Spánarmeistararnir verða því án bæði Varanes og fyrirliðans Sergios Ramos gegn Liverpool í kvöld.
Franski heimsmeistarinn missir einnig af seinni leiknum gegn Liverpool í næstu viku sem og stórleiknum gegn Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni um helgina.
Éder Militao og Nacho munu væntanlega standa vaktina í miðri vörn Real Madrid gegn Liverpool í kvöld.
Stuðningsmenn Liverpool vorkenna Madrídingum eflaust lítið enda eru Virgil van Dijk, Joël Matip og Joe Gomez allir á sjúkralistanum hjá Englandsmeisturunum.
Leikur Real Madrid og Liverpool hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.