Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að síðdegis séu þó líkur á stöku éljum á Suðausturlandi og við vesturströndina.
„Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum á Norðausturlandi, en hitinn skríður yfir frostmark syðst á landinu yfir hádaginn.
Hægt vaxandi austlæg átt á morgun, 10-15 m/s annað kvöld, en þá verður norðaustan hvassviðri norðvestantil á landinu. Það verður snjókoma víða um land á morgun og frost á bilinu 1 til 7 stig, en við suðvesturströndina verður hitinn nálægt frostmarki og úrkoman gæti fallið sem slydda,“ segir í tilkynningunni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Suðaustlæg átt 5-13 m/s, en hvessir eftir hádegi, norðaustan 13-20 um kvöldið. Snjókoma víða um land og frost 1 til 7 stig, en slydda við SV-ströndina með hita nálægt frostmarki.
Á fimmtudag: Norðan og norðaustan 10-18, en dregur úr vindi V-lands síðdegis. Él á N- og A-landi, en bjartviðri sunnan heiða. Frost víða 3 til 8 stig, en kólnar um kvöldið.
Á föstudag: Norðvestan 10-18, en mun hægari vindur um landið V-vert. Víða léttskýjað, en stöku él við S- og A-ströndina. Hiti breytist lítið.
Á laugardag: Vestlæg átt og dálítil snjókoma eða rigning V-til með hita um eða yfir frostmarki. Bjartviðri um landið A-vert og áfram kalt í veðri.
Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt og dálítil rigning eða snjókoma, en þurrt á NA- og A-landi. Heldur hlýnandi.
Á mánudag: Útlit fyrir norðaustlæga átt með lítilsháttar snjókomu N- og A-lands. Hiti kringum frostmark.