Líkti fremstu mönnum Arsenal við litla mafíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2021 13:30 Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette fengu á baukinn frá Gary Neville. getty/Stuart MacFarlane Gary Neville líkti sóknarmönnum Arsenal við litla mafíu sem hefðu snúist gegn stjóra liðsins, Mikel Arteta. Neville sagðist hafa þótt mjög óþægilegt að horfa á Arsenal í 3-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. „Í hálfleik fannst mér það sem ég hafði séð mjög óþægilegt. Eftir leikinn sat ég aðeins lengur og talaði við Martin Tyler. Mér leið ekki vel með það sem ég sá,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gær. „Það hefur nokkrum sinnum gerst í gegnum árin að ég hef reiðst eftir leiki en það er mjög sjaldgæft. Ég man eftir að QPR var lið sem ég var alls ekki hrifinn af þegar við vorum að byrja með Monday Night Football, mér fannst eitthvað rangt við Sunderland og nokkrum sinnum fannst mér Chelsea snúast gegn stjóranum sínum.“ Neville sagðist hafa upplifað það sama þegar hann horfði á leikmenn Arsenal. „Á laugardaginn fannst mér nokkrir leikmenn framarlega á vellinum vera eins og lítil mafía. Þetta virtist vera lítill hópur leikmanna sem leið ekki vel, eins og tengingin milli þeirra og stjórans væri ekki til staðar. Það leit út eins og stjórinn hefði fengið sig fullsaddan af þeim,“ sagði Neville. Hann sakaði fremstu menn Arsenal um að leggja sig ekki nógu mikið fram í leiknum gegn Liverpool og sagði að Martin Ødegaard hefði verið sá eini sem hefði reynt að pressa. „Ég myndi ganga svo langt að segja að hinir hefðu verið grín. Það var engin orka. Calum Chambers, sá heiðarlegi drengur, var að reyna að ýta við Nicolas Pepe. Mér fannst vanta meira framlag frá þeim,“ sagði Neville. „Mikel Arteta sagðist hafa verið brugðið. Ég held að hann hafi verið í áfalli yfir því sem hann sá frá fremstu mönnum sínum þegar Arsenal var ekki með boltann. Ég gæti sýnt tuttugu dæmi um það.“ Arsenal er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira
Neville sagðist hafa þótt mjög óþægilegt að horfa á Arsenal í 3-0 tapinu fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. „Í hálfleik fannst mér það sem ég hafði séð mjög óþægilegt. Eftir leikinn sat ég aðeins lengur og talaði við Martin Tyler. Mér leið ekki vel með það sem ég sá,“ sagði Neville í Monday Night Football á Sky Sports í gær. „Það hefur nokkrum sinnum gerst í gegnum árin að ég hef reiðst eftir leiki en það er mjög sjaldgæft. Ég man eftir að QPR var lið sem ég var alls ekki hrifinn af þegar við vorum að byrja með Monday Night Football, mér fannst eitthvað rangt við Sunderland og nokkrum sinnum fannst mér Chelsea snúast gegn stjóranum sínum.“ Neville sagðist hafa upplifað það sama þegar hann horfði á leikmenn Arsenal. „Á laugardaginn fannst mér nokkrir leikmenn framarlega á vellinum vera eins og lítil mafía. Þetta virtist vera lítill hópur leikmanna sem leið ekki vel, eins og tengingin milli þeirra og stjórans væri ekki til staðar. Það leit út eins og stjórinn hefði fengið sig fullsaddan af þeim,“ sagði Neville. Hann sakaði fremstu menn Arsenal um að leggja sig ekki nógu mikið fram í leiknum gegn Liverpool og sagði að Martin Ødegaard hefði verið sá eini sem hefði reynt að pressa. „Ég myndi ganga svo langt að segja að hinir hefðu verið grín. Það var engin orka. Calum Chambers, sá heiðarlegi drengur, var að reyna að ýta við Nicolas Pepe. Mér fannst vanta meira framlag frá þeim,“ sagði Neville. „Mikel Arteta sagðist hafa verið brugðið. Ég held að hann hafi verið í áfalli yfir því sem hann sá frá fremstu mönnum sínum þegar Arsenal var ekki með boltann. Ég gæti sýnt tuttugu dæmi um það.“ Arsenal er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fury segist vera hættur ... aftur Sport Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira