Norður-Kórea tekur ekki þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. apríl 2021 10:00 Íþróttafólk frá Norður-Kóreu mun ekki taka þátt á Ólympíuleikunum í sumar. Stanislav Kogiku/Getty Images Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að íþróttafólk þeirra muni ekki taka þátt á Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar. Þeir segja að þetta sé gert til að vernda íþróttafólkið fyrir kórónaveirufaraldrinum. Nágrannar þeirra í Suður-Kóreu höfðu vonast til að nota leikana til að ræða við yfirvöld í Norður-Kóreu, en þessi ákvörðun setur strik í reikninginn. Árið 2018 sendu þessar tvær þjóðir sameiginlegt lið á vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Ákvörðunin þýðir að Norður-Kórea er fyrsta stóra þjóðin til að sleppa leikunum vegna faraldursins, en leikarnir eiga að hefjast 23. júlí. North Korea has reportedly decided drop out of the forthcoming Tokyo Olympics due to concerns its athletes could contract coronavirus. https://t.co/VZoLOadSx1— CNN (@CNN) April 6, 2021 Áður höfðu yfirvöld í Japan tilkynnt að engir utanaðkomandi áhorfenur væru leyfðir. Það var gert af sömu ástæðu og Norður-Kórea ákveður að taka ekki þátt, til að vernda íþróttafólkið gegn kórónaveirunni. Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, segja að landið hafi engin tilfelli af veirunni. Sérfræðingar segja það þó ólíklegt. Þetta verður í fyrsta skipti sem Norður-Kórea missir af Ólympíuleikum síðan 1988 þegar þeir sniðgengu leikana í Seoul í kalda stríðinu. Harðar aðgerðir í Norður-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa notast við harðar aðgerðir gegn útbreiðslu faraldursins síðan hann braust út snemma á síðasta ári.Landamærum var lokað í janúar í fyrra, og hundruð erlendra ríkisborgara voru settir í sóttkví í höfuðborg landsins. Síðan snemma síðasta árs hefur lestum og vögnum verið bannað að koma og fara úr landinu, og flest millilandaflug verið stoppuð.Áhyggjur í Japan Undirbúningsviðburði fyrir Ólympíuleikana hefur nú verið aflýst í Japan eftir að smit greindust í æfingabúðum japanska sundpólóliðsins, þar sem sjö greindust með veiruna.Þetta kemur stuttlega eftir að hætta þurfti við Osaka-legginn af hlaupinu með Ólympíueldinn þar sem að fjöldi smita í borginni náði nýjum hæðum.Japanir hafa áhyggjur af því að meira smitandi afbrigði veirunnar séu að koma fjórðu bylgju landsins af stað. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Nágrannar þeirra í Suður-Kóreu höfðu vonast til að nota leikana til að ræða við yfirvöld í Norður-Kóreu, en þessi ákvörðun setur strik í reikninginn. Árið 2018 sendu þessar tvær þjóðir sameiginlegt lið á vetrarólympíuleikana í Pyeongchang í Suður-Kóreu. Ákvörðunin þýðir að Norður-Kórea er fyrsta stóra þjóðin til að sleppa leikunum vegna faraldursins, en leikarnir eiga að hefjast 23. júlí. North Korea has reportedly decided drop out of the forthcoming Tokyo Olympics due to concerns its athletes could contract coronavirus. https://t.co/VZoLOadSx1— CNN (@CNN) April 6, 2021 Áður höfðu yfirvöld í Japan tilkynnt að engir utanaðkomandi áhorfenur væru leyfðir. Það var gert af sömu ástæðu og Norður-Kórea ákveður að taka ekki þátt, til að vernda íþróttafólkið gegn kórónaveirunni. Yfirvöld í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, segja að landið hafi engin tilfelli af veirunni. Sérfræðingar segja það þó ólíklegt. Þetta verður í fyrsta skipti sem Norður-Kórea missir af Ólympíuleikum síðan 1988 þegar þeir sniðgengu leikana í Seoul í kalda stríðinu. Harðar aðgerðir í Norður-Kóreu Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa notast við harðar aðgerðir gegn útbreiðslu faraldursins síðan hann braust út snemma á síðasta ári.Landamærum var lokað í janúar í fyrra, og hundruð erlendra ríkisborgara voru settir í sóttkví í höfuðborg landsins. Síðan snemma síðasta árs hefur lestum og vögnum verið bannað að koma og fara úr landinu, og flest millilandaflug verið stoppuð.Áhyggjur í Japan Undirbúningsviðburði fyrir Ólympíuleikana hefur nú verið aflýst í Japan eftir að smit greindust í æfingabúðum japanska sundpólóliðsins, þar sem sjö greindust með veiruna.Þetta kemur stuttlega eftir að hætta þurfti við Osaka-legginn af hlaupinu með Ólympíueldinn þar sem að fjöldi smita í borginni náði nýjum hæðum.Japanir hafa áhyggjur af því að meira smitandi afbrigði veirunnar séu að koma fjórðu bylgju landsins af stað.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira