lögreglu. „Starfsfólk Rauða krossins hefur hvorki heimild né vilja til að hindra för fólks, það er annarra að gera það. Okkar fólk mun alltaf reyna að upplýsa gesti um að þeim sé ráðlagt að vera og það að fara sé brot á sóttkví og þar með sóttvarnalögum en það mun ekki hindra för fólks.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Kröfur vegna sóttkvíarhótels teknar fyrir í dag Tvær af þremur kröfum sem voru væntanlegar hafa borist Héraðsdómi Reykjavíkur og líklegt þykir að fyrirtaka í málunum verði eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari í samtali við fréttastofu. 4. apríl 2021 10:22 Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Hyggst ekki endurskoða umdeilda reglugerð um sóttkvíarhótel Heilbrigðisráðherra segir það ekki koma til greina eins og er að endurskoða reglugerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtudag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi. 3. apríl 2021 21:34 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um viðtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Kröfur vegna sóttkvíarhótels teknar fyrir í dag Tvær af þremur kröfum sem voru væntanlegar hafa borist Héraðsdómi Reykjavíkur og líklegt þykir að fyrirtaka í málunum verði eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari í samtali við fréttastofu. 4. apríl 2021 10:22
Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06
Hyggst ekki endurskoða umdeilda reglugerð um sóttkvíarhótel Heilbrigðisráðherra segir það ekki koma til greina eins og er að endurskoða reglugerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtudag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi. 3. apríl 2021 21:34