Staðan var 1-1 þegar atvikið átti sér stað. Juan Cala hafði komið heimamönnum í Cadiz yfir á 14. mínútu, en Kevin Gameiro jafnaði metin fimm mínútum síðar.
Á 30. mínútu tóku Cadiz aukaspyrnu, en þegar aukaspyrnan var tekin lenti honum og Juan Cala saman. Eftir stutt orðaskipti þurftu leikmenn beggja liða að halda aftur af Diakhaby.
Leikurinn var stöðvaður og þegar dómari leiksins spurði Diahkaby út í hvað hefði gerst, gekk hann af velli ásamt liðsfélögum sínum.
— Valencia CF (@valenciacf_en) April 4, 2021
The team have held a meeting and decided to continue the game, in order to fight for the honour of the club, but denounce racism of any kind.#CádizValencia
Eftir smá fundarhöld leikmanna Valencia ákváðu þeir að halda áfram leik. Mouctar Diahkaby snéri þó ekki aftur á völlinn. Juan Cala spilaði hinsvegar áfram, en var skipt af velli í hálfleik.
Svo fór að Cadiz fór með sigur af hólmi, en það var Marcos Mauro sem skoraði sigurmarkið á 88. mínútu.
We offer our complete backing to @Diakhaby_5
— Valencia CF (@valenciacf_en) April 4, 2021
The player, who had received a racial insult, requested that his teammates return to the pitch.
WE SUPPORT YOU MOUCTAR
pic.twitter.com/iPtPSpdNYv