Minni umferð í dag en verið hefur og opið áfram á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. apríl 2021 22:34 Eldgos í Geldingadölum á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Nokkuð færra fólk lagði leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag samanborið við síðustu daga. Aðeins voru um tvö til þrjú hundruð bílar á svæðinu þegar mest lét í dag. Gert er ráð fyrir að svæðið verði áfram opið á morgun en lokað var í gær vegna veðurs. „Það var einhver straumur fólks þarna en miklu minni heldur en síðustu daga, enda bauð veðrið kannski ekki upp á einhverja blíðu. Það var sjö til níu stiga frost og lengi vel 15-20 metrar og sló upp í 25 og jafnvel 29 metra í kviðum þarna um eitt leytið. Sem er meira heldur en maður myndi kæra sig um,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. „Mest var á bílastæðunum svona tvö til þrjú hundruð bílar, á bílastæðum sem taka þúsund um það bil, sem segir dálítið mikið,“ segir Gunnar. Hann segir að dagurinn hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. „Þessi óhöpp hafa verið mikið að gerast þegar það fer að skyggja og fólk er á leiðinni niður, jafnvel í myrkri, þannig að ég myndi ekki vilja fullyrða,“ sagði Gunnar þegar Vísir ræddi við hann fyrr í kvöld, en þá var fólk enn á svæðinu þótt það væru ekki ýkja margir. „Vonandi sleppur þetta bara vel.“ Hann kveðst ekki vita til þess að þurft hafi að hafa afskipti af fólki á svæðinu sem hafi átt að vera í sóttkví. Slík tilfelli hafi komið upp fyrir einhverjum dögum þegar fólki sem átti að vera í sóttkví var vísað frá svæðinu. Hann gerir ráð fyrir að svæðið verði opið áfram á morgun frá klukkan sex í fyrramálið til sex annað kvöld. „Ég geri ráð fyrir því. Það á að vera betra veður,“ segir Gunnar. Mikið hefur mætt á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og öðrum viðbragðsaðilum undanfarna daga og vikur, ekki aðeins vegna eldgossins. „Hitt stóra verkefnið okkar er náttúrlega uppi í flugstöð, með flugfarþegana og covid. Við erum að vinna, embættið, í þessum tveimur stóru verkefnum á sama tíma,“ segir Gunnar. „Á milli liggja þessi almennu daglegu verkefni,“ segir Gunnar. Birta kort sem sýnir þykktardreifingu hraunsins Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í kvöld kort á Facebook-síðu sinni sem sýnir þykktardreifingu hraunsins í Geldingadölum. Kortið sýnir þykkt hraunsins frá því á föstudaginn ásamt upplýsingum um flæði, rúmmál og flatarmál þess. „Gögnin byggja á ítarlegum myndmælingum úr drónum, en til grundvallar var nákvæmt hæðarlíkan af landinu frá því fyrir gos, auk ýmissa mælinga á vettvangi. Fleiri kort og upplýsingar munu birtast næstu daga,“ segir í færslunni sem sjá má hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
„Það var einhver straumur fólks þarna en miklu minni heldur en síðustu daga, enda bauð veðrið kannski ekki upp á einhverja blíðu. Það var sjö til níu stiga frost og lengi vel 15-20 metrar og sló upp í 25 og jafnvel 29 metra í kviðum þarna um eitt leytið. Sem er meira heldur en maður myndi kæra sig um,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við Vísi. „Mest var á bílastæðunum svona tvö til þrjú hundruð bílar, á bílastæðum sem taka þúsund um það bil, sem segir dálítið mikið,“ segir Gunnar. Hann segir að dagurinn hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. „Þessi óhöpp hafa verið mikið að gerast þegar það fer að skyggja og fólk er á leiðinni niður, jafnvel í myrkri, þannig að ég myndi ekki vilja fullyrða,“ sagði Gunnar þegar Vísir ræddi við hann fyrr í kvöld, en þá var fólk enn á svæðinu þótt það væru ekki ýkja margir. „Vonandi sleppur þetta bara vel.“ Hann kveðst ekki vita til þess að þurft hafi að hafa afskipti af fólki á svæðinu sem hafi átt að vera í sóttkví. Slík tilfelli hafi komið upp fyrir einhverjum dögum þegar fólki sem átti að vera í sóttkví var vísað frá svæðinu. Hann gerir ráð fyrir að svæðið verði opið áfram á morgun frá klukkan sex í fyrramálið til sex annað kvöld. „Ég geri ráð fyrir því. Það á að vera betra veður,“ segir Gunnar. Mikið hefur mætt á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og öðrum viðbragðsaðilum undanfarna daga og vikur, ekki aðeins vegna eldgossins. „Hitt stóra verkefnið okkar er náttúrlega uppi í flugstöð, með flugfarþegana og covid. Við erum að vinna, embættið, í þessum tveimur stóru verkefnum á sama tíma,“ segir Gunnar. „Á milli liggja þessi almennu daglegu verkefni,“ segir Gunnar. Birta kort sem sýnir þykktardreifingu hraunsins Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í kvöld kort á Facebook-síðu sinni sem sýnir þykktardreifingu hraunsins í Geldingadölum. Kortið sýnir þykkt hraunsins frá því á föstudaginn ásamt upplýsingum um flæði, rúmmál og flatarmál þess. „Gögnin byggja á ítarlegum myndmælingum úr drónum, en til grundvallar var nákvæmt hæðarlíkan af landinu frá því fyrir gos, auk ýmissa mælinga á vettvangi. Fleiri kort og upplýsingar munu birtast næstu daga,“ segir í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira